Fá ekki inngöngu í viðeigandi háskólanám og telja sig svikin Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2020 11:14 Hjónin Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Heimir Freyr Heimisson fá ekki inngöngu í nám sem hentar þeim, þrátt fyrir að hafa lokið námi sem á að vera ígildi stúdentsprófs. Kolbrún lauk námi í Frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík og Heimir útskrifaðist nýlega úr háskólabrú Keilis. Saman eiga þau börn og sinna vinnu og því fjarnám eini kosturinn sem er raunhæfur. Þau sjá ekki fram á að geta hætt að vinna en draumurinn er samt sem áður að ljúka háskólanámi. Nú, þegar Háskóli Íslands býður ekki upp á fjarnám og Háskólinn á Akureyri metur ekki námið þeirra sem ígildi stúdentsprófs, stendur þeim fátt annað til boða en Háskólinn á Bifröst. Námsframboðið þar heillar þau ekki og að auki kostar námið sitt. „Það er ekkert fyrir hvern sem er að fara þangað. Einn, tveir áfangar eru 130 þúsund kall,“ sagði Kolbrún um málið í Bítinu í morgun. Heimir tók í sama streng og sagði ekkert nám þar heilla hann. „Það er dýr skóli en það er mjög góður skóli, við tökum það ekkert frá honum. Gallinn frá mínum bæjardyrum séð varðandi Bifröst er þröngt námsval. Þetta snýst aðallega um einhvers konar viðskiptafræði eða lögfræði, og það er ekki að sem ég er að horfa á í mínu námsvali,“ sagði Heimir, sem sótti um lögreglufræði í Háskólanum á Akureyri. Synjað því hann var ekki með fullgilt stúdentspróf Þrátt fyrir að hafa lokið námi í Keili komst Heimir ekki í lögreglufræðina. Ástæðan var sú að hann var ekki með fullgilt stúdentspróf, þrátt fyrir að í lögreglulögum standi að inntökuskilyrði séu meðal annars að hafa lokið stúdentsprófi eða annarri sambærilegri menntun. Hann segir þetta skjóta skökku við, enda hafi forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar sagt að einnig sé litið til þroska, aldurs og lífreynslu þegar valið er í starfsnám. Heimir telur sig skora hátt þar, en hann fái ekki tækifæri til þess enda komist hann ekki í námið. Hann upplifi námið að einhverju leyti sem svik. „Að mörgu leyti. Þegar ég fer í Keili er ég búinn að ákveða hvert ég ætla að fara með það nám. Nú er búið að setja vegg fyrir það. Ég stend svolítið á krossgötum með hvað ég ætla að gera.“ Í grein sem þau rituðu um málið á Vísi fyrir viku síðan vöktu þau athygli á þeirri stöðu sem þau eru í. Þar kemur fram að Heimir hafi í kjölfarið sótt um sálfræði í Háskólanum á Akureyri en fengið syngjun á sömu forsendum. „Og þegar fólk er komið yfir 35, er það nú komið með ágætis lífs-og starfsreynslu, orðið þroskaðra heldur en nýútskrifaður menntaskælingur, búið upplifa hitt og þetta, sem gefur fólki aðra sýn á lífið og er með aðrar áherslur heldur en þegar maður er um tvítugt. Hefði maður haldið að horft væri á þessi atriði, já. Er það raunin?“ Námsgjöld einkaskólanna „geta sligað fólk“ Kolbrún segir það fjarri lagi að allir skólar hér á landi bjóði upp á nám fyrir fólk „eins og þau“ sem eru komin með börn og þurfa að sinna vinnu. Fjarnám myndi henta þeim en þau sjá ekki marga möguleika í stöðunni. „Við höfum ekki tök á því að stunda nám við Hí, við höfum ekki tök á því að hætta að vinna og henda okkur í staðnám, þess vegna er fjarnám svo sniðugt og besti kosturinn,“ segir Kolbrún en bætir við að þegar Háskólinn á Akureyri er ekki í boði standi í raun ekkert eftir. „Háskólinn á Akureyri er eini skólinn sem býður upp á fjarnám á öllum brautum hjá sér en þeir taka ekki inn fólk sem útskrifast frá Keili, og greinilega ekki HR heldur. Háskóli Íslands er með einstaklega lélegt fjarnámsframboð, nánast ekki neitt, Bifröst er ekki fyrir millistéttarfólk eins og mig sjálfa, og Háskóli Reykjavíkur ekki heldur, bara skólagjöldin í þeim skólum geta sligað fólk.“ „Þú getur ekki orðið það sem þú vilt“ Hún segir þau vilja sýna börnum sínum að þau geti menntað sig, sama hvað. Þau séu fyrirmyndirnar og vilji telja þeim trú um að þau geti orðið hvað sem er þegar þau verða stór. Sú hugmynd sé þó farin að verða fjarlæg. „Nú erum við bæði komin yfir 30 árin, höfum lagt blóð svita og nánast tár í það að ná okkur í þá menntun sem á að gera okkur kleift að sækja um háskóla svo maður geti nú orðið það sem maður vill þegar maður „verður stór”. Nei sorry, þú getur ekki orðið það sem þú vilt, eru þetta skilaboðin sem við þurfum að fara segja börnunum okkar?“ Hún bendir á nýlegt dæmi þar sem tvítugur drengur fékk ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri, þrátt fyrir að hafa dúxað við útskrift úr Framhaldsskólanum á Húsavík í fyrra. Hún segir það renna stoðum undir þá skoðun hennar að það þurfi að endurskoða inntökuskilyrðin. „Þá finnst mér kominn tími á að þetta inntökuferli verði endurskoðað hjá Háskólanum á Akureyri og að einhver stígi inní,“ segir Kolbrún og hvetur ráðamenn til þess að bregðast við þessu vandamáli. „Nú biðla ég til ráðherra og annara sem að málinu koma að gera eitthvað í þessu, það er óboðlegt að fólk sem hefur metnaðinn, viljann og getuna að mennta sig geti það ekki. Eins og gefur að skilja erum við einstaklega ósátt og frústreruð yfir þessi og finnst þörf á að varpa ljósi á þetta.“ Bítið Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aldrei hafa fleiri sótt um nám við HR Alls hafa tæplega 3.900 sótt um skólavist við Háskólann í Reykjavík fyrir næsta skólaár. 18. júní 2020 12:06 Þurftu að stöðva flóðið Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna. 3. júlí 2020 16:43 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Sjá meira
Hjónin Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Heimir Freyr Heimisson fá ekki inngöngu í nám sem hentar þeim, þrátt fyrir að hafa lokið námi sem á að vera ígildi stúdentsprófs. Kolbrún lauk námi í Frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík og Heimir útskrifaðist nýlega úr háskólabrú Keilis. Saman eiga þau börn og sinna vinnu og því fjarnám eini kosturinn sem er raunhæfur. Þau sjá ekki fram á að geta hætt að vinna en draumurinn er samt sem áður að ljúka háskólanámi. Nú, þegar Háskóli Íslands býður ekki upp á fjarnám og Háskólinn á Akureyri metur ekki námið þeirra sem ígildi stúdentsprófs, stendur þeim fátt annað til boða en Háskólinn á Bifröst. Námsframboðið þar heillar þau ekki og að auki kostar námið sitt. „Það er ekkert fyrir hvern sem er að fara þangað. Einn, tveir áfangar eru 130 þúsund kall,“ sagði Kolbrún um málið í Bítinu í morgun. Heimir tók í sama streng og sagði ekkert nám þar heilla hann. „Það er dýr skóli en það er mjög góður skóli, við tökum það ekkert frá honum. Gallinn frá mínum bæjardyrum séð varðandi Bifröst er þröngt námsval. Þetta snýst aðallega um einhvers konar viðskiptafræði eða lögfræði, og það er ekki að sem ég er að horfa á í mínu námsvali,“ sagði Heimir, sem sótti um lögreglufræði í Háskólanum á Akureyri. Synjað því hann var ekki með fullgilt stúdentspróf Þrátt fyrir að hafa lokið námi í Keili komst Heimir ekki í lögreglufræðina. Ástæðan var sú að hann var ekki með fullgilt stúdentspróf, þrátt fyrir að í lögreglulögum standi að inntökuskilyrði séu meðal annars að hafa lokið stúdentsprófi eða annarri sambærilegri menntun. Hann segir þetta skjóta skökku við, enda hafi forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar sagt að einnig sé litið til þroska, aldurs og lífreynslu þegar valið er í starfsnám. Heimir telur sig skora hátt þar, en hann fái ekki tækifæri til þess enda komist hann ekki í námið. Hann upplifi námið að einhverju leyti sem svik. „Að mörgu leyti. Þegar ég fer í Keili er ég búinn að ákveða hvert ég ætla að fara með það nám. Nú er búið að setja vegg fyrir það. Ég stend svolítið á krossgötum með hvað ég ætla að gera.“ Í grein sem þau rituðu um málið á Vísi fyrir viku síðan vöktu þau athygli á þeirri stöðu sem þau eru í. Þar kemur fram að Heimir hafi í kjölfarið sótt um sálfræði í Háskólanum á Akureyri en fengið syngjun á sömu forsendum. „Og þegar fólk er komið yfir 35, er það nú komið með ágætis lífs-og starfsreynslu, orðið þroskaðra heldur en nýútskrifaður menntaskælingur, búið upplifa hitt og þetta, sem gefur fólki aðra sýn á lífið og er með aðrar áherslur heldur en þegar maður er um tvítugt. Hefði maður haldið að horft væri á þessi atriði, já. Er það raunin?“ Námsgjöld einkaskólanna „geta sligað fólk“ Kolbrún segir það fjarri lagi að allir skólar hér á landi bjóði upp á nám fyrir fólk „eins og þau“ sem eru komin með börn og þurfa að sinna vinnu. Fjarnám myndi henta þeim en þau sjá ekki marga möguleika í stöðunni. „Við höfum ekki tök á því að stunda nám við Hí, við höfum ekki tök á því að hætta að vinna og henda okkur í staðnám, þess vegna er fjarnám svo sniðugt og besti kosturinn,“ segir Kolbrún en bætir við að þegar Háskólinn á Akureyri er ekki í boði standi í raun ekkert eftir. „Háskólinn á Akureyri er eini skólinn sem býður upp á fjarnám á öllum brautum hjá sér en þeir taka ekki inn fólk sem útskrifast frá Keili, og greinilega ekki HR heldur. Háskóli Íslands er með einstaklega lélegt fjarnámsframboð, nánast ekki neitt, Bifröst er ekki fyrir millistéttarfólk eins og mig sjálfa, og Háskóli Reykjavíkur ekki heldur, bara skólagjöldin í þeim skólum geta sligað fólk.“ „Þú getur ekki orðið það sem þú vilt“ Hún segir þau vilja sýna börnum sínum að þau geti menntað sig, sama hvað. Þau séu fyrirmyndirnar og vilji telja þeim trú um að þau geti orðið hvað sem er þegar þau verða stór. Sú hugmynd sé þó farin að verða fjarlæg. „Nú erum við bæði komin yfir 30 árin, höfum lagt blóð svita og nánast tár í það að ná okkur í þá menntun sem á að gera okkur kleift að sækja um háskóla svo maður geti nú orðið það sem maður vill þegar maður „verður stór”. Nei sorry, þú getur ekki orðið það sem þú vilt, eru þetta skilaboðin sem við þurfum að fara segja börnunum okkar?“ Hún bendir á nýlegt dæmi þar sem tvítugur drengur fékk ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri, þrátt fyrir að hafa dúxað við útskrift úr Framhaldsskólanum á Húsavík í fyrra. Hún segir það renna stoðum undir þá skoðun hennar að það þurfi að endurskoða inntökuskilyrðin. „Þá finnst mér kominn tími á að þetta inntökuferli verði endurskoðað hjá Háskólanum á Akureyri og að einhver stígi inní,“ segir Kolbrún og hvetur ráðamenn til þess að bregðast við þessu vandamáli. „Nú biðla ég til ráðherra og annara sem að málinu koma að gera eitthvað í þessu, það er óboðlegt að fólk sem hefur metnaðinn, viljann og getuna að mennta sig geti það ekki. Eins og gefur að skilja erum við einstaklega ósátt og frústreruð yfir þessi og finnst þörf á að varpa ljósi á þetta.“
Bítið Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aldrei hafa fleiri sótt um nám við HR Alls hafa tæplega 3.900 sótt um skólavist við Háskólann í Reykjavík fyrir næsta skólaár. 18. júní 2020 12:06 Þurftu að stöðva flóðið Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna. 3. júlí 2020 16:43 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Sjá meira
Aldrei hafa fleiri sótt um nám við HR Alls hafa tæplega 3.900 sótt um skólavist við Háskólann í Reykjavík fyrir næsta skólaár. 18. júní 2020 12:06
Þurftu að stöðva flóðið Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna. 3. júlí 2020 16:43