Hafa boðið starfsmönnum vinnu í öðrum fangelsum Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2020 16:03 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið þungbæra ákvörðun að loka fangelsinu á Akureyri. Litið hafi verið til þess að fjármunir stofnunarinnar væru betur nýttir með því að fullnýta rými í öðrum fangelsum, enda hafi nýtingin verið undir 80 prósent á Akureyri. Frá þessu greinir Áslaug á Facebook þar sem kemur jafnframt fram að það hafi kostað um hundrað milljónir á ári að halda úti fangelsinu á Akureyri. Fangelsismálastofnun telur að með því að loka fangelsinu verði til svigrúm til að fullnýta um þrjátíu pláss í stóru fangelsunum. Fimm fastir starfsmenn hafi verið í fangelsinu og búið er að bjóða þeim vinnu í öðrum fangelsum. „Fyrir liggur að 75% fanga eru af stórhöfuðborgarsvæðinu og því er kostnaðarsamara fyrir aðstandendur þeirra að heimsækja þá. Að auki er ekki unnt að veita þeim sömu þjónustu t.d. sálfræðiþjónustu og í stóru fangelsunum,“ skrifar Áslaug. Þá ætlar Áslaug að beina því til embættis Ríkislögreglustjóra að greina stöðuna eftir gagnrýni þess efnis að með lokun fangelsisins sé verið að draga úr getu lögreglunnar á Akureyri. Lögreglan hafi kallað eftir betra húsnæði en með því að loka fangelsinu sé mögulegt að stækka aðstöðuna á svæðinu. Hún segir ekki rétt að ákvörðunin stríði gegn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að færa opinber störf út á land líkt og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í skoðanagrein á Vísi í dag, enda standi til að ráða tvo fangaverði á Litla-Hraun í stað þeirra sem missa vinnu á Akureyri. Þau stöðugildi séu ekki á höfuðborgarsvæðinu heldur úti á landi. „Ég hef verið mér mjög vel meðvituð um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi flutning starfa út á land. Jafnframt því sem unnið hefur verið að framangreindri hagræðingu í fangelsiskerfinu hefur verið unnið að því í dómsmálaráðuneytinu að flytja störf undirstofnana ráðuneytisins út á landsbyggðina.“ Fangelsismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. 9. júlí 2020 12:00 Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið þungbæra ákvörðun að loka fangelsinu á Akureyri. Litið hafi verið til þess að fjármunir stofnunarinnar væru betur nýttir með því að fullnýta rými í öðrum fangelsum, enda hafi nýtingin verið undir 80 prósent á Akureyri. Frá þessu greinir Áslaug á Facebook þar sem kemur jafnframt fram að það hafi kostað um hundrað milljónir á ári að halda úti fangelsinu á Akureyri. Fangelsismálastofnun telur að með því að loka fangelsinu verði til svigrúm til að fullnýta um þrjátíu pláss í stóru fangelsunum. Fimm fastir starfsmenn hafi verið í fangelsinu og búið er að bjóða þeim vinnu í öðrum fangelsum. „Fyrir liggur að 75% fanga eru af stórhöfuðborgarsvæðinu og því er kostnaðarsamara fyrir aðstandendur þeirra að heimsækja þá. Að auki er ekki unnt að veita þeim sömu þjónustu t.d. sálfræðiþjónustu og í stóru fangelsunum,“ skrifar Áslaug. Þá ætlar Áslaug að beina því til embættis Ríkislögreglustjóra að greina stöðuna eftir gagnrýni þess efnis að með lokun fangelsisins sé verið að draga úr getu lögreglunnar á Akureyri. Lögreglan hafi kallað eftir betra húsnæði en með því að loka fangelsinu sé mögulegt að stækka aðstöðuna á svæðinu. Hún segir ekki rétt að ákvörðunin stríði gegn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að færa opinber störf út á land líkt og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í skoðanagrein á Vísi í dag, enda standi til að ráða tvo fangaverði á Litla-Hraun í stað þeirra sem missa vinnu á Akureyri. Þau stöðugildi séu ekki á höfuðborgarsvæðinu heldur úti á landi. „Ég hef verið mér mjög vel meðvituð um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi flutning starfa út á land. Jafnframt því sem unnið hefur verið að framangreindri hagræðingu í fangelsiskerfinu hefur verið unnið að því í dómsmálaráðuneytinu að flytja störf undirstofnana ráðuneytisins út á landsbyggðina.“
Fangelsismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. 9. júlí 2020 12:00 Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Opið bréf til dómsmálaráðherra Sæl Áslaug, ég freista þess að skrifa þér og hvetja þig til hverfa frá áformum um að loka fangelsinu á Akureyri. 9. júlí 2020 12:00
Loka fangelsinu á Akureyri Fangelsinu á Akureyri, minnstu rekstrareiningu Fangelsismálastofnunar, verður lokað. 6. júlí 2020 15:23