„Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2020 10:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa verið Íslendingum gríðarlega mikilvægt að eiga Íslenska erfðagreiningu að í allri þessari baráttu. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun funda með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að farið yrði yfir málin í dag og hvernig framhaldið verði. „Ég held að það sem við Kári séum sammála um er að það er mikilvægt að byggja upp okkar viðnámsþrótt gagnvart faröldrum. Það snýst bæði um að geta tekist á við þessi verkefni á neyðartímum eins og við höfum verið að ganga í gegnum en líka að efla rannsóknir og þekkingu á þessu sviði.“ Þannig að þið ætlið ekki að ganga á eftir Kára meira? „Ja, skilurðu, maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni myndi ég nú segja. Eigum við ekki bara að sjá hvernig þetta gengur hjá okkur öllum. Er þetta ekki bara sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja heill samfélagsins? Stóra verkefnið er að passa upp heilbrigði þjóðarinnar og samfélagsins alls,“ sagði Katrín. Mikilvægt að eiga fyrirtækið að Katrín segir að sóttvarnalæknir og hans lið hafi verið á kafi síðan í gær þar sem það hafi verið væntingar um að hægt yrði að leita til Íslenskrar erfðagreiningar hvað varðar tæki og húsnæði út júli. Sömuleiðis að leita í þeirra reynslu og þekkingarbrunn eins og hafi komið fram í máli hennar í gær. „Það hefur verið okkur gríðarlega mikilvægt að eiga þetta fyrirtæki að í allri þessari baráttu. Ég vonast að sjálfsögðu til þess að við getum áfram leitað til þeirra og þeirra þekkingu. Nú er bara að halda áfram og það liggur alveg fyrir að við þurfum að vinna þetta hraðar en menn höfðu áður séð fyrir.“ En 15. september? Af hverju allan þennan tíma þegar Kári bendir á að það hafi einungis tekið fimm daga að koma upp rannsóknarstofu? „Við erum kannski að tala um svolítið ólíka hluti. Eitt er það að taka við skimuninni, það er sjálfstætt verkefni. En þegar við erum að tala um fullburða stofnun faraldsfræða, eins og rætt var um í þessu bréfi, þá er það eitthvað sem ég held að menn átti sig á að taki lengri tíma en fimm daga. Þannig að mér finnst þetta eiginlega vera tvennt. Annars vegar að hafa yfirumsjón með þessari skimun og sinna þeim rannsóknarhluta sem því tengist, en síðan ef við erum að tala, eins og ég hef nú skilið þetta, til lengri tíma, með fullburða stofnun á sviði faraldsfræða sem getur í raun annars vegar annast rannsóknir, alltaf, og síðan tekist á við svona verkefni þegar þörf er á að halda.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum að neðan. Íslensk erfðagreining Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun funda með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að farið yrði yfir málin í dag og hvernig framhaldið verði. „Ég held að það sem við Kári séum sammála um er að það er mikilvægt að byggja upp okkar viðnámsþrótt gagnvart faröldrum. Það snýst bæði um að geta tekist á við þessi verkefni á neyðartímum eins og við höfum verið að ganga í gegnum en líka að efla rannsóknir og þekkingu á þessu sviði.“ Þannig að þið ætlið ekki að ganga á eftir Kára meira? „Ja, skilurðu, maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni myndi ég nú segja. Eigum við ekki bara að sjá hvernig þetta gengur hjá okkur öllum. Er þetta ekki bara sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja heill samfélagsins? Stóra verkefnið er að passa upp heilbrigði þjóðarinnar og samfélagsins alls,“ sagði Katrín. Mikilvægt að eiga fyrirtækið að Katrín segir að sóttvarnalæknir og hans lið hafi verið á kafi síðan í gær þar sem það hafi verið væntingar um að hægt yrði að leita til Íslenskrar erfðagreiningar hvað varðar tæki og húsnæði út júli. Sömuleiðis að leita í þeirra reynslu og þekkingarbrunn eins og hafi komið fram í máli hennar í gær. „Það hefur verið okkur gríðarlega mikilvægt að eiga þetta fyrirtæki að í allri þessari baráttu. Ég vonast að sjálfsögðu til þess að við getum áfram leitað til þeirra og þeirra þekkingu. Nú er bara að halda áfram og það liggur alveg fyrir að við þurfum að vinna þetta hraðar en menn höfðu áður séð fyrir.“ En 15. september? Af hverju allan þennan tíma þegar Kári bendir á að það hafi einungis tekið fimm daga að koma upp rannsóknarstofu? „Við erum kannski að tala um svolítið ólíka hluti. Eitt er það að taka við skimuninni, það er sjálfstætt verkefni. En þegar við erum að tala um fullburða stofnun faraldsfræða, eins og rætt var um í þessu bréfi, þá er það eitthvað sem ég held að menn átti sig á að taki lengri tíma en fimm daga. Þannig að mér finnst þetta eiginlega vera tvennt. Annars vegar að hafa yfirumsjón með þessari skimun og sinna þeim rannsóknarhluta sem því tengist, en síðan ef við erum að tala, eins og ég hef nú skilið þetta, til lengri tíma, með fullburða stofnun á sviði faraldsfræða sem getur í raun annars vegar annast rannsóknir, alltaf, og síðan tekist á við svona verkefni þegar þörf er á að halda.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum að neðan.
Íslensk erfðagreining Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira