McLaren íhugar að selja hluta af Formúluliði sínu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. júlí 2020 07:00 McLaren munu skipta út Renault vélinni og fara yfir í Mercedes árið 2021, sem ætti að auka samkeppnishæfni liðsins. Getty McLaren liðið ætlar að selja minnihluta í Formúl 1 liði sínu til að tryggja framtíðar stöðugleika. McLaren hefur komið illa út úr kórónaveirufaraldrinum. 1200 manns misstu vinnuna hjá McLaren í maí, sem er um fjórðungur þeirra sem unnu hjá fyrirtækinu. Það er hluti af niðurskurðaraðgerðum sem fyrirtækið hefur gripið til. Ágreiningur er uppi á milli hluthafa og lánardrottna Mclaren um hver framtíðarstefna fyrirtækisins á að vera, samkvæmt frétt Autocar.co.uk um málið. Lausn náðist að hluta til í málið í síðustu viku þegar McLaren tók að láni 150 milljónir punda, rétt rúma 26 milljarða króna, hjá Ríkisbanka Bahrein á afar hagstæðum vaxtakjörum. Heimildir Autocar herma að nú hafi hluthafar gefið grænt ljós á að skoða frekari leiðir til tekjuöflunar, þar sem markmiðið er að tryggja stöðugleika til næstu fimm ára. Talsmaður McLaren sagði að „til skoðunar er að fjölga fjárfestum í kappaksturshluta fyrirtækisins.“ Kappakturshlutinn felur í sér Formúlu 1 lið McLaren. Liðið hefur náð á verðlaunapall í tveimur af síðustu þremur keppnum í Formúlu 1, síðast um liðna helgi í Austurríki. Fyrir tveimur árum keypti Michael Latifi, faðir Williams ökumannsins Nicloas Latifi í Formúlu 1 10% hlut í McLaren samsteypunni sem þá var metinn á 200 milljónir punda. Því má ætla að heildarverðmæti samsteypunnar hafi verið um 2 milljarðar punda eða um 347,6 milljarðar króna. Verðmæti samsteypunnar og þá sérstaklega kappaksturshluta hennar er þó líklegt til að hækka, árangurinn á brautinni hefur verið meiri. Eins er væntanlegt kostnaðarþak í Formúlu 1 líklegt til að leiða til enn meiri samkeppnishæfni liðsins. Engin tímalína hefur verið sett upp en heimildir herma að samtal sé þegar hafið og komið vel á veg. Þá herma heimildir að fleiri en einn mögulegur kaupandi sé í sigtinu. Formúla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
McLaren liðið ætlar að selja minnihluta í Formúl 1 liði sínu til að tryggja framtíðar stöðugleika. McLaren hefur komið illa út úr kórónaveirufaraldrinum. 1200 manns misstu vinnuna hjá McLaren í maí, sem er um fjórðungur þeirra sem unnu hjá fyrirtækinu. Það er hluti af niðurskurðaraðgerðum sem fyrirtækið hefur gripið til. Ágreiningur er uppi á milli hluthafa og lánardrottna Mclaren um hver framtíðarstefna fyrirtækisins á að vera, samkvæmt frétt Autocar.co.uk um málið. Lausn náðist að hluta til í málið í síðustu viku þegar McLaren tók að láni 150 milljónir punda, rétt rúma 26 milljarða króna, hjá Ríkisbanka Bahrein á afar hagstæðum vaxtakjörum. Heimildir Autocar herma að nú hafi hluthafar gefið grænt ljós á að skoða frekari leiðir til tekjuöflunar, þar sem markmiðið er að tryggja stöðugleika til næstu fimm ára. Talsmaður McLaren sagði að „til skoðunar er að fjölga fjárfestum í kappaksturshluta fyrirtækisins.“ Kappakturshlutinn felur í sér Formúlu 1 lið McLaren. Liðið hefur náð á verðlaunapall í tveimur af síðustu þremur keppnum í Formúlu 1, síðast um liðna helgi í Austurríki. Fyrir tveimur árum keypti Michael Latifi, faðir Williams ökumannsins Nicloas Latifi í Formúlu 1 10% hlut í McLaren samsteypunni sem þá var metinn á 200 milljónir punda. Því má ætla að heildarverðmæti samsteypunnar hafi verið um 2 milljarðar punda eða um 347,6 milljarðar króna. Verðmæti samsteypunnar og þá sérstaklega kappaksturshluta hennar er þó líklegt til að hækka, árangurinn á brautinni hefur verið meiri. Eins er væntanlegt kostnaðarþak í Formúlu 1 líklegt til að leiða til enn meiri samkeppnishæfni liðsins. Engin tímalína hefur verið sett upp en heimildir herma að samtal sé þegar hafið og komið vel á veg. Þá herma heimildir að fleiri en einn mögulegur kaupandi sé í sigtinu.
Formúla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira