Laxveiðimenn með hland fyrir hjarta vegna dræmrar veiði Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2020 08:01 Og hann er ... ekki á. Getty/Klikk Vísir hefur heyrt í nokkrum laxveiðimönnum sem eru afar ósáttir við veiðina, hún sé langt undir væntingum. Einn leiðsögumaður hélt því blákalt fram við blaðamann að Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun hlyti að vera, bara í þessum orðum töluðum, að éta hatt sinn. Hann hefði margoft sagt að sumarið 2020 yrði fínt ár. En það er eitthvað annað komið á daginn. Nú er komið inn í mitt sumar og veiðin er víða afar dræm. Það stefni í skelfilega lélega laxveiði þetta sumarið heilt á litið. Spyrjum að leikslokum En Sigurður Már segist spurður ekki vera kominn með hníf og gaffal við hatt sinn. „Neinei, það er ég nú ekki. Laxveiðin er alltaf þannig, mikill breytileiki og miklir óvissuþættir sem enginn ræður við, sérstaklega það sem gerist í hafinu sem getur skekkt útkomu. Þó maður telji mikið hafi farið út af seyðum er óvissa um hvað kemur til baka. Það er nú það sem er skemmtilegt við þetta. Við spyrjum að leikslokum. Þetta ætti að vera komið í ljós eftir tvær til þrjár vikur,“ segir fiskifræðingurinn í samtali við Vísi. Helgi Björnsson söngvari og eiginkona hans Vilborg Halldórsdóttir leikkona voru fengin til að opna Norðurá. Helgi bar sig vel en það var Vilborg sem tók fyrsta laxinn, 74 sentimetra hrygnu sem veidd var á rauðan Elliða.visir/stöð2 Hann segir það rétt að laxinn hafi látið á sér standa sem komi á óvart. „Ég átti von á því að þetta yrði þokkalegasta sumar. En það er ekki öll von úti einn. Það hefur verið lítið vatn og sól og þá minnkar takan. Göngur eru ekki allar komnar inn. Næsti stóri straumur á að vera mjög góður smálaxastraumur. Aðeins of snemmt að dæma þetta sumar alveg úr leik,“ segir Sigurður Már og bendir á að þetta sé rétt að byrja. Og það hafi veiðst ágætlega víða og ekkert í líkingu við hamfarasumarið mikla í fyrra. Hörmungarárið í fyrra Laxveiði á stöng árið 2019 var sú minnsta á síðustu 20 árum og sú sjöunda lakasta frá árinu 1974. Verst var ástandið á Vesturlandi en vatn í ám var verulega lítið sem gerðu fiskum erfitt fyrir í uppgöngu og veiðimönnum við veiðar. Stangveiðin sumarið 2019 var samkvæmt skráningu á laxi í ám á Íslandi alls 29.218 laxar. Árið 2019 fer í sögubækur sem eitt versta laxveiðiár sögunnar. Veiðimenn horfðu því vonglaðir til þessa árs en svo virðist sem það ætli ekki að standa undir væntingum.getty/Cavan Images Ef nýjustu veiðitölur, sem sjá má á vef á vef Landssambands veiðifélaga, eru skoðaðar kemur í ljós að heilt yfir er veiðin dræm. Þar segir að veðurfar hafi verið einstaklega gott undanfarið en langvarandi úrkomuleysi, sólríkir bjartir dagar og mjög hlýtt veður sé nú farið að hafa neikvæð áhrif á vatnsbúskap sumra vatnakerfa og bera veiðitölur það þess merki að skilyrði til veiða hafi ekki verið með besta móti. „En það er ágætis veiði víða. Þetta er rétt að byrja,“ segir Sigurður Már og er vill sjá hvernig þetta endar áður en lengra er haldið. Ekki öll nótt úti enn „Horfurnar voru almennt ágætar, þetta átti að verða ágætis árgangur seyða sem fór út í fyrra enda er smálaxinn sem þó er að koma feitur og fallegur. Menn hafa verið að sjá töluvert af fiski í Langá, Elliðaám og fleiri ám. Menn sjá mikinn fisk en hann er að taka illa. ekki farið að reyna á þetta alveg ennþá hvernig þetta endar. Meira get ég ekki sagt í bili.“ View this post on Instagram A post shared by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig23) on Jun 3, 2017 at 1:52pm PDT Á myndinni hér ofar, sem finna má á Instagramsíðu Gylfa Sigurðssonar knattspyrnumanns, má sjá þá Gylfa og Einar í Norðurá. Gylfi með fallegan smálax en hann lætur á sér standa núna. Einar Sigfússon er gamalreyndur laxveiðifrömuður og hefur hann meðal annars séð um sölu laxveiðileyfa í Norðurá í Borgarfirði. „Við erum að binda vonir við næsta straum, von allra er að í þennan straum komi stærsta ganga sumarsins. Samkvæmt venju er það í fyrsta straumi í júlí, en víðast koma stóru göngurnar nokkrum dögum eftir þann straum. Við erum að binda vonir við að þetta komi á morgun eða hinn. Þegar þetta gerist er þetta eins og suðupottur, þá streymir inn fiskur,“ segir Einar í samtali við Vísi. Einar ætlar ekki að missa vonina alveg strax Þannig liggur því fyrir að nú ríkir mikil spenna meðal laxveiðimanna. Einar segir, eins og Sigurður Már, að nú sé minnkandi vatn, sól, hiti, blár himinn og þá sé fiskurinn hræddur. Og sé ekki að taka. „Þetta á eftir að skila sér. Allt sem mælir með því. Mikið af seyðum í góðu ástandi sem gengu út í sumar, fiskifræðingar spáðu góðu sumri, hafið hlýtt og öll ytri umgjörð ætti að vera í lagi. Einn meginóvinur laxins, hin mikla uppsjávarveiði en maður hefur heyrt að mikið af laxi hafi verið að koma í næturnar á vorin, því er ekki til að dreifa þetta árið. Ég ætla ekki að missa vonina alveg strax,“ segir Einar. Hann segir að það hafi legið fyrir að teknu tilliti til hrygningar sem átti að skila fiski á árnar í fyrra hafi verið lélegar. Og þegar vatnsleysið hafi bæst við hafi þetta verið erfitt. „Nú eru veðrabreytingar, spáir skúrum,“ segir Einar léttur; segist hengja hatt sinn á hvað sem er nú um stundir. „Við fáum gusu um helgina og þá er nú fljótt að breytast í okkur hljóðið.“ Fjallbrattur Óttar eigandi Haffjarðarár En svo sú saga sé sögð eins og hún er þá er ekki bölmóður um allar jarðir. Annar laxveiðifrömuður er Óttar Yngvason lögmaður, eigandi Haffjarðarár við Snæfellsnes. Óttar Yngvason, eigandi Haffjarðarár, má vel við una með veiðina í sinni á. Hann segir stöðuna góða.visir/stöð2 Óttar er fyrrverandi viðskiptafélagi Einars, þeir áttu Haffjarðará saman en fyrir tæpum tveimur árum keypti Óttar, eða fyrirtæki hans Geiteyri, hlut Einars og greiddi fyrir ríflega tvo milljarða króna; þá fyrir jarðir sem eiga helming veiðiréttar í ánni. Öfugt við aðra sem Vísir hefur rætt við um laxveiðina í ár er Óttar fjallbrattur. Hann getur enda vísað í nýjar veiðitölu sem sýna að Haffjarðará er með hæstu ám. Óttar segist hafa heyrt að víða hafi verið rýrt, og það tengist þá vatnsbúskap og veðurfari. „Þarna fyrir vestan er allt í góðu standi. Fín veiði, allt fullt af fiski. Eins og menn bjuggust við,“ segir Óttar. Hann segir að ef Rangár, þar sem seyðasleppingar eru, séu frátaldar og svo sé spurning með Þjórsá, séu Haffjarðará í fjórða eða fimmta sæti í landinu. „Hér er góð staða. Við byrjuðum seint og erum ekki með nema sex stangir í ánni. Þetta er góð staða,“ segir Óttar. Lax Stangveiði Tengdar fréttir Helgi Björns segir að í laxveiði beri sig allir vel Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. Fyrsti laxinn kom á land um klukkan 10 og segir Helgi að í laxveiði beri sig allir vel, eins og segir í lagatextanum. 4. júní 2020 20:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vísir hefur heyrt í nokkrum laxveiðimönnum sem eru afar ósáttir við veiðina, hún sé langt undir væntingum. Einn leiðsögumaður hélt því blákalt fram við blaðamann að Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun hlyti að vera, bara í þessum orðum töluðum, að éta hatt sinn. Hann hefði margoft sagt að sumarið 2020 yrði fínt ár. En það er eitthvað annað komið á daginn. Nú er komið inn í mitt sumar og veiðin er víða afar dræm. Það stefni í skelfilega lélega laxveiði þetta sumarið heilt á litið. Spyrjum að leikslokum En Sigurður Már segist spurður ekki vera kominn með hníf og gaffal við hatt sinn. „Neinei, það er ég nú ekki. Laxveiðin er alltaf þannig, mikill breytileiki og miklir óvissuþættir sem enginn ræður við, sérstaklega það sem gerist í hafinu sem getur skekkt útkomu. Þó maður telji mikið hafi farið út af seyðum er óvissa um hvað kemur til baka. Það er nú það sem er skemmtilegt við þetta. Við spyrjum að leikslokum. Þetta ætti að vera komið í ljós eftir tvær til þrjár vikur,“ segir fiskifræðingurinn í samtali við Vísi. Helgi Björnsson söngvari og eiginkona hans Vilborg Halldórsdóttir leikkona voru fengin til að opna Norðurá. Helgi bar sig vel en það var Vilborg sem tók fyrsta laxinn, 74 sentimetra hrygnu sem veidd var á rauðan Elliða.visir/stöð2 Hann segir það rétt að laxinn hafi látið á sér standa sem komi á óvart. „Ég átti von á því að þetta yrði þokkalegasta sumar. En það er ekki öll von úti einn. Það hefur verið lítið vatn og sól og þá minnkar takan. Göngur eru ekki allar komnar inn. Næsti stóri straumur á að vera mjög góður smálaxastraumur. Aðeins of snemmt að dæma þetta sumar alveg úr leik,“ segir Sigurður Már og bendir á að þetta sé rétt að byrja. Og það hafi veiðst ágætlega víða og ekkert í líkingu við hamfarasumarið mikla í fyrra. Hörmungarárið í fyrra Laxveiði á stöng árið 2019 var sú minnsta á síðustu 20 árum og sú sjöunda lakasta frá árinu 1974. Verst var ástandið á Vesturlandi en vatn í ám var verulega lítið sem gerðu fiskum erfitt fyrir í uppgöngu og veiðimönnum við veiðar. Stangveiðin sumarið 2019 var samkvæmt skráningu á laxi í ám á Íslandi alls 29.218 laxar. Árið 2019 fer í sögubækur sem eitt versta laxveiðiár sögunnar. Veiðimenn horfðu því vonglaðir til þessa árs en svo virðist sem það ætli ekki að standa undir væntingum.getty/Cavan Images Ef nýjustu veiðitölur, sem sjá má á vef á vef Landssambands veiðifélaga, eru skoðaðar kemur í ljós að heilt yfir er veiðin dræm. Þar segir að veðurfar hafi verið einstaklega gott undanfarið en langvarandi úrkomuleysi, sólríkir bjartir dagar og mjög hlýtt veður sé nú farið að hafa neikvæð áhrif á vatnsbúskap sumra vatnakerfa og bera veiðitölur það þess merki að skilyrði til veiða hafi ekki verið með besta móti. „En það er ágætis veiði víða. Þetta er rétt að byrja,“ segir Sigurður Már og er vill sjá hvernig þetta endar áður en lengra er haldið. Ekki öll nótt úti enn „Horfurnar voru almennt ágætar, þetta átti að verða ágætis árgangur seyða sem fór út í fyrra enda er smálaxinn sem þó er að koma feitur og fallegur. Menn hafa verið að sjá töluvert af fiski í Langá, Elliðaám og fleiri ám. Menn sjá mikinn fisk en hann er að taka illa. ekki farið að reyna á þetta alveg ennþá hvernig þetta endar. Meira get ég ekki sagt í bili.“ View this post on Instagram A post shared by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig23) on Jun 3, 2017 at 1:52pm PDT Á myndinni hér ofar, sem finna má á Instagramsíðu Gylfa Sigurðssonar knattspyrnumanns, má sjá þá Gylfa og Einar í Norðurá. Gylfi með fallegan smálax en hann lætur á sér standa núna. Einar Sigfússon er gamalreyndur laxveiðifrömuður og hefur hann meðal annars séð um sölu laxveiðileyfa í Norðurá í Borgarfirði. „Við erum að binda vonir við næsta straum, von allra er að í þennan straum komi stærsta ganga sumarsins. Samkvæmt venju er það í fyrsta straumi í júlí, en víðast koma stóru göngurnar nokkrum dögum eftir þann straum. Við erum að binda vonir við að þetta komi á morgun eða hinn. Þegar þetta gerist er þetta eins og suðupottur, þá streymir inn fiskur,“ segir Einar í samtali við Vísi. Einar ætlar ekki að missa vonina alveg strax Þannig liggur því fyrir að nú ríkir mikil spenna meðal laxveiðimanna. Einar segir, eins og Sigurður Már, að nú sé minnkandi vatn, sól, hiti, blár himinn og þá sé fiskurinn hræddur. Og sé ekki að taka. „Þetta á eftir að skila sér. Allt sem mælir með því. Mikið af seyðum í góðu ástandi sem gengu út í sumar, fiskifræðingar spáðu góðu sumri, hafið hlýtt og öll ytri umgjörð ætti að vera í lagi. Einn meginóvinur laxins, hin mikla uppsjávarveiði en maður hefur heyrt að mikið af laxi hafi verið að koma í næturnar á vorin, því er ekki til að dreifa þetta árið. Ég ætla ekki að missa vonina alveg strax,“ segir Einar. Hann segir að það hafi legið fyrir að teknu tilliti til hrygningar sem átti að skila fiski á árnar í fyrra hafi verið lélegar. Og þegar vatnsleysið hafi bæst við hafi þetta verið erfitt. „Nú eru veðrabreytingar, spáir skúrum,“ segir Einar léttur; segist hengja hatt sinn á hvað sem er nú um stundir. „Við fáum gusu um helgina og þá er nú fljótt að breytast í okkur hljóðið.“ Fjallbrattur Óttar eigandi Haffjarðarár En svo sú saga sé sögð eins og hún er þá er ekki bölmóður um allar jarðir. Annar laxveiðifrömuður er Óttar Yngvason lögmaður, eigandi Haffjarðarár við Snæfellsnes. Óttar Yngvason, eigandi Haffjarðarár, má vel við una með veiðina í sinni á. Hann segir stöðuna góða.visir/stöð2 Óttar er fyrrverandi viðskiptafélagi Einars, þeir áttu Haffjarðará saman en fyrir tæpum tveimur árum keypti Óttar, eða fyrirtæki hans Geiteyri, hlut Einars og greiddi fyrir ríflega tvo milljarða króna; þá fyrir jarðir sem eiga helming veiðiréttar í ánni. Öfugt við aðra sem Vísir hefur rætt við um laxveiðina í ár er Óttar fjallbrattur. Hann getur enda vísað í nýjar veiðitölu sem sýna að Haffjarðará er með hæstu ám. Óttar segist hafa heyrt að víða hafi verið rýrt, og það tengist þá vatnsbúskap og veðurfari. „Þarna fyrir vestan er allt í góðu standi. Fín veiði, allt fullt af fiski. Eins og menn bjuggust við,“ segir Óttar. Hann segir að ef Rangár, þar sem seyðasleppingar eru, séu frátaldar og svo sé spurning með Þjórsá, séu Haffjarðará í fjórða eða fimmta sæti í landinu. „Hér er góð staða. Við byrjuðum seint og erum ekki með nema sex stangir í ánni. Þetta er góð staða,“ segir Óttar.
Lax Stangveiði Tengdar fréttir Helgi Björns segir að í laxveiði beri sig allir vel Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. Fyrsti laxinn kom á land um klukkan 10 og segir Helgi að í laxveiði beri sig allir vel, eins og segir í lagatextanum. 4. júní 2020 20:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Helgi Björns segir að í laxveiði beri sig allir vel Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona opnuðu Norðurá í Borgarfirði klukkan átta í morgun. Fyrsti laxinn kom á land um klukkan 10 og segir Helgi að í laxveiði beri sig allir vel, eins og segir í lagatextanum. 4. júní 2020 20:30