Flugfreyjur og Icelandair á fund ríkissáttasemjara í dag Telma Tómasson skrifar 10. júlí 2020 07:00 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Í forgrunni má sjá Guðlaugu Líney, formann FFÍ, en myndin er tekin í síðustu lotu samningaviðræðna FFÍ og Icelandair. Niðurstaða þeirrar lotu var samningur sem FFÍ felldi. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný, eftir að flugfreyjufélagið felldi kjarasamning á miðvikudag sem hafði verið undirritaður 25. júní eftir langar og strangar viðræður. Eftir að samningurinn var felldur sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að samningurinn hafi verið sá besti sem bauðst og það hafi verið vonbrigði að hann hafi verið felldur. Sagði Bogi að með samningnum hefði verið gengið eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ og að staðan væri ekki góð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að það væri öllum til heilla ef Icelandair bakkaði með sínar ítrustu hagræðingarkröfur gagnvart flugfreyjum og gengið yrði frá nýjum samningi. Hún sagði hagræðingarkröfu Icelandair snerta tugi atriða. Í megindráttum væri verið að krefjast aukins vinnuframlags fyrir sömu laun, skerðinga á hvíldartíma og breytinga á vaktafyrirkomulagi. Samningaviðræður FFÍ og SA, fyrir hönd Icelandair, voru sagðar mjög flóknar enda kom hagræðingaferli Icelandair inn í samningsgerðina, en samningar við stéttarfélög eru meðal lykilatriða í fjárhagslegri endurskipulagningu flugfélagsins sem nú stendur yfir. Ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að farið yrði yfir málið á ný, það greint og reynt að finna nýjan flöt. Hann sagðist þess fullviss að allir myndu gera sitt besta til að ná saman. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný, eftir að flugfreyjufélagið felldi kjarasamning á miðvikudag sem hafði verið undirritaður 25. júní eftir langar og strangar viðræður. Eftir að samningurinn var felldur sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að samningurinn hafi verið sá besti sem bauðst og það hafi verið vonbrigði að hann hafi verið felldur. Sagði Bogi að með samningnum hefði verið gengið eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ og að staðan væri ekki góð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að það væri öllum til heilla ef Icelandair bakkaði með sínar ítrustu hagræðingarkröfur gagnvart flugfreyjum og gengið yrði frá nýjum samningi. Hún sagði hagræðingarkröfu Icelandair snerta tugi atriða. Í megindráttum væri verið að krefjast aukins vinnuframlags fyrir sömu laun, skerðinga á hvíldartíma og breytinga á vaktafyrirkomulagi. Samningaviðræður FFÍ og SA, fyrir hönd Icelandair, voru sagðar mjög flóknar enda kom hagræðingaferli Icelandair inn í samningsgerðina, en samningar við stéttarfélög eru meðal lykilatriða í fjárhagslegri endurskipulagningu flugfélagsins sem nú stendur yfir. Ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að farið yrði yfir málið á ný, það greint og reynt að finna nýjan flöt. Hann sagðist þess fullviss að allir myndu gera sitt besta til að ná saman. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira