Mikil óvissa meðal nemenda sem stefna á nám í útlöndum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 7. júlí 2020 21:00 Breki Einarsson er í námi í arkitektúr við Academy of Arts University í San Fransisco en hann er þar á fótboltastyrk. Óvíst er hvort hann fái að fara aftur til Bandaríkjanna í haust. Stöð 2 Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis ráðleggur fólki að fara ekki út í nám nema tryggt sé að skólarnir taki á móti nemendum. Námsmaður sem stundar nám í Bandaríkjunum segir mikla óvissu einkenna næsta skólaár og óvíst hvort hann kemst aftur út í haust. Erlendir nemar fá ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum ef kennsla í haust fer að öllu leyti fram á netinu. Þeir erlendu nemar sem nú eru í Bandaríkjunum og fá alla kennslu í gegnum netið verða að yfirgefa Bandaríkin sem fyrst. Breki Einarsson hefur stundað nám í arkitektúr í háskóla í San Francisco í Bandaríkjunum síðustu tvö ár og segir óljóst hvað verður með áframhaldandi nám í haust. „Ég kom heim í vor og stundaði fjarnám og bjóst við að fara aftur út í haust. Nú er hins vegar komin upp sú staða að við fáum ekki dvalarleyfi ef námið er allt á netinu, þannig að staða mín og margra er mjög óljós,“ segir Breki Einarsson, sem stundar nám í arkitektúr við skólann Academy of Art University í San Fransisco. Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, segir mikla óvissu meðal nema um næsta skólaár.Stöð 2 Breki er á skólastyrk en hann spilar fótbolta fyrir skólann. Það flækir líka málið. „Það er verið að reyna að finna lausn á því en eins og er þá verður engin fótbolti eða íþróttir stundaðar,“ segir Breki. Um 1500 íslenskir námsmenn stunda nám erlendis og búist er við að umsóknum fjölgi í haust vegna atvinnuleysis. Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis segir að almennt sé mikil óvissa ríki um næsta skólaár hjá mörgum nemendum. Hún ráðleggur fólki frá því að fara út í mikla óvissu. „Það eina sem gildir fyrir stúdentana sem ætla sér út að hætta þegar staðan er mjög óljós ekki vera að taka námslán og fara út og svo er allt í óvissu. Það getur orðið erfiður pakki,“ segir Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í SÍNE. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis ráðleggur fólki að fara ekki út í nám nema tryggt sé að skólarnir taki á móti nemendum. Námsmaður sem stundar nám í Bandaríkjunum segir mikla óvissu einkenna næsta skólaár og óvíst hvort hann kemst aftur út í haust. Erlendir nemar fá ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum ef kennsla í haust fer að öllu leyti fram á netinu. Þeir erlendu nemar sem nú eru í Bandaríkjunum og fá alla kennslu í gegnum netið verða að yfirgefa Bandaríkin sem fyrst. Breki Einarsson hefur stundað nám í arkitektúr í háskóla í San Francisco í Bandaríkjunum síðustu tvö ár og segir óljóst hvað verður með áframhaldandi nám í haust. „Ég kom heim í vor og stundaði fjarnám og bjóst við að fara aftur út í haust. Nú er hins vegar komin upp sú staða að við fáum ekki dvalarleyfi ef námið er allt á netinu, þannig að staða mín og margra er mjög óljós,“ segir Breki Einarsson, sem stundar nám í arkitektúr við skólann Academy of Art University í San Fransisco. Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, segir mikla óvissu meðal nema um næsta skólaár.Stöð 2 Breki er á skólastyrk en hann spilar fótbolta fyrir skólann. Það flækir líka málið. „Það er verið að reyna að finna lausn á því en eins og er þá verður engin fótbolti eða íþróttir stundaðar,“ segir Breki. Um 1500 íslenskir námsmenn stunda nám erlendis og búist er við að umsóknum fjölgi í haust vegna atvinnuleysis. Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis segir að almennt sé mikil óvissa ríki um næsta skólaár hjá mörgum nemendum. Hún ráðleggur fólki frá því að fara út í mikla óvissu. „Það eina sem gildir fyrir stúdentana sem ætla sér út að hætta þegar staðan er mjög óljós ekki vera að taka námslán og fara út og svo er allt í óvissu. Það getur orðið erfiður pakki,“ segir Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í SÍNE.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00