Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júlí 2020 19:30 Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. „Öllum nýjungum í ferðamáta fólks fylgja einhver slys. Það hefur orðið gífurleg aukning í notkun á þessum rafmagnshlaupahjólum og við sjáum svona eitt til tvö slys á dag vegna þeirra," segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist. Þessi mikla aukning er auðsjáanleg á innflutningi rafhlaupahjóla. Hjólin fengu eigin tollflokk um áramótin og samkvæmt könnun fréttastofu voru á fyrstu fimm mánuðum ársins ríflega 4.500 rafhlaupahjól flutt inn til landsins. Þar af lang flest frá Kína. Það er mun meira en á öllu árinu í fyrra. Talningin er heldur ónákvæmari fyrir fyrri ár, þegar hlaupahjólin féllu í sama tollflokk og fleiri rafknúin hjól. Heildarfjöldinn árið 2019 var þó um 3.800 á árinu öllu. Árið 2018 voru þau um 2.700 og um 1.500 árið 2017. Börn og fullorðnir hafa leitað á bráðamóttöku vegna slysa og eru beinbrot og höfuðákverkar á meðal meiðsla. Áverkar eru þó oftast minniháttar. „Flest öll slysin verða einfaldlega vegna þess að fólk ekur á gangstéttarbrún og missir aðeins jafnvægið en það er mjög lítið um alvarleg slys, þar sem til dæmis er ekið á einhvern. Einhver slys verða síðan þegar fólk er á þessum hjólum undir áhrifum áfengis, sem við að sjálfsögðu mælum ekki með," segir Hjalti. Rafhlaupahjól í eigu leigunnar Hopps hafa samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan hlaupahjólaleigan var opnuð í haust. Það jafngildir um 300 ferðum í kringum landið. Að sögn framkvæmdastjóra Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins, er fyrirtækið með yfir eitt hundrað hjól í notkun og hafa þau samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan í haust. Það jafngildir um þrjú hundruð ferðum í kringum landið. Sökum mikillar notkunar segir Hjalti slysatíðnina ekki mjög háa í samanburði við önnur samgönguslys. Hann brýnir þó fyrir fólki að fara gætilega. „Og síðan þarf líka að halda áfram að bæta umferðarkerfið til að veita þeim betra sviprúm sem eru að nota rafmagnshlaupahjól, venjuleg reiðhjólum, hjólabretti og aðra ferðamáta en bílinn," segir Hjalti. Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. „Öllum nýjungum í ferðamáta fólks fylgja einhver slys. Það hefur orðið gífurleg aukning í notkun á þessum rafmagnshlaupahjólum og við sjáum svona eitt til tvö slys á dag vegna þeirra," segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist. Þessi mikla aukning er auðsjáanleg á innflutningi rafhlaupahjóla. Hjólin fengu eigin tollflokk um áramótin og samkvæmt könnun fréttastofu voru á fyrstu fimm mánuðum ársins ríflega 4.500 rafhlaupahjól flutt inn til landsins. Þar af lang flest frá Kína. Það er mun meira en á öllu árinu í fyrra. Talningin er heldur ónákvæmari fyrir fyrri ár, þegar hlaupahjólin féllu í sama tollflokk og fleiri rafknúin hjól. Heildarfjöldinn árið 2019 var þó um 3.800 á árinu öllu. Árið 2018 voru þau um 2.700 og um 1.500 árið 2017. Börn og fullorðnir hafa leitað á bráðamóttöku vegna slysa og eru beinbrot og höfuðákverkar á meðal meiðsla. Áverkar eru þó oftast minniháttar. „Flest öll slysin verða einfaldlega vegna þess að fólk ekur á gangstéttarbrún og missir aðeins jafnvægið en það er mjög lítið um alvarleg slys, þar sem til dæmis er ekið á einhvern. Einhver slys verða síðan þegar fólk er á þessum hjólum undir áhrifum áfengis, sem við að sjálfsögðu mælum ekki með," segir Hjalti. Rafhlaupahjól í eigu leigunnar Hopps hafa samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan hlaupahjólaleigan var opnuð í haust. Það jafngildir um 300 ferðum í kringum landið. Að sögn framkvæmdastjóra Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins, er fyrirtækið með yfir eitt hundrað hjól í notkun og hafa þau samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan í haust. Það jafngildir um þrjú hundruð ferðum í kringum landið. Sökum mikillar notkunar segir Hjalti slysatíðnina ekki mjög háa í samanburði við önnur samgönguslys. Hann brýnir þó fyrir fólki að fara gætilega. „Og síðan þarf líka að halda áfram að bæta umferðarkerfið til að veita þeim betra sviprúm sem eru að nota rafmagnshlaupahjól, venjuleg reiðhjólum, hjólabretti og aðra ferðamáta en bílinn," segir Hjalti.
Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda