Facebook sagt íhuga að banna stjórnmálaauglýsingar Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 19:59 Hatursorðræða og upplýsingafals hefur fengið að grassera á Facebook. Hundruð auglýsenda sniðganga nú fyrirtækið vegna stefnu þess. Vísir/EPA Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir íhuga möguleikann að bann stjórnmálaauglýsingar á miðlinum síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Facebook hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir stefnu sína gagnvart upplýsingafalsi. Ekkert hefur verið ákveðið með mögulegt auglýsingabann sem er enn til umræðu innanhúss hjá Facebook, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Slíkt bann er talið geta dregið úr misvísandi fullyrðingum um kosningarnar síðustu dagana fyrir kjördag. Áhyggjur eru aftur á móti innan Facebook af því að bann gæti komið niður á hópum sem reyna að fá fólk til að kjósa og stjórnmálamönnum sem vilja bregðast við fjölmiðlaumfjöllun eða nýjum upplýsingum. Gagnrýni á stefnu Facebook hefur komið úr ýmsum áttum undanfarin ár. Fyrirtækið hefur fengið bágt fyrir að leyfa miðlinum að verða að gróðrarstíu lyga og samsæriskenninga fyrir þýðingarmiklar kosningar í Bandaríkjunum og Bretlandi fyrir fjórum árum. Facebook undanskilur einnig auglýsingar stjórnmálamanna eða framboðs þeirra staðreyndavöktun. Á sama tíma hafa hægrimenn í Bandaríkjunum sakað samfélagsmiðlafyrirtæki um að „þagga niður“ í íhaldsmönnum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars gripið til aðgerða til þess að ná sér niður á fyrirtækjunum vegna þess að Twitter takmarkaði aðgang að umdeildum tístum hans. Hann hefur einnig hótað að láta loka samfélagsmiðlum. Hundruð auglýsenda sniðganga nú Facebook til þess að mótmæla stefnu þess gagnvart hatursorðræðu og upplýsingafalsi á miðlinum. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31 Starfsmenn Facebook ósáttir við afskiptaleysi af færslum Trump Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag. 2. júní 2020 10:58 Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir íhuga möguleikann að bann stjórnmálaauglýsingar á miðlinum síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Facebook hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir stefnu sína gagnvart upplýsingafalsi. Ekkert hefur verið ákveðið með mögulegt auglýsingabann sem er enn til umræðu innanhúss hjá Facebook, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Slíkt bann er talið geta dregið úr misvísandi fullyrðingum um kosningarnar síðustu dagana fyrir kjördag. Áhyggjur eru aftur á móti innan Facebook af því að bann gæti komið niður á hópum sem reyna að fá fólk til að kjósa og stjórnmálamönnum sem vilja bregðast við fjölmiðlaumfjöllun eða nýjum upplýsingum. Gagnrýni á stefnu Facebook hefur komið úr ýmsum áttum undanfarin ár. Fyrirtækið hefur fengið bágt fyrir að leyfa miðlinum að verða að gróðrarstíu lyga og samsæriskenninga fyrir þýðingarmiklar kosningar í Bandaríkjunum og Bretlandi fyrir fjórum árum. Facebook undanskilur einnig auglýsingar stjórnmálamanna eða framboðs þeirra staðreyndavöktun. Á sama tíma hafa hægrimenn í Bandaríkjunum sakað samfélagsmiðlafyrirtæki um að „þagga niður“ í íhaldsmönnum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars gripið til aðgerða til þess að ná sér niður á fyrirtækjunum vegna þess að Twitter takmarkaði aðgang að umdeildum tístum hans. Hann hefur einnig hótað að láta loka samfélagsmiðlum. Hundruð auglýsenda sniðganga nú Facebook til þess að mótmæla stefnu þess gagnvart hatursorðræðu og upplýsingafalsi á miðlinum.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31 Starfsmenn Facebook ósáttir við afskiptaleysi af færslum Trump Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag. 2. júní 2020 10:58 Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31
Starfsmenn Facebook ósáttir við afskiptaleysi af færslum Trump Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag. 2. júní 2020 10:58
Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51