Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2020 18:40 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, á blaðamannafundi vegna brunans á Bræðraborgarstíg 1. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. Sautján dagar eru nú liðnir frá brunanum á Bræðraborgarstíg þar sem þrír pólskir ríkisborgarar fórust. Athygli vakti að 73 voru með lögheimili í húsinu og í framhaldinu gerði slökkviliðið á höfuðborgsvæðinu úttekt á húsnæði þar sem grunsamlega mörg voru skráð til heimilis. „Það sem hefur staðið upp úr [í úttektinni] er þessi mikli fjöldi sem er skráður til búsetu í hin ýmsu úrræði,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Léleg skráning flæki slökkvistarf Komið hafi á daginn að í mörgum tilfellum hafi raunverulegur íbúafjöldi ekki verið í samræmi við lögheimilisskráningu. Umtalsvert færri hafi búið í húsunum en skráningin sagði til um. „Það virðist vera eins og eigendur eða forráðamenn vinni ekki jafnt og þétt í því að afskrá fólk úr húsnæði, eins og það gleymist eitthvað,“ segir Jón Viðar og bætir við að það skipti slökkviliðið töluverðu máli að það sé gert. Mismunurinn geti skapað óþægindi fyrir slökkviliðið. „Því við nýtum okkur þjóðskrá í sumum okkar verkefnum til þess að átta okkur á íbúafjölda í húsnæði,“ segir Jón Viðar. „Segjum að það komi upp eldur í húsnæði, einbýlishúsi eða blokk, þá þurfum við að átta okkur á umfanginu. Ef það er mikil misskráning þarna þá getur það verið óþægilegt fyrir okkur.“ Athugun slökkviliðsins leiddi jafnframt í ljós að brunavörnum var víða ábótavant. „Stundum hefur verið hægt að ganga í verkið og bæta brunavarnir. Síðan hefur líka komið upp að menn hafa hreinlega ákveðið að leggja af notkun húsnæðis,“ segir Jón Viðar og bætir við að þar hafi verið um að ræða húsnæði þar sem fólk hafði búsetu. Öllum til bóta að fylgja reglum Jón Viðar segir slökkviliðið hafa vitneskju um að víða búi fólk í ósamþykktu húsnæði. Slökkviliðið hafi fylgst með slíku húsnæði, bæði fyrir og eftir brunann á Bræðraborgarstíg. „Það verður að segjast að þessi hörmulegi atburður slær alla kröftuglega og kemur við fólk.“ Hann vill því brýna fyrir eigendum húsnæðis að á þeim hvíli kröfur. „Ef þeir breyta húsnæðinu eða breyta notkun þess þá verða þeir að sækja um nýtt byggingaleyfi og fá samþykki fyrir þeim áformum sem þeir eru með.“ Slökkviliðið komi þá að því ferli, sem umsagnaraðili um eldvarnir - „og það er mikilvægt að löggjöfinni sé fylgt,“ segir Jón Viðar. „Það er öllum til bóta.“ Viðbrögð og störf slökkviliðs rannsökuð Rannsókn á brunanum á Bræðraborgastíg stendur enn yfir af hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og má vænta niðurstöðu innan nokkurra mánaða. Aðspurður um aðkomu slökkviliðsins segir Jón Viðar að sitt fólk hafi fundað með fulltrúum stofnunarinnar, sem hafi kallað eftir gögnum frá slökkviliðinu, og fleiri fundir séu fyrirhugaðir. Allir þættir málsins séu til skoðunar að sögn Jóns Viðars. „Viðbrögð okkar, störf okkar á vettvangi, húsnæðið og fleira. Það er í rauninni verið að kanna allt - sem er mjög mikilvægt fyrir okkur að sé gert. Það vilja náttúrulega allir læra af þessum atburði,“ segir Jón Viðar. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. Sautján dagar eru nú liðnir frá brunanum á Bræðraborgarstíg þar sem þrír pólskir ríkisborgarar fórust. Athygli vakti að 73 voru með lögheimili í húsinu og í framhaldinu gerði slökkviliðið á höfuðborgsvæðinu úttekt á húsnæði þar sem grunsamlega mörg voru skráð til heimilis. „Það sem hefur staðið upp úr [í úttektinni] er þessi mikli fjöldi sem er skráður til búsetu í hin ýmsu úrræði,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Léleg skráning flæki slökkvistarf Komið hafi á daginn að í mörgum tilfellum hafi raunverulegur íbúafjöldi ekki verið í samræmi við lögheimilisskráningu. Umtalsvert færri hafi búið í húsunum en skráningin sagði til um. „Það virðist vera eins og eigendur eða forráðamenn vinni ekki jafnt og þétt í því að afskrá fólk úr húsnæði, eins og það gleymist eitthvað,“ segir Jón Viðar og bætir við að það skipti slökkviliðið töluverðu máli að það sé gert. Mismunurinn geti skapað óþægindi fyrir slökkviliðið. „Því við nýtum okkur þjóðskrá í sumum okkar verkefnum til þess að átta okkur á íbúafjölda í húsnæði,“ segir Jón Viðar. „Segjum að það komi upp eldur í húsnæði, einbýlishúsi eða blokk, þá þurfum við að átta okkur á umfanginu. Ef það er mikil misskráning þarna þá getur það verið óþægilegt fyrir okkur.“ Athugun slökkviliðsins leiddi jafnframt í ljós að brunavörnum var víða ábótavant. „Stundum hefur verið hægt að ganga í verkið og bæta brunavarnir. Síðan hefur líka komið upp að menn hafa hreinlega ákveðið að leggja af notkun húsnæðis,“ segir Jón Viðar og bætir við að þar hafi verið um að ræða húsnæði þar sem fólk hafði búsetu. Öllum til bóta að fylgja reglum Jón Viðar segir slökkviliðið hafa vitneskju um að víða búi fólk í ósamþykktu húsnæði. Slökkviliðið hafi fylgst með slíku húsnæði, bæði fyrir og eftir brunann á Bræðraborgarstíg. „Það verður að segjast að þessi hörmulegi atburður slær alla kröftuglega og kemur við fólk.“ Hann vill því brýna fyrir eigendum húsnæðis að á þeim hvíli kröfur. „Ef þeir breyta húsnæðinu eða breyta notkun þess þá verða þeir að sækja um nýtt byggingaleyfi og fá samþykki fyrir þeim áformum sem þeir eru með.“ Slökkviliðið komi þá að því ferli, sem umsagnaraðili um eldvarnir - „og það er mikilvægt að löggjöfinni sé fylgt,“ segir Jón Viðar. „Það er öllum til bóta.“ Viðbrögð og störf slökkviliðs rannsökuð Rannsókn á brunanum á Bræðraborgastíg stendur enn yfir af hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og má vænta niðurstöðu innan nokkurra mánaða. Aðspurður um aðkomu slökkviliðsins segir Jón Viðar að sitt fólk hafi fundað með fulltrúum stofnunarinnar, sem hafi kallað eftir gögnum frá slökkviliðinu, og fleiri fundir séu fyrirhugaðir. Allir þættir málsins séu til skoðunar að sögn Jóns Viðars. „Viðbrögð okkar, störf okkar á vettvangi, húsnæðið og fleira. Það er í rauninni verið að kanna allt - sem er mjög mikilvægt fyrir okkur að sé gert. Það vilja náttúrulega allir læra af þessum atburði,“ segir Jón Viðar.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira