Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júlí 2020 19:30 Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. „Öllum nýjungum í ferðamáta fólks fylgja einhver slys. Það hefur orðið gífurleg aukning í notkun á þessum rafmagnshlaupahjólum og við sjáum svona eitt til tvö slys á dag vegna þeirra," segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist. Þessi mikla aukning er auðsjáanleg á innflutningi rafhlaupahjóla. Hjólin fengu eigin tollflokk um áramótin og samkvæmt könnun fréttastofu voru á fyrstu fimm mánuðum ársins ríflega 4.500 rafhlaupahjól flutt inn til landsins. Þar af lang flest frá Kína. Það er mun meira en á öllu árinu í fyrra. Talningin er heldur ónákvæmari fyrir fyrri ár, þegar hlaupahjólin féllu í sama tollflokk og fleiri rafknúin hjól. Heildarfjöldinn árið 2019 var þó um 3.800 á árinu öllu. Árið 2018 voru þau um 2.700 og um 1.500 árið 2017. Börn og fullorðnir hafa leitað á bráðamóttöku vegna slysa og eru beinbrot og höfuðákverkar á meðal meiðsla. Áverkar eru þó oftast minniháttar. „Flest öll slysin verða einfaldlega vegna þess að fólk ekur á gangstéttarbrún og missir aðeins jafnvægið en það er mjög lítið um alvarleg slys, þar sem til dæmis er ekið á einhvern. Einhver slys verða síðan þegar fólk er á þessum hjólum undir áhrifum áfengis, sem við að sjálfsögðu mælum ekki með," segir Hjalti. Rafhlaupahjól í eigu leigunnar Hopps hafa samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan hlaupahjólaleigan var opnuð í haust. Það jafngildir um 300 ferðum í kringum landið. Að sögn framkvæmdastjóra Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins, er fyrirtækið með yfir eitt hundrað hjól í notkun og hafa þau samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan í haust. Það jafngildir um þrjú hundruð ferðum í kringum landið. Sökum mikillar notkunar segir Hjalti slysatíðnina ekki mjög háa í samanburði við önnur samgönguslys. Hann brýnir þó fyrir fólki að fara gætilega. „Og síðan þarf líka að halda áfram að bæta umferðarkerfið til að veita þeim betra sviprúm sem eru að nota rafmagnshlaupahjól, venjuleg reiðhjólum, hjólabretti og aðra ferðamáta en bílinn," segir Hjalti. Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. „Öllum nýjungum í ferðamáta fólks fylgja einhver slys. Það hefur orðið gífurleg aukning í notkun á þessum rafmagnshlaupahjólum og við sjáum svona eitt til tvö slys á dag vegna þeirra," segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist. Þessi mikla aukning er auðsjáanleg á innflutningi rafhlaupahjóla. Hjólin fengu eigin tollflokk um áramótin og samkvæmt könnun fréttastofu voru á fyrstu fimm mánuðum ársins ríflega 4.500 rafhlaupahjól flutt inn til landsins. Þar af lang flest frá Kína. Það er mun meira en á öllu árinu í fyrra. Talningin er heldur ónákvæmari fyrir fyrri ár, þegar hlaupahjólin féllu í sama tollflokk og fleiri rafknúin hjól. Heildarfjöldinn árið 2019 var þó um 3.800 á árinu öllu. Árið 2018 voru þau um 2.700 og um 1.500 árið 2017. Börn og fullorðnir hafa leitað á bráðamóttöku vegna slysa og eru beinbrot og höfuðákverkar á meðal meiðsla. Áverkar eru þó oftast minniháttar. „Flest öll slysin verða einfaldlega vegna þess að fólk ekur á gangstéttarbrún og missir aðeins jafnvægið en það er mjög lítið um alvarleg slys, þar sem til dæmis er ekið á einhvern. Einhver slys verða síðan þegar fólk er á þessum hjólum undir áhrifum áfengis, sem við að sjálfsögðu mælum ekki með," segir Hjalti. Rafhlaupahjól í eigu leigunnar Hopps hafa samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan hlaupahjólaleigan var opnuð í haust. Það jafngildir um 300 ferðum í kringum landið. Að sögn framkvæmdastjóra Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins, er fyrirtækið með yfir eitt hundrað hjól í notkun og hafa þau samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan í haust. Það jafngildir um þrjú hundruð ferðum í kringum landið. Sökum mikillar notkunar segir Hjalti slysatíðnina ekki mjög háa í samanburði við önnur samgönguslys. Hann brýnir þó fyrir fólki að fara gætilega. „Og síðan þarf líka að halda áfram að bæta umferðarkerfið til að veita þeim betra sviprúm sem eru að nota rafmagnshlaupahjól, venjuleg reiðhjólum, hjólabretti og aðra ferðamáta en bílinn," segir Hjalti.
Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“