Guðlaug Edda: Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2020 19:20 Guðlaug Edda segir þetta nýjan veruleika fyrir afreksíþróttafólk hér á landi. Mynd/Stöð 2 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautakona, ræddi nýjan raunveruleika afreksíþrótta-fólks sem þarf nú að vera virkt á samfélagsmiðlum til að fá styrki og fjárhagslega aðstoð frá fyrirtækjum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við Guðlaugu Eddu fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Innslagið í heild sinni má sjá hér neðan. Klippa: Guðlaug Edda: Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna Fyrr í þessum mánuði birti móðir hennar færslu á Facebook-síðu sinni sem ætluð vinum og ættingjum Guðlaugar þar sem hún biðlar til þeirra að fylgja dóttur sinni á samfélagsmiðlinum Instagram. Færslan vakti mikla athygli en hún snýr að því að fyrirtæki hafi neitað Guðlaugu um styrki þar sem hún er ekki nægilega „vinsæl“ á Instagram. „Ég var sem sagt búin að fá skilaboð frá sumum fyrirtækjum að það væri ekki hægt að styrkja mig eða veita mér aðstoð því ég væri ekki með nægilega marga fylgjendur á Instagram,“ sagði Guðlaug Edda við Júlíönu Þóru er þær ræddu saman í dag. „Okkur brá ekkert smá mikið yfir viðbrögðunum sem þessi póstur fékk. Þessu var deilt út um allt og fór mun lengra en við ætluðum,“ sagði Guðlaug sem er kominn með þrjú þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Guðlaug Edda er einu sæti frá Ólympíusæti eins og staðan er í dag en engar fleiri keppnir verða fyrir Ólympíuleikana. Hún segir það tímafrekt að þurfa að sinna samfélagsmiðlum. „Bara vegna þess að við erum að einbeita okkur svo mikið að æfingum. Það skiptir svo miklu máli að allt sé fullkomið fyrir æfingar og keppnir svo maður hefur ekki mikinn tíma til þess að vera taka myndir og deila. Maður reynir að gera eins mikið og maður getur en það er aðallega í kringum keppnir og undirbúning.“ „Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna og við afreksíþróttafólk þurfum að reyna að aðlagast því á einhvern hátt. Þurfum að reyna átta okkur á hvernig við getum gefið til baka til fólks þrátt fyrir að það sé ekki endilega sem Instagram-stjörnur heldur meira sem fyrirmyndir,“ sagði Guðlaug Edda að lokum. Frjálsar íþróttir Íþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Sjá meira
Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautakona, ræddi nýjan raunveruleika afreksíþrótta-fólks sem þarf nú að vera virkt á samfélagsmiðlum til að fá styrki og fjárhagslega aðstoð frá fyrirtækjum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við Guðlaugu Eddu fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Innslagið í heild sinni má sjá hér neðan. Klippa: Guðlaug Edda: Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna Fyrr í þessum mánuði birti móðir hennar færslu á Facebook-síðu sinni sem ætluð vinum og ættingjum Guðlaugar þar sem hún biðlar til þeirra að fylgja dóttur sinni á samfélagsmiðlinum Instagram. Færslan vakti mikla athygli en hún snýr að því að fyrirtæki hafi neitað Guðlaugu um styrki þar sem hún er ekki nægilega „vinsæl“ á Instagram. „Ég var sem sagt búin að fá skilaboð frá sumum fyrirtækjum að það væri ekki hægt að styrkja mig eða veita mér aðstoð því ég væri ekki með nægilega marga fylgjendur á Instagram,“ sagði Guðlaug Edda við Júlíönu Þóru er þær ræddu saman í dag. „Okkur brá ekkert smá mikið yfir viðbrögðunum sem þessi póstur fékk. Þessu var deilt út um allt og fór mun lengra en við ætluðum,“ sagði Guðlaug sem er kominn með þrjú þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Guðlaug Edda er einu sæti frá Ólympíusæti eins og staðan er í dag en engar fleiri keppnir verða fyrir Ólympíuleikana. Hún segir það tímafrekt að þurfa að sinna samfélagsmiðlum. „Bara vegna þess að við erum að einbeita okkur svo mikið að æfingum. Það skiptir svo miklu máli að allt sé fullkomið fyrir æfingar og keppnir svo maður hefur ekki mikinn tíma til þess að vera taka myndir og deila. Maður reynir að gera eins mikið og maður getur en það er aðallega í kringum keppnir og undirbúning.“ „Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna og við afreksíþróttafólk þurfum að reyna að aðlagast því á einhvern hátt. Þurfum að reyna átta okkur á hvernig við getum gefið til baka til fólks þrátt fyrir að það sé ekki endilega sem Instagram-stjörnur heldur meira sem fyrirmyndir,“ sagði Guðlaug Edda að lokum.
Frjálsar íþróttir Íþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Sjá meira