„Við förum bara heim og vöknum með ástvinum okkar og höldum áfram lífinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 13. júlí 2020 21:41 Óskar á hliðarlínunni í kvöld. vísir/bára Það var kanski vitað mál að Óskar Hrafn þjálfari Blika myndi ekki vera brosandi þegar blaðamaður náði tali af honum og það varð raunin. „Það má segja það, við vorum ekki tilbúnir og vorum ólíkir sjálfum okkar í fyrri hálfleik og gerðum okkur mjög erfitt fyrir með því hvernig við byrjuðum leikinn,“ sagði Óskar þegar hann var spurður að því hvort að hans menn hafi ekki verið tilbúnir í leikinn. KR hafa verið þekktir fyrir að stýra leikjum sem þeir komast yfir í og var Óskar spurður að því hvort sú hafi verið raunin í kvöld að hans menn hafi ekki fundið lausnir á leik KR. „Jú jú, KR eru frábærir og mikið búið að tala um það að þeir megi ekki komast yfir og ég tek ekkert af KR-ingum en við virkuðum þreyttir, þungir og orkulausir. Við virkuðum líka pínu stressaðir og ég átta mig ekki alveg á því hvort leikjaálagið sé farið að hafa áhrif í þessum leik.“ „Ég var hæstánægður með seinni hálfleikinn hjá okkur og við hefðum alveg getað jafnað leikinn ef að því er að skipta. Fyrri hálfleikurinn samt með því daprasta sem við höfum sýnt.“ Óskar var þá spurður að því hvort KR hafi grætt á því fyrir þennan leik að hafa fengið hvíld í seinustu umferð. Þjálfari Blika var ekki alveg á því „Þú segir það en ég ætla ekkert að dæma um það. Sumir spila þrjá leiki á sjö dögum á meðan aðrir spila einn þannig að já já það hjálpar til. Það er búið að vera mikið álag á okkur en við getum ekki notað það sem afsökun. Það er bara eins og það er en hvort það er hluti af skýringunni á því að við vorum seinir úr startholunum. Eftir stendur að KR-ingar voru betri en við og unnu þennan leik.“ „Ég þarf náttúrlega bara að segja við þá að þetta var bara fótboltaleikur sem tapaðist. Það gerðist ekkert meira og við förum bara heim og vöknum með ástvinum okkar og höldum áfram lífinu. Ég hef svo sem engar áhyggjur af þessum drengjum, þeir eru mannlegir og menn eru ekki alltaf í sínu allra allra besta formi. Það er bara leiðinlegt að það hafi verið í dag í fyrri hálfleik en þú stjórnar því ekki“, sagði Óskar að lokum en hann var spurður að því hvað hann þurfi að segja við strákana sína. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 2-1 | Meistararnir sýndu klærnar KR er komið á topp Pepsi Max-deildar karla í kvöld eftir sigur á Breiðabliki í kvöld. 13. júlí 2020 21:05 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Það var kanski vitað mál að Óskar Hrafn þjálfari Blika myndi ekki vera brosandi þegar blaðamaður náði tali af honum og það varð raunin. „Það má segja það, við vorum ekki tilbúnir og vorum ólíkir sjálfum okkar í fyrri hálfleik og gerðum okkur mjög erfitt fyrir með því hvernig við byrjuðum leikinn,“ sagði Óskar þegar hann var spurður að því hvort að hans menn hafi ekki verið tilbúnir í leikinn. KR hafa verið þekktir fyrir að stýra leikjum sem þeir komast yfir í og var Óskar spurður að því hvort sú hafi verið raunin í kvöld að hans menn hafi ekki fundið lausnir á leik KR. „Jú jú, KR eru frábærir og mikið búið að tala um það að þeir megi ekki komast yfir og ég tek ekkert af KR-ingum en við virkuðum þreyttir, þungir og orkulausir. Við virkuðum líka pínu stressaðir og ég átta mig ekki alveg á því hvort leikjaálagið sé farið að hafa áhrif í þessum leik.“ „Ég var hæstánægður með seinni hálfleikinn hjá okkur og við hefðum alveg getað jafnað leikinn ef að því er að skipta. Fyrri hálfleikurinn samt með því daprasta sem við höfum sýnt.“ Óskar var þá spurður að því hvort KR hafi grætt á því fyrir þennan leik að hafa fengið hvíld í seinustu umferð. Þjálfari Blika var ekki alveg á því „Þú segir það en ég ætla ekkert að dæma um það. Sumir spila þrjá leiki á sjö dögum á meðan aðrir spila einn þannig að já já það hjálpar til. Það er búið að vera mikið álag á okkur en við getum ekki notað það sem afsökun. Það er bara eins og það er en hvort það er hluti af skýringunni á því að við vorum seinir úr startholunum. Eftir stendur að KR-ingar voru betri en við og unnu þennan leik.“ „Ég þarf náttúrlega bara að segja við þá að þetta var bara fótboltaleikur sem tapaðist. Það gerðist ekkert meira og við förum bara heim og vöknum með ástvinum okkar og höldum áfram lífinu. Ég hef svo sem engar áhyggjur af þessum drengjum, þeir eru mannlegir og menn eru ekki alltaf í sínu allra allra besta formi. Það er bara leiðinlegt að það hafi verið í dag í fyrri hálfleik en þú stjórnar því ekki“, sagði Óskar að lokum en hann var spurður að því hvað hann þurfi að segja við strákana sína.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 2-1 | Meistararnir sýndu klærnar KR er komið á topp Pepsi Max-deildar karla í kvöld eftir sigur á Breiðabliki í kvöld. 13. júlí 2020 21:05 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Leik lokið: KR - Breiðablik 2-1 | Meistararnir sýndu klærnar KR er komið á topp Pepsi Max-deildar karla í kvöld eftir sigur á Breiðabliki í kvöld. 13. júlí 2020 21:05
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann