Máli jeppakallanna lauk með tiltali Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 08:41 Lögreglan sér ekki fram á að málið fari lengra. Bureko cz Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. Þetta staðfesti Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi í morgun. Í gær var greint frá því að hópurinn, sem ekið hefur um landið á sex jeppum, hafi verið iðinn við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær hafa borið með sér að þeir hafi meðal annars ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströnd landsins, og það utan vega í einhverjum tilfellum. Myndböndum og myndum frá hópnum hefur síðan verið eytt. Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí. Í samtali við Vísi segir Sveinn að lögreglan hafi hitt á hópinn í Reykjavík í gær. Þar hafi þeir fengið tiltal. „Við bentum þeim á hvaða reglur eru í gildi á Íslandi varðandi akstur utan vega og ýttum við þeim með það. En það er engin kæra á þá eða svoleiðis,“ segir Sveinn. Hann segir hópinn hafa tekið tiltali lögreglunnar vel. Hann segist ekki gera ráð fyrir að athæfi hópsins muni hafa frekari afleiðingar. „Við höfum ekki neinar upplýsingar um hvar nákvæmlega þeir hafa verið að keyra utan vega. Á meðan við höfum slíkt ekki í hendi er ósköp lítið sem við getum gert. Málinu er í sjálfu sér lokið eftir að við náðum tali af þeim og gátum rætt við þá.“ Sveinn segir að út frá myndböndum sem hópurinn birti virðist sem um utanvegaakstur sé að ræða. „Á meðan við höfum ekki nákvæmar staðsetningar á brotum getum við ekki kært neitt,“ segir Sveinn og kveðst hann vona að hópurinn láti utanvegaakstur hér á landi eiga sig héðan í frá. Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira
Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. Þetta staðfesti Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi í morgun. Í gær var greint frá því að hópurinn, sem ekið hefur um landið á sex jeppum, hafi verið iðinn við að birta myndir af ferðalagi sínu. Þær hafa borið með sér að þeir hafi meðal annars ekið inn í Þórsmörk og eftir suðurströnd landsins, og það utan vega í einhverjum tilfellum. Myndböndum og myndum frá hópnum hefur síðan verið eytt. Hópurinn er á vegum bifreiðaverkstæðisins Bureko, sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Hann kom hingað til lands með Norrænu þann 3. júlí. Í samtali við Vísi segir Sveinn að lögreglan hafi hitt á hópinn í Reykjavík í gær. Þar hafi þeir fengið tiltal. „Við bentum þeim á hvaða reglur eru í gildi á Íslandi varðandi akstur utan vega og ýttum við þeim með það. En það er engin kæra á þá eða svoleiðis,“ segir Sveinn. Hann segir hópinn hafa tekið tiltali lögreglunnar vel. Hann segist ekki gera ráð fyrir að athæfi hópsins muni hafa frekari afleiðingar. „Við höfum ekki neinar upplýsingar um hvar nákvæmlega þeir hafa verið að keyra utan vega. Á meðan við höfum slíkt ekki í hendi er ósköp lítið sem við getum gert. Málinu er í sjálfu sér lokið eftir að við náðum tali af þeim og gátum rætt við þá.“ Sveinn segir að út frá myndböndum sem hópurinn birti virðist sem um utanvegaakstur sé að ræða. „Á meðan við höfum ekki nákvæmar staðsetningar á brotum getum við ekki kært neitt,“ segir Sveinn og kveðst hann vona að hópurinn láti utanvegaakstur hér á landi eiga sig héðan í frá.
Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira