Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 14. júlí 2020 20:10 Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. Sóttvarnarlæknir segir þetta gert fyrr en áætlað var vegna fjölgunar ferðamanna og vegna þess að löndin teljist örugg. Næstu daga er búist við flugfarþegum frá 15 löndum. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli í júlí en í júní en frá því skimun hófst á landamærunum hafa tæplega 50.000 manns komið til landsins. Þá er búist við mikilli fjölgun farþega á næstunni en auk Icelandair lenda þar þrettán erlend flugfélög með farþega frá 15 löndum í þessari viku. Þá ákvað dómsmálaráðherra í gær að afnema ferðatakmarkanir gagnvar íbúum fjórtán ríkja, þar á meðal Kanada. Icelandair byrjar að fljúga aftur til Toronto í Kanada í næstu viku. Nú er hægt að skima 2.000 ferðamenn á landamærunum en það stefnir í að ferðamenn verði mun fleiri en það á næstu dögum eða vikum. Í ljósi þessa og í ljósi skimana okkar og áreiðanlegra upplýsinga frá sóttvarnarstofnun Evrópu um útbreiðslu Covid-19 í einstaka löndum þá tel ég að það sé réttlætanlegt að breyta aðeins um áherslur og fara í að setja fleiri lönd í flokk öruggra landa,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í ákvörðuninni felst að farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi þurfa ekki frá og með næsta fimmtudegi að sæta sóttkví eða skimun hér . Nú þegar sleppa íbúar frá Grænlandi og Færeyjum við ferlið. Þórólfur býst við að næstu vikur verði hægt að bæta fleiri þjóðum í þennan hóp. „Við teljum að við séum að gera þetta eins vísindalega og hægt er,“ sagði Þórólfur í samtali við Fréttastofu. Varðstjóri hjá almannavarnadeild segir lögregluna viðbúna fjölgun ferðamanna. „Við höfum í sjálfu sér ekki áhyggjur af ferðamönnunum hins vegar höfum við meiri áhyggjur af Íslendingum þegar þeir fara að ferðast meira og koma aftur heim, það er aðeins meira áhyggjuefni,“ segir Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. „Það vantar aðeins fleiri starfsmenn en áður þegar við tökum við allri sýnatökunni. Og skipulagið þarf að vera með aðeins öðrum hætti. Við höfum ráðið fólk frá öðrum fyrirtækjum. Við höfum bætt við allan tímann við vorum 60 en erum núna komin vel á annað hundrað og enn þá vantar fólk,“ sagði Óskar S. Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. Sóttvarnarlæknir segir þetta gert fyrr en áætlað var vegna fjölgunar ferðamanna og vegna þess að löndin teljist örugg. Næstu daga er búist við flugfarþegum frá 15 löndum. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli í júlí en í júní en frá því skimun hófst á landamærunum hafa tæplega 50.000 manns komið til landsins. Þá er búist við mikilli fjölgun farþega á næstunni en auk Icelandair lenda þar þrettán erlend flugfélög með farþega frá 15 löndum í þessari viku. Þá ákvað dómsmálaráðherra í gær að afnema ferðatakmarkanir gagnvar íbúum fjórtán ríkja, þar á meðal Kanada. Icelandair byrjar að fljúga aftur til Toronto í Kanada í næstu viku. Nú er hægt að skima 2.000 ferðamenn á landamærunum en það stefnir í að ferðamenn verði mun fleiri en það á næstu dögum eða vikum. Í ljósi þessa og í ljósi skimana okkar og áreiðanlegra upplýsinga frá sóttvarnarstofnun Evrópu um útbreiðslu Covid-19 í einstaka löndum þá tel ég að það sé réttlætanlegt að breyta aðeins um áherslur og fara í að setja fleiri lönd í flokk öruggra landa,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í ákvörðuninni felst að farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi þurfa ekki frá og með næsta fimmtudegi að sæta sóttkví eða skimun hér . Nú þegar sleppa íbúar frá Grænlandi og Færeyjum við ferlið. Þórólfur býst við að næstu vikur verði hægt að bæta fleiri þjóðum í þennan hóp. „Við teljum að við séum að gera þetta eins vísindalega og hægt er,“ sagði Þórólfur í samtali við Fréttastofu. Varðstjóri hjá almannavarnadeild segir lögregluna viðbúna fjölgun ferðamanna. „Við höfum í sjálfu sér ekki áhyggjur af ferðamönnunum hins vegar höfum við meiri áhyggjur af Íslendingum þegar þeir fara að ferðast meira og koma aftur heim, það er aðeins meira áhyggjuefni,“ segir Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. „Það vantar aðeins fleiri starfsmenn en áður þegar við tökum við allri sýnatökunni. Og skipulagið þarf að vera með aðeins öðrum hætti. Við höfum ráðið fólk frá öðrum fyrirtækjum. Við höfum bætt við allan tímann við vorum 60 en erum núna komin vel á annað hundrað og enn þá vantar fólk,“ sagði Óskar S. Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira