Andrea Rán: Veinaði á gólfinu eftir að hún sá fréttina um að hún væri smituð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 09:30 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í leik með Breiðabliksliðinu síðasta sumar. Vísir/Bára Knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur nú lýst fimmtudeginum 25. júní síðastliðnum sem var mikill örlagadagur fyrir hana og Pepsi Max deildirnar í fótbolta. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist með COVID-19 eftir hún kom heim úr námi frá Bandaríkjunum en hún hafði þá þegar spilað tvo leiki með Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna og umgengst fjölda fólks í útskrifarveislum. „Það var bara eins og heimurinn hefði stoppað. Ég náði ekki andanum og vissi um leið hvað hafði gerst. Næstu tímar fóru í að tala við smitrakningarteymið sem hringdi viðstöðulaust í mig og vann frábært starf. Ég hringdi sjálf í mína nánustu en síðan hringir kona frá smitrakningarteyminu og spyr hvort ég sé búin að láta þjálfarann minn vita. Þá vissi ég í hvað stefndi, að ég væri að fara að senda tvö lið í sóttkví og ég vissi hvaða áhrif þetta væri að fara að hafa á deildina,“ sagði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í viðtali við Snorra Másson hjá Morgunblaðinu. Þegar Andrea kom heim úr námi frá Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn óraði hana ekki fyrir því að veikindi hennar yrðu fjölmiðlamál nokkrum dögum síðar. https://t.co/fFvbJwkXD8 pic.twitter.com/f0PYn6AYy4— mbl.is SPORT (@mblsport) July 16, 2020 Stjúppabbi hennar hringdi í þjálfara hennar Þorstein Halldórsson en hún sat sjálf gersamlega niðurbrotin á gólfinu í herberginu sínu. „Þetta var versta tilfinning í lífi mínu að valda þessu. Ég sit þarna á gólfinu og reyni að eiga samskipti við mömmu í gegnum hurðina, því hún má væntanlega ekki koma nálægt mér, þannig að ég vissi ekki hvert ég átti að snúa mér eða segja eða gera,“ sagði Andrea Rán en það versta var þó ekki yfirstaðið. „Svo gerist það mjög stuttu síðar að ég fæ skilaboð á Facebook frá mjög góðri vinkonu minni. Ég stend upp og skoða símann og les: „Heyrðu, ert þú með COVID?“ Meðfylgjandi var skjáskot af frétt með mynd af mér og nafninu mínu: Íslandsmótið í uppnámi? Leikmaður Breiðabliks greind með COVID-19,“ sagði Andrea Rán og hélt áfram. „Ég hélt að ég hefði brotnað niður fyrst en þessu get ég ekki einu sinni lýst. Þetta var ólýsanleg tilfinning, sem ég myndi aldrei vilja að neinn gengi í gegnum, ekki einu sinni minn versti óvinur. Ég þurfti ekki einu sinni að kalla á mömmu, ég bara veinaði,“ sagði Andrea í viðtalinu við Morgunblaðið. Flestir liðsfélagar hennar fréttu þannig af veikindum hennar í gegnum fjölmiðla. Þrjú kvennalið, Breiðablik, KR og Fylkir sem og karlalið Stjörnunnar þurftu að fara í sóttkví og því varð veruleg röskun á leikjadagskrá þessara liða. Andrea Rán smitaði samt aðeins þrjá einstaklinga. Tvo í einni og sömu útskriftarveislu í Kópavogi á laugardeginum og síðan frænku sína, sem vinnur í atvinnuvegaráðuneytinu. Þrátt fyrir það er Andrea samt Íslandsmeistari í sóttkvíarráðstöfunum því rakningarteymið sendi 3-400 manns í sóttkví vegna smitsins eins og fram kom í viðtalinu í Morgunblaðinu sem má sjá allt með því að smella hér. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir spilaði sinn fyrsta leik eftir COVID-19 smitið á þriðjudaginn þegar hún spilaði fimm síðustu mínúturnar í 4-0 sigri Breiðabliks á ÍBV. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur nú lýst fimmtudeginum 25. júní síðastliðnum sem var mikill örlagadagur fyrir hana og Pepsi Max deildirnar í fótbolta. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist með COVID-19 eftir hún kom heim úr námi frá Bandaríkjunum en hún hafði þá þegar spilað tvo leiki með Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna og umgengst fjölda fólks í útskrifarveislum. „Það var bara eins og heimurinn hefði stoppað. Ég náði ekki andanum og vissi um leið hvað hafði gerst. Næstu tímar fóru í að tala við smitrakningarteymið sem hringdi viðstöðulaust í mig og vann frábært starf. Ég hringdi sjálf í mína nánustu en síðan hringir kona frá smitrakningarteyminu og spyr hvort ég sé búin að láta þjálfarann minn vita. Þá vissi ég í hvað stefndi, að ég væri að fara að senda tvö lið í sóttkví og ég vissi hvaða áhrif þetta væri að fara að hafa á deildina,“ sagði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í viðtali við Snorra Másson hjá Morgunblaðinu. Þegar Andrea kom heim úr námi frá Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn óraði hana ekki fyrir því að veikindi hennar yrðu fjölmiðlamál nokkrum dögum síðar. https://t.co/fFvbJwkXD8 pic.twitter.com/f0PYn6AYy4— mbl.is SPORT (@mblsport) July 16, 2020 Stjúppabbi hennar hringdi í þjálfara hennar Þorstein Halldórsson en hún sat sjálf gersamlega niðurbrotin á gólfinu í herberginu sínu. „Þetta var versta tilfinning í lífi mínu að valda þessu. Ég sit þarna á gólfinu og reyni að eiga samskipti við mömmu í gegnum hurðina, því hún má væntanlega ekki koma nálægt mér, þannig að ég vissi ekki hvert ég átti að snúa mér eða segja eða gera,“ sagði Andrea Rán en það versta var þó ekki yfirstaðið. „Svo gerist það mjög stuttu síðar að ég fæ skilaboð á Facebook frá mjög góðri vinkonu minni. Ég stend upp og skoða símann og les: „Heyrðu, ert þú með COVID?“ Meðfylgjandi var skjáskot af frétt með mynd af mér og nafninu mínu: Íslandsmótið í uppnámi? Leikmaður Breiðabliks greind með COVID-19,“ sagði Andrea Rán og hélt áfram. „Ég hélt að ég hefði brotnað niður fyrst en þessu get ég ekki einu sinni lýst. Þetta var ólýsanleg tilfinning, sem ég myndi aldrei vilja að neinn gengi í gegnum, ekki einu sinni minn versti óvinur. Ég þurfti ekki einu sinni að kalla á mömmu, ég bara veinaði,“ sagði Andrea í viðtalinu við Morgunblaðið. Flestir liðsfélagar hennar fréttu þannig af veikindum hennar í gegnum fjölmiðla. Þrjú kvennalið, Breiðablik, KR og Fylkir sem og karlalið Stjörnunnar þurftu að fara í sóttkví og því varð veruleg röskun á leikjadagskrá þessara liða. Andrea Rán smitaði samt aðeins þrjá einstaklinga. Tvo í einni og sömu útskriftarveislu í Kópavogi á laugardeginum og síðan frænku sína, sem vinnur í atvinnuvegaráðuneytinu. Þrátt fyrir það er Andrea samt Íslandsmeistari í sóttkvíarráðstöfunum því rakningarteymið sendi 3-400 manns í sóttkví vegna smitsins eins og fram kom í viðtalinu í Morgunblaðinu sem má sjá allt með því að smella hér. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir spilaði sinn fyrsta leik eftir COVID-19 smitið á þriðjudaginn þegar hún spilaði fimm síðustu mínúturnar í 4-0 sigri Breiðabliks á ÍBV.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast