Hafþór Júlíus Björnsson vill prófa það að glíma við Gunnar Nelson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson og Gunnar Nelson. Samsett/Skjámynd og Getty Gunnar Nelson ætlar að hjálpa Fjallinu við undirbúninginn fyrir komandi boxbardaga við Eddie Hall. Þeir ætla jafnvel að glíma sem margir vildu örugglega fá að fylgjast með. Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að fá að sækja í reynslubanka bardagamannsins Gunnars Nelson nú þegar hann vinnur markvisst af því að verða bardagamaður sjálfur. Gunnar Nelson er farsælasti bardagamaður Íslendinga og er þekktari fyrir snilli sína í gólfinu en hefur örugglega mörg góð ráð þegar kemur að því að láta hnefana tala í búrinu. Kraftamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið úr Game of Thrones ætlar í hnefaleikahringinn á móti Eddie Hall á næsta ári og það fer ekkert á milli mála að íslenski kraftajötuninn og fyrrum sterkasti maður heims setur mikinn metnað í undirbúning sinn. Hafþór hefur fengið að æfa með íslenskum íþróttastjörnum að undanförnu eins og Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvini Páli Gústavssyni. Hafþór boðaði fleiri slíkar æfingar á næstunni og ætlar að halda áfram að kynna sér þjálfunaraðferðir og hugarfar íslenskra íþróttastjarna. Hafþór Júlíus gaf það út á Youtube síðu sinni að hann væri búinn að fá vilyrði frá Gunnari Nelson um að fá að hitta hann á æfingu. Hvort þeir mætist í búrinu verður að koma í ljós en það er auðvitað gríðarlegur hæðar- og þyngdarmunur á þeim félögum. „Ég talaði við Gunnar Nelson og hann er til í það að hitta mig. Fyrir þá sem þekkja hann ekki þá er hann UFC goðsögn og einn af þeim bestu hér á Íslandi,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en það má sjá það hér fyrir neðan. watch on YouTube Hafþór sýnir frá lyftingaæfingu sinni í myndbandinu en ræðir einnig það sem er fram undan á æfingunni með Gunnari Nelson. „Hann er mjög öflugur. Það er gott fyrir mig að fá að hitta hann og æfa með honum. Ég vil læra af honum því hann hefur verið bardagamaður í mjög langan tíma,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég prófa jafnvel að glíma við hann, svona til gamans. Hann er eins og snákur og með svarta beltið í jiu-jitsu. Það verðu mjög áhugavert að sjá hvort minn styrkur eigi einhvern möguleika. Hann þekkir tæknina svo vel og kann að nota líkmann sinn svo vel. Hann er einn sá besti í heimi í gólfinu og það verður því mjög áhugavert að sjá hvort kraftur geti gert eitthvað á móti manni eins og honum,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus ræddi það líka í myndbandinu af hverju hann sýnir ekki mikið af hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. „Hnefaleikaæfingar eru nýjar fyrir mér og ég þarf fulla einbeitingu við þær. Þess vegna vil ég að myndavélarnar séu ekki að trufla mig þar. Það er í fínu lagi að þær séu á lyftingaræfingunum enda er ég hef stundað þær í tíu ár og þekki allt út og inn,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. Box MMA Kraftlyftingar Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Sjá meira
Gunnar Nelson ætlar að hjálpa Fjallinu við undirbúninginn fyrir komandi boxbardaga við Eddie Hall. Þeir ætla jafnvel að glíma sem margir vildu örugglega fá að fylgjast með. Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að fá að sækja í reynslubanka bardagamannsins Gunnars Nelson nú þegar hann vinnur markvisst af því að verða bardagamaður sjálfur. Gunnar Nelson er farsælasti bardagamaður Íslendinga og er þekktari fyrir snilli sína í gólfinu en hefur örugglega mörg góð ráð þegar kemur að því að láta hnefana tala í búrinu. Kraftamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið úr Game of Thrones ætlar í hnefaleikahringinn á móti Eddie Hall á næsta ári og það fer ekkert á milli mála að íslenski kraftajötuninn og fyrrum sterkasti maður heims setur mikinn metnað í undirbúning sinn. Hafþór hefur fengið að æfa með íslenskum íþróttastjörnum að undanförnu eins og Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvini Páli Gústavssyni. Hafþór boðaði fleiri slíkar æfingar á næstunni og ætlar að halda áfram að kynna sér þjálfunaraðferðir og hugarfar íslenskra íþróttastjarna. Hafþór Júlíus gaf það út á Youtube síðu sinni að hann væri búinn að fá vilyrði frá Gunnari Nelson um að fá að hitta hann á æfingu. Hvort þeir mætist í búrinu verður að koma í ljós en það er auðvitað gríðarlegur hæðar- og þyngdarmunur á þeim félögum. „Ég talaði við Gunnar Nelson og hann er til í það að hitta mig. Fyrir þá sem þekkja hann ekki þá er hann UFC goðsögn og einn af þeim bestu hér á Íslandi,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en það má sjá það hér fyrir neðan. watch on YouTube Hafþór sýnir frá lyftingaæfingu sinni í myndbandinu en ræðir einnig það sem er fram undan á æfingunni með Gunnari Nelson. „Hann er mjög öflugur. Það er gott fyrir mig að fá að hitta hann og æfa með honum. Ég vil læra af honum því hann hefur verið bardagamaður í mjög langan tíma,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég prófa jafnvel að glíma við hann, svona til gamans. Hann er eins og snákur og með svarta beltið í jiu-jitsu. Það verðu mjög áhugavert að sjá hvort minn styrkur eigi einhvern möguleika. Hann þekkir tæknina svo vel og kann að nota líkmann sinn svo vel. Hann er einn sá besti í heimi í gólfinu og það verður því mjög áhugavert að sjá hvort kraftur geti gert eitthvað á móti manni eins og honum,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus ræddi það líka í myndbandinu af hverju hann sýnir ekki mikið af hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. „Hnefaleikaæfingar eru nýjar fyrir mér og ég þarf fulla einbeitingu við þær. Þess vegna vil ég að myndavélarnar séu ekki að trufla mig þar. Það er í fínu lagi að þær séu á lyftingaræfingunum enda er ég hef stundað þær í tíu ár og þekki allt út og inn,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson.
Box MMA Kraftlyftingar Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Sjá meira