Sagðist ætla að „stúta“ fyrrverandi eiginkonu sinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2020 15:50 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hóta fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður lífláti í gegnum tölvupóst. Þá var hann einnig dæmdur fyrir brot á nálgunarbanni gagnvart konunni með ítrekuðum tölvupóstsendingum. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa í maí í fyrra sent fyrrverandi eiginkonu sinni tölvupóst og hótað henni lífláti, sem var til þess fallið að vekja hjá henni ótta um líf sitt og velferð. Ákæran laut að eftirfarandi skilaboðum: „Ég ætla að stúta þér.“ Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir brot á nálgunarbanni með því að hafa á um vikutímabili í maí og júní 2019 sent fyrrverandi eiginkonu sinni tölvupóst. Tölvupóstarnir voru á þriðja tug. Þá var honum einnig gefin að sök eldri brot á nálgunarbanni gagnvart konunni á mánaðartímabili í desember og janúar síðastliðnum. Þar var um að ræða tæplega tuttugu tölvupósta. Í dómi segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og taldist sannað að hann hefði gerst sekur um brot sín. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi í nóvember 2017 og afplánaði óskilorðsbundinn hluta þeirrar refsingar, eða þrjá mánuði. Brotin sem hann var nú sakfelldur fyrir voru að hluta framin innan skilorðs. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn játaði brot sín og þá lá fyrir ítarlegt vottorð frá geðlækni hans, þar sem margþættur geðvandi hans er rakinn. Þá hefur maðurinn sótt meðferð hjá Heimilisfriði, meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum. Hins vegar var einnig litið til þess að brot mannsins beindust gegn fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður. Brotin voru litin alvarlegum augum enda lét hann sér ekki segjast eftir að hann var dæmdur árið 2017, að því er segir í dómi. Þar hafi hann brotið gróflega og ítrekað gegn friðhelgi konunnar. Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hóta fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður lífláti í gegnum tölvupóst. Þá var hann einnig dæmdur fyrir brot á nálgunarbanni gagnvart konunni með ítrekuðum tölvupóstsendingum. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa í maí í fyrra sent fyrrverandi eiginkonu sinni tölvupóst og hótað henni lífláti, sem var til þess fallið að vekja hjá henni ótta um líf sitt og velferð. Ákæran laut að eftirfarandi skilaboðum: „Ég ætla að stúta þér.“ Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir brot á nálgunarbanni með því að hafa á um vikutímabili í maí og júní 2019 sent fyrrverandi eiginkonu sinni tölvupóst. Tölvupóstarnir voru á þriðja tug. Þá var honum einnig gefin að sök eldri brot á nálgunarbanni gagnvart konunni á mánaðartímabili í desember og janúar síðastliðnum. Þar var um að ræða tæplega tuttugu tölvupósta. Í dómi segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og taldist sannað að hann hefði gerst sekur um brot sín. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi í nóvember 2017 og afplánaði óskilorðsbundinn hluta þeirrar refsingar, eða þrjá mánuði. Brotin sem hann var nú sakfelldur fyrir voru að hluta framin innan skilorðs. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn játaði brot sín og þá lá fyrir ítarlegt vottorð frá geðlækni hans, þar sem margþættur geðvandi hans er rakinn. Þá hefur maðurinn sótt meðferð hjá Heimilisfriði, meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum. Hins vegar var einnig litið til þess að brot mannsins beindust gegn fyrrverandi eiginkonu hans og barnsmóður. Brotin voru litin alvarlegum augum enda lét hann sér ekki segjast eftir að hann var dæmdur árið 2017, að því er segir í dómi. Þar hafi hann brotið gróflega og ítrekað gegn friðhelgi konunnar.
Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira