Þær sem létust voru ekki í bílbeltum eða barnabílstól Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2020 09:16 Lögregla við vettvang slyssins við brúna yfir Núpsvötn. Vísir/jóhann k. Ökumaður bifreiðar sem fór út af brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember 2018 ók of hratt og virti ekki viðvörunarmerki við brúna. Þá voru farþegar sem létust í slysinu ekki spenntir í öryggisbelti og ungabarn sem lést var ekki í barnabílstól. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa frá 30. júní síðastliðnum. Allir í bílnum voru erlendir ferðamenn. Ökumaður bílsins, sem var af gerðinni Toyota Land Cruiser, ók inn á brúna yfir Núpsvötn og missti þar stjórn á bifreiðinni. Bíllinn fór upp á vegriðið á brúnni hægra megin miðað við akstursátt og losnaði vegriðið frá brúnni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af henni og lenti í grýttum aur fyrir neðan. Fallið var um átta metrar. Þrjár létust í slysinu, 11 mánaða stúlka og tvær konur, 33 og 36 ára. Þær sátu í annarri og öftustu sætaröð bílsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að farþegi í framsæti bifreiðarinnar hafi lýst því að bifreiðin hefði farið að rása til á brúnni skömmu eftir að ökumaður ók inn á hana. Ökumaður hefði reynt, án árangurs, að ná stjórn á henni. Bifreiðin hefði síðan rekist á vegriðið og í kjölfarið kastast út af brúnni. Farþegi og börn spennt í belti Sjö voru í bifreiðinni. Ökumaður og einn farþegi í framsæti, í næstu sætaröð voru þrír farþegar, þar af tvö börn, og í öftustu röð voru tveir farþegar, þar af eitt ungabarn. Ökumaður, farþegi í framsæti og tveir farþegar sem sátu í sætaröðinni fyrir aftan ökumanninn slösuðust töluvert í slysinu. Rannsókn á bifreiðinni eftir slysið gaf til kynna að farþegi í framsæti hafi sennilega verið með öryggisbelti spennt og bendir framburður farþegans til þess að börn í sætaröð fyrir aftan ökumann hafi einnig verið spennt í öryggisbelti. Sennilegt er að ökumaður og þeir farþegar sem létust hafi ekki verið með öryggisbeltin spennt. Ungabarnið var ekki fest í barnabílstól eða annan öryggisbúnað þegar slysið varð, að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Bíllinn var nýskráður árið 2006 og með fulla skoðun, búinn nýlegum vetrardekkjum. Ekkert kom fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsakir slyssins. Orsakagreining bendir til þess að ökumaður hafi ekið of hratt inn á brúna og ekki virt viðvörunarmerki við hana. Hraðaútreikningar gáfu til kynna að bílnum hefði verið ekið á um 114 ± 8 kílómetra hraða fyrir slysið, þar sem hámarkshraði á vettvangi var 90 km/klst. Hámarkshraði á brúnni var lækkaður niður í 50 km/klst eftir slysið. Þá var veggrip á brúnni sennilega skert vegna ísingar. Þá bendir rannsóknarnefnd á að hönnunarstaðlar hafi breyst síðan brúin yfir Núpsvötn var opnuð fyrir umferð 1973. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur til að reisa nýja brú yfir Núpsvötn á árinu og hvetur nefndin Vegagerðina og stjórnvöld til að fylgja þessum áætlunum eftir. Samgönguslys Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. 11. janúar 2019 14:40 Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. 29. desember 2018 07:15 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Ökumaður bifreiðar sem fór út af brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember 2018 ók of hratt og virti ekki viðvörunarmerki við brúna. Þá voru farþegar sem létust í slysinu ekki spenntir í öryggisbelti og ungabarn sem lést var ekki í barnabílstól. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa frá 30. júní síðastliðnum. Allir í bílnum voru erlendir ferðamenn. Ökumaður bílsins, sem var af gerðinni Toyota Land Cruiser, ók inn á brúna yfir Núpsvötn og missti þar stjórn á bifreiðinni. Bíllinn fór upp á vegriðið á brúnni hægra megin miðað við akstursátt og losnaði vegriðið frá brúnni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af henni og lenti í grýttum aur fyrir neðan. Fallið var um átta metrar. Þrjár létust í slysinu, 11 mánaða stúlka og tvær konur, 33 og 36 ára. Þær sátu í annarri og öftustu sætaröð bílsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að farþegi í framsæti bifreiðarinnar hafi lýst því að bifreiðin hefði farið að rása til á brúnni skömmu eftir að ökumaður ók inn á hana. Ökumaður hefði reynt, án árangurs, að ná stjórn á henni. Bifreiðin hefði síðan rekist á vegriðið og í kjölfarið kastast út af brúnni. Farþegi og börn spennt í belti Sjö voru í bifreiðinni. Ökumaður og einn farþegi í framsæti, í næstu sætaröð voru þrír farþegar, þar af tvö börn, og í öftustu röð voru tveir farþegar, þar af eitt ungabarn. Ökumaður, farþegi í framsæti og tveir farþegar sem sátu í sætaröðinni fyrir aftan ökumanninn slösuðust töluvert í slysinu. Rannsókn á bifreiðinni eftir slysið gaf til kynna að farþegi í framsæti hafi sennilega verið með öryggisbelti spennt og bendir framburður farþegans til þess að börn í sætaröð fyrir aftan ökumann hafi einnig verið spennt í öryggisbelti. Sennilegt er að ökumaður og þeir farþegar sem létust hafi ekki verið með öryggisbeltin spennt. Ungabarnið var ekki fest í barnabílstól eða annan öryggisbúnað þegar slysið varð, að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Bíllinn var nýskráður árið 2006 og með fulla skoðun, búinn nýlegum vetrardekkjum. Ekkert kom fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsakir slyssins. Orsakagreining bendir til þess að ökumaður hafi ekið of hratt inn á brúna og ekki virt viðvörunarmerki við hana. Hraðaútreikningar gáfu til kynna að bílnum hefði verið ekið á um 114 ± 8 kílómetra hraða fyrir slysið, þar sem hámarkshraði á vettvangi var 90 km/klst. Hámarkshraði á brúnni var lækkaður niður í 50 km/klst eftir slysið. Þá var veggrip á brúnni sennilega skert vegna ísingar. Þá bendir rannsóknarnefnd á að hönnunarstaðlar hafi breyst síðan brúin yfir Núpsvötn var opnuð fyrir umferð 1973. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur til að reisa nýja brú yfir Núpsvötn á árinu og hvetur nefndin Vegagerðina og stjórnvöld til að fylgja þessum áætlunum eftir.
Samgönguslys Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. 11. janúar 2019 14:40 Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. 29. desember 2018 07:15 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. 11. janúar 2019 14:40
Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37
Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. 29. desember 2018 07:15