Hafa boðið starfsmönnum vinnu í öðrum fangelsum Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2020 16:03 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið þungbæra ákvörðun að loka fangelsinu á Akureyri. Litið hafi verið til þess að fjármunir stofnunarinnar væru betur nýttir með því að fullnýta rými í öðrum fangelsum, enda hafi nýtingin verið undir 80 prósent á Akureyri. Frá þessu greinir Áslaug á Facebook þar sem kemur jafnframt fram að það hafi kostað um hundrað milljónir á ári að halda úti fangelsinu á Akureyri. Fangelsismálastofnun telur að með því að loka fangelsinu verði til svigrúm til að fullnýta um þrjátíu pláss í stóru fangelsunum. Fimm fastir starfsmenn hafi verið í fangelsinu og búið er að bjóða þeim vinnu í öðrum fangelsum. „Fyrir liggur að 75% fanga eru af stórhöfuðborgarsvæðinu og því er kostnaðarsamara fyrir aðstandendur þeirra að heimsækja þá. Að auki er ekki unnt að veita þeim sömu þjónustu t.d. sálfræðiþjónustu og í stóru fangelsunum,“ skrifar Áslaug. Þá ætlar Áslaug að beina því til embættis Ríkislögreglustjóra að greina stöðuna eftir gagnrýni þess efnis að með lokun fangelsisins sé verið að draga úr getu lögreglunnar á Akureyri. Lögreglan hafi kallað eftir betra húsnæði en með því að loka fangelsinu sé mögulegt að stækka aðstöðuna á svæðinu. Hún segir ekki rétt að ákvörðunin stríði gegn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að færa opinber störf út á land líkt og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í skoðanagrein á Vísi í dag, enda standi til að ráða tvo fangaverði á Litla-Hraun í stað þeirra sem missa vinnu á Akureyri. Þau stöðugildi séu ekki á höfuðborgarsvæðinu heldur úti á landi. „Ég hef verið mér mjög vel meðvituð um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi flutning starfa út á land. Jafnframt því sem unnið hefur verið að framangreindri hagræðingu í fangelsiskerfinu hefur verið unnið að því í dómsmálaráðuneytinu að flytja störf undirstofnana ráðuneytisins út á landsbyggðina.“ Fangelsismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. 9. júlí 2020 12:00 Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið þungbæra ákvörðun að loka fangelsinu á Akureyri. Litið hafi verið til þess að fjármunir stofnunarinnar væru betur nýttir með því að fullnýta rými í öðrum fangelsum, enda hafi nýtingin verið undir 80 prósent á Akureyri. Frá þessu greinir Áslaug á Facebook þar sem kemur jafnframt fram að það hafi kostað um hundrað milljónir á ári að halda úti fangelsinu á Akureyri. Fangelsismálastofnun telur að með því að loka fangelsinu verði til svigrúm til að fullnýta um þrjátíu pláss í stóru fangelsunum. Fimm fastir starfsmenn hafi verið í fangelsinu og búið er að bjóða þeim vinnu í öðrum fangelsum. „Fyrir liggur að 75% fanga eru af stórhöfuðborgarsvæðinu og því er kostnaðarsamara fyrir aðstandendur þeirra að heimsækja þá. Að auki er ekki unnt að veita þeim sömu þjónustu t.d. sálfræðiþjónustu og í stóru fangelsunum,“ skrifar Áslaug. Þá ætlar Áslaug að beina því til embættis Ríkislögreglustjóra að greina stöðuna eftir gagnrýni þess efnis að með lokun fangelsisins sé verið að draga úr getu lögreglunnar á Akureyri. Lögreglan hafi kallað eftir betra húsnæði en með því að loka fangelsinu sé mögulegt að stækka aðstöðuna á svæðinu. Hún segir ekki rétt að ákvörðunin stríði gegn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að færa opinber störf út á land líkt og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í skoðanagrein á Vísi í dag, enda standi til að ráða tvo fangaverði á Litla-Hraun í stað þeirra sem missa vinnu á Akureyri. Þau stöðugildi séu ekki á höfuðborgarsvæðinu heldur úti á landi. „Ég hef verið mér mjög vel meðvituð um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi flutning starfa út á land. Jafnframt því sem unnið hefur verið að framangreindri hagræðingu í fangelsiskerfinu hefur verið unnið að því í dómsmálaráðuneytinu að flytja störf undirstofnana ráðuneytisins út á landsbyggðina.“
Fangelsismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. 9. júlí 2020 12:00 Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. 9. júlí 2020 12:00
Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23