Lengjudeildin: Eyjamenn með umdeildan sigur | Afturelding skoraði sjö Ísak Hallmundarson skrifar 7. júlí 2020 20:10 Gary Martin skoraði með hendi guðs í sigri ÍBV. mynd/eyjafréttir Tveimur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla í fótbolta. ÍBV vann umdeildan sigur á Leikni Reykjavík og Afturelding vann sinn fyrsta leik í sumar með stæl, þegar þeir unnu Magna 7-0. Jonathan Glenn kom Eyjamönnum yfir á 18. mínútu en Sólon Breki Leifsson jafnaði fyrir Leikni á 27. mínútu eftir slakan varnarleik ÍBV. 1-1 Í hálfleik. Óskar Elías Zoega kom síðan Eyjamönnum aftur yfir með laglegu marki á 56. mínútu en á 77. mínútu jafnaði Sólon Breki úr vítaspyrnu fyrir Leikni. Aðeins tveimur mínútum síðar átti afar umdeilt atvik sér stað sem mögulega réði úrslitum leiksins. Gary Martin fékk þá boltann í höndina og þaðan fór boltinn í netið. Hann var þegar á gulu spjaldi og ef rétt hefði verið dæmt hefði hann fengið annað gult og þar með rautt, og markið fengi ekki að standa. Gary Martin innsiglaði síðan 4-2 sigur Eyjamanna undir lokin en enn og aftur er dómgæslan líklega það sem verður helst rætt um eftir þennan leik. ÍBV er á toppnum með fullt hús stiga, 12 stig, en Leiknismenn í fjórða sæti með sjö stig. Afturelding vann sinn fyrsta leik í sumar og þeir ákváðu að gera það með glæsibrag. Mosfellingar völtuðu yfir Magna frá Grenivík og skoruðu sjö mörk gegn engu. Andri Freyr Jónasson fór á kostum og skoraði fjögur mörk og þeir Jason Daði Svanþórsson, Eyþór Aron Wöhler og Ragnar Már Lárusson gerðu eitt mark hver. Afturelding lyftir sér upp í sjöunda sæti með þrjú stig en skilur Magnamenn eftir á botninum. Lengjudeildin Fótbolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Tveimur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla í fótbolta. ÍBV vann umdeildan sigur á Leikni Reykjavík og Afturelding vann sinn fyrsta leik í sumar með stæl, þegar þeir unnu Magna 7-0. Jonathan Glenn kom Eyjamönnum yfir á 18. mínútu en Sólon Breki Leifsson jafnaði fyrir Leikni á 27. mínútu eftir slakan varnarleik ÍBV. 1-1 Í hálfleik. Óskar Elías Zoega kom síðan Eyjamönnum aftur yfir með laglegu marki á 56. mínútu en á 77. mínútu jafnaði Sólon Breki úr vítaspyrnu fyrir Leikni. Aðeins tveimur mínútum síðar átti afar umdeilt atvik sér stað sem mögulega réði úrslitum leiksins. Gary Martin fékk þá boltann í höndina og þaðan fór boltinn í netið. Hann var þegar á gulu spjaldi og ef rétt hefði verið dæmt hefði hann fengið annað gult og þar með rautt, og markið fengi ekki að standa. Gary Martin innsiglaði síðan 4-2 sigur Eyjamanna undir lokin en enn og aftur er dómgæslan líklega það sem verður helst rætt um eftir þennan leik. ÍBV er á toppnum með fullt hús stiga, 12 stig, en Leiknismenn í fjórða sæti með sjö stig. Afturelding vann sinn fyrsta leik í sumar og þeir ákváðu að gera það með glæsibrag. Mosfellingar völtuðu yfir Magna frá Grenivík og skoruðu sjö mörk gegn engu. Andri Freyr Jónasson fór á kostum og skoraði fjögur mörk og þeir Jason Daði Svanþórsson, Eyþór Aron Wöhler og Ragnar Már Lárusson gerðu eitt mark hver. Afturelding lyftir sér upp í sjöunda sæti með þrjú stig en skilur Magnamenn eftir á botninum.
Lengjudeildin Fótbolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira