Guðlaug Edda safnar Íslandsmeistaratitlum þessa dagana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 12:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir er að safna Íslandsmeistaratitlum þessa dagana. Skjámynd/Instagram Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær Íslandsmeistari í sprettþraut og vann sinn annan Íslandsmeistaratitil í júlímánuði. Guðlaug Edda Hannesdóttir er í sumar að keppa í sínum fyrstu þrautum á Íslandi en hún hefur undanfarin ár keppt eingöngu erlendis. Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt miklu fyrir marga og þar á meðal fyrir Eddu sem var á fullu að safna sér stigum inn á Ólympíuleikana í Tókýó. Guðlaug Edda er í frábæru formi þessa dagana þrátt fyrir skrítnar aðstæður vegna COVID-19 og sýndi það með glæsilegri sprettþraut sinni í Hafnarfirði í gær. Guðlaug Edda sagði frá þrautinni á Instagram síðu sinni sem og að hún hafi endað í þriðja sæti af öllum sem þýðir aðeins tveir karlar náðu að klára á undan Eddu. Guðlaug Edda kom líka í mark á minna en klukkutíma því sigurtími hennar var 59 mínútur og 35 sekúndur. Sprettþrautin í Hafnarfirði í gær innihélt 750 metra sund, 20 kílómetra á hjóli og svo að lokum 5 kílómetra hlaup. Vegalengdin er stöðluð hálf-ólympísk vegalengd. Guðlaug Edda kláraði sundið á 9 mínútum og 22 sekúndum og var búin með hjólahlutann eftir 31 mínútu og 27 sekúndu. Guðlaug Edda var að vinna sinn annan Íslandsmeistaratitil á einni viku því um síðustu helgi varð hún Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi. Hún kláraði þá á tímanum 34:55 mínútum sem er annar besti tími íslenskrar konu frá upphafi. View this post on Instagram Íslandsmeistari í sprettþraut á 59:35 ?? Var líka þriðja overall (af konum og körlum) ????????Elska þríþraut, elska að keppa og elska Ísland ?? A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo´ttir (@eddahannesd) on Jul 12, 2020 at 6:32am PDT Þríþraut Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær Íslandsmeistari í sprettþraut og vann sinn annan Íslandsmeistaratitil í júlímánuði. Guðlaug Edda Hannesdóttir er í sumar að keppa í sínum fyrstu þrautum á Íslandi en hún hefur undanfarin ár keppt eingöngu erlendis. Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt miklu fyrir marga og þar á meðal fyrir Eddu sem var á fullu að safna sér stigum inn á Ólympíuleikana í Tókýó. Guðlaug Edda er í frábæru formi þessa dagana þrátt fyrir skrítnar aðstæður vegna COVID-19 og sýndi það með glæsilegri sprettþraut sinni í Hafnarfirði í gær. Guðlaug Edda sagði frá þrautinni á Instagram síðu sinni sem og að hún hafi endað í þriðja sæti af öllum sem þýðir aðeins tveir karlar náðu að klára á undan Eddu. Guðlaug Edda kom líka í mark á minna en klukkutíma því sigurtími hennar var 59 mínútur og 35 sekúndur. Sprettþrautin í Hafnarfirði í gær innihélt 750 metra sund, 20 kílómetra á hjóli og svo að lokum 5 kílómetra hlaup. Vegalengdin er stöðluð hálf-ólympísk vegalengd. Guðlaug Edda kláraði sundið á 9 mínútum og 22 sekúndum og var búin með hjólahlutann eftir 31 mínútu og 27 sekúndu. Guðlaug Edda var að vinna sinn annan Íslandsmeistaratitil á einni viku því um síðustu helgi varð hún Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi. Hún kláraði þá á tímanum 34:55 mínútum sem er annar besti tími íslenskrar konu frá upphafi. View this post on Instagram Íslandsmeistari í sprettþraut á 59:35 ?? Var líka þriðja overall (af konum og körlum) ????????Elska þríþraut, elska að keppa og elska Ísland ?? A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo´ttir (@eddahannesd) on Jul 12, 2020 at 6:32am PDT
Þríþraut Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira