Segjast hafa breytt orðalagi að beiðni FFÍ fyrir undirritun Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 15. júlí 2020 14:32 Úlfar Steindórsson stjórnarformaður Icelandair og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/vilhelm Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður. Það sé því ekki rétt að Icelandair hafi neitað að verða við beiðni um leiðréttingu, líkt og fram kom í tilkynningu sem stjórn og samninganefnd FFÍ sendi félagsmönnum sínum eftir að skrifað var undir samninginn í lok júní. Vísir greindi frá því í dag að stjórn og samninganefnd FFÍ hefði sent félagsmönnum sínum tilkynningu þar sem gengist var við mistökum við undirritun kjarasamningsins. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum, annars vegar ákvæði um aukafrídag flugfreyja 60 ára og eldri og hins vegar svokallaða sex daga reglu. Einnig sagði í tilkynningunni að samninganefnd Icelandair hefði ekki verið reiðubúin að gera þær breytingar á orðalagi sem FFÍ teldi nauðsynlegar. Þá hefðu það jafnframt verið mikil vonbrigði að Icelandair hafi hafnað beiðni um leiðréttingu. Í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu um tilkynningu FFÍ er því hafnað að Icelandair hafi neitað að verða við beiðni um leiðréttingu. Umræddar breytingar á orðalagi hafi jafnframt ekki haft áhrif á merkingu ákvæðanna en „sýna glögglega að þessi atriði voru vel ígrunduð af hálfu Flugfreyjufélagsins áður en gengið var til undirritunar,“ segir í svari Icelandair. Icelandair segir fyrra ákvæðið, sem varðar minni vinnuskyldu þeirra flugfreyja sem náð hafa ákveðnum aldri og starfsreynslu, hafa verið hluta af þeim tilboðum sem samninganefnd Icelandair lagði fram á síðustu vikum samningalotunnar. „Ákvæðið var skýrt orðað og engin ástæða til að ætla að það hafi verið misskilið,“ segir Icelandair. Í aðdraganda undirskriftar samningsins þann 25. júní hafi komið fram athugasemd frá samninganefnd Flugfreyjufélagsins um endanlegt orðalag ákvæðisins. Samninganefnd Icelandair hafi orðið við beiðni Flugfreyjufélagsins um þessa breytingu á orðalagi og skrifað hafi verið undir samninginn með því orðalagi. Hitt ákvæði samningsins sem fjallað er um í fréttinni varðar fjölda samfelldra vinnu- og hvíldardaga. Icelandair segir samninganefnd sína hafa lagt mikla áherslu á að ákvæði um vinnu- og hvíldartíma flugfreyja yrði samræmt samsvarandi ákvæðum í samningi flugmanna félagsins, „enda torveldar það mjög skipulagningu flugs að þessar reglur skuli ekki vera samhljóma,“ segir Icelandair. Þetta, líkt og fyrra ákvæðið, hafi verið kynnt félagsmönnum FFÍ í framhaldi af tilboði Icelandair sem lagt var fram 10. maí síðastliðinn. „Eins og með fyrra ákvæðið sem fjallað var um í fréttinni kom fram athugasemd frá samninganefnd Flugfreyjufélagsins um endanlegt orðalag ákvæðisins fyrir undirritun. Samninganefnd Icelandair varð við beiðni Flugfreyjufélagsins um þessa breytingu og var skrifað undir samninginn með því orðalagi sem Flugfreyjufélagið hafði óskað eftir,“ segir í tilkynningu Icelandair. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01 Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. 10. júlí 2020 19:20 Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður. Það sé því ekki rétt að Icelandair hafi neitað að verða við beiðni um leiðréttingu, líkt og fram kom í tilkynningu sem stjórn og samninganefnd FFÍ sendi félagsmönnum sínum eftir að skrifað var undir samninginn í lok júní. Vísir greindi frá því í dag að stjórn og samninganefnd FFÍ hefði sent félagsmönnum sínum tilkynningu þar sem gengist var við mistökum við undirritun kjarasamningsins. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum, annars vegar ákvæði um aukafrídag flugfreyja 60 ára og eldri og hins vegar svokallaða sex daga reglu. Einnig sagði í tilkynningunni að samninganefnd Icelandair hefði ekki verið reiðubúin að gera þær breytingar á orðalagi sem FFÍ teldi nauðsynlegar. Þá hefðu það jafnframt verið mikil vonbrigði að Icelandair hafi hafnað beiðni um leiðréttingu. Í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu um tilkynningu FFÍ er því hafnað að Icelandair hafi neitað að verða við beiðni um leiðréttingu. Umræddar breytingar á orðalagi hafi jafnframt ekki haft áhrif á merkingu ákvæðanna en „sýna glögglega að þessi atriði voru vel ígrunduð af hálfu Flugfreyjufélagsins áður en gengið var til undirritunar,“ segir í svari Icelandair. Icelandair segir fyrra ákvæðið, sem varðar minni vinnuskyldu þeirra flugfreyja sem náð hafa ákveðnum aldri og starfsreynslu, hafa verið hluta af þeim tilboðum sem samninganefnd Icelandair lagði fram á síðustu vikum samningalotunnar. „Ákvæðið var skýrt orðað og engin ástæða til að ætla að það hafi verið misskilið,“ segir Icelandair. Í aðdraganda undirskriftar samningsins þann 25. júní hafi komið fram athugasemd frá samninganefnd Flugfreyjufélagsins um endanlegt orðalag ákvæðisins. Samninganefnd Icelandair hafi orðið við beiðni Flugfreyjufélagsins um þessa breytingu á orðalagi og skrifað hafi verið undir samninginn með því orðalagi. Hitt ákvæði samningsins sem fjallað er um í fréttinni varðar fjölda samfelldra vinnu- og hvíldardaga. Icelandair segir samninganefnd sína hafa lagt mikla áherslu á að ákvæði um vinnu- og hvíldartíma flugfreyja yrði samræmt samsvarandi ákvæðum í samningi flugmanna félagsins, „enda torveldar það mjög skipulagningu flugs að þessar reglur skuli ekki vera samhljóma,“ segir Icelandair. Þetta, líkt og fyrra ákvæðið, hafi verið kynnt félagsmönnum FFÍ í framhaldi af tilboði Icelandair sem lagt var fram 10. maí síðastliðinn. „Eins og með fyrra ákvæðið sem fjallað var um í fréttinni kom fram athugasemd frá samninganefnd Flugfreyjufélagsins um endanlegt orðalag ákvæðisins fyrir undirritun. Samninganefnd Icelandair varð við beiðni Flugfreyjufélagsins um þessa breytingu og var skrifað undir samninginn með því orðalagi sem Flugfreyjufélagið hafði óskað eftir,“ segir í tilkynningu Icelandair.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01 Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. 10. júlí 2020 19:20 Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01
Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. 10. júlí 2020 19:20
Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20