Andrea Rán: Veinaði á gólfinu eftir að hún sá fréttina um að hún væri smituð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 09:30 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í leik með Breiðabliksliðinu síðasta sumar. Vísir/Bára Knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur nú lýst fimmtudeginum 25. júní síðastliðnum sem var mikill örlagadagur fyrir hana og Pepsi Max deildirnar í fótbolta. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist með COVID-19 eftir hún kom heim úr námi frá Bandaríkjunum en hún hafði þá þegar spilað tvo leiki með Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna og umgengst fjölda fólks í útskrifarveislum. „Það var bara eins og heimurinn hefði stoppað. Ég náði ekki andanum og vissi um leið hvað hafði gerst. Næstu tímar fóru í að tala við smitrakningarteymið sem hringdi viðstöðulaust í mig og vann frábært starf. Ég hringdi sjálf í mína nánustu en síðan hringir kona frá smitrakningarteyminu og spyr hvort ég sé búin að láta þjálfarann minn vita. Þá vissi ég í hvað stefndi, að ég væri að fara að senda tvö lið í sóttkví og ég vissi hvaða áhrif þetta væri að fara að hafa á deildina,“ sagði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í viðtali við Snorra Másson hjá Morgunblaðinu. Þegar Andrea kom heim úr námi frá Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn óraði hana ekki fyrir því að veikindi hennar yrðu fjölmiðlamál nokkrum dögum síðar. https://t.co/fFvbJwkXD8 pic.twitter.com/f0PYn6AYy4— mbl.is SPORT (@mblsport) July 16, 2020 Stjúppabbi hennar hringdi í þjálfara hennar Þorstein Halldórsson en hún sat sjálf gersamlega niðurbrotin á gólfinu í herberginu sínu. „Þetta var versta tilfinning í lífi mínu að valda þessu. Ég sit þarna á gólfinu og reyni að eiga samskipti við mömmu í gegnum hurðina, því hún má væntanlega ekki koma nálægt mér, þannig að ég vissi ekki hvert ég átti að snúa mér eða segja eða gera,“ sagði Andrea Rán en það versta var þó ekki yfirstaðið. „Svo gerist það mjög stuttu síðar að ég fæ skilaboð á Facebook frá mjög góðri vinkonu minni. Ég stend upp og skoða símann og les: „Heyrðu, ert þú með COVID?“ Meðfylgjandi var skjáskot af frétt með mynd af mér og nafninu mínu: Íslandsmótið í uppnámi? Leikmaður Breiðabliks greind með COVID-19,“ sagði Andrea Rán og hélt áfram. „Ég hélt að ég hefði brotnað niður fyrst en þessu get ég ekki einu sinni lýst. Þetta var ólýsanleg tilfinning, sem ég myndi aldrei vilja að neinn gengi í gegnum, ekki einu sinni minn versti óvinur. Ég þurfti ekki einu sinni að kalla á mömmu, ég bara veinaði,“ sagði Andrea í viðtalinu við Morgunblaðið. Flestir liðsfélagar hennar fréttu þannig af veikindum hennar í gegnum fjölmiðla. Þrjú kvennalið, Breiðablik, KR og Fylkir sem og karlalið Stjörnunnar þurftu að fara í sóttkví og því varð veruleg röskun á leikjadagskrá þessara liða. Andrea Rán smitaði samt aðeins þrjá einstaklinga. Tvo í einni og sömu útskriftarveislu í Kópavogi á laugardeginum og síðan frænku sína, sem vinnur í atvinnuvegaráðuneytinu. Þrátt fyrir það er Andrea samt Íslandsmeistari í sóttkvíarráðstöfunum því rakningarteymið sendi 3-400 manns í sóttkví vegna smitsins eins og fram kom í viðtalinu í Morgunblaðinu sem má sjá allt með því að smella hér. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir spilaði sinn fyrsta leik eftir COVID-19 smitið á þriðjudaginn þegar hún spilaði fimm síðustu mínúturnar í 4-0 sigri Breiðabliks á ÍBV. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur nú lýst fimmtudeginum 25. júní síðastliðnum sem var mikill örlagadagur fyrir hana og Pepsi Max deildirnar í fótbolta. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist með COVID-19 eftir hún kom heim úr námi frá Bandaríkjunum en hún hafði þá þegar spilað tvo leiki með Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna og umgengst fjölda fólks í útskrifarveislum. „Það var bara eins og heimurinn hefði stoppað. Ég náði ekki andanum og vissi um leið hvað hafði gerst. Næstu tímar fóru í að tala við smitrakningarteymið sem hringdi viðstöðulaust í mig og vann frábært starf. Ég hringdi sjálf í mína nánustu en síðan hringir kona frá smitrakningarteyminu og spyr hvort ég sé búin að láta þjálfarann minn vita. Þá vissi ég í hvað stefndi, að ég væri að fara að senda tvö lið í sóttkví og ég vissi hvaða áhrif þetta væri að fara að hafa á deildina,“ sagði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í viðtali við Snorra Másson hjá Morgunblaðinu. Þegar Andrea kom heim úr námi frá Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn óraði hana ekki fyrir því að veikindi hennar yrðu fjölmiðlamál nokkrum dögum síðar. https://t.co/fFvbJwkXD8 pic.twitter.com/f0PYn6AYy4— mbl.is SPORT (@mblsport) July 16, 2020 Stjúppabbi hennar hringdi í þjálfara hennar Þorstein Halldórsson en hún sat sjálf gersamlega niðurbrotin á gólfinu í herberginu sínu. „Þetta var versta tilfinning í lífi mínu að valda þessu. Ég sit þarna á gólfinu og reyni að eiga samskipti við mömmu í gegnum hurðina, því hún má væntanlega ekki koma nálægt mér, þannig að ég vissi ekki hvert ég átti að snúa mér eða segja eða gera,“ sagði Andrea Rán en það versta var þó ekki yfirstaðið. „Svo gerist það mjög stuttu síðar að ég fæ skilaboð á Facebook frá mjög góðri vinkonu minni. Ég stend upp og skoða símann og les: „Heyrðu, ert þú með COVID?“ Meðfylgjandi var skjáskot af frétt með mynd af mér og nafninu mínu: Íslandsmótið í uppnámi? Leikmaður Breiðabliks greind með COVID-19,“ sagði Andrea Rán og hélt áfram. „Ég hélt að ég hefði brotnað niður fyrst en þessu get ég ekki einu sinni lýst. Þetta var ólýsanleg tilfinning, sem ég myndi aldrei vilja að neinn gengi í gegnum, ekki einu sinni minn versti óvinur. Ég þurfti ekki einu sinni að kalla á mömmu, ég bara veinaði,“ sagði Andrea í viðtalinu við Morgunblaðið. Flestir liðsfélagar hennar fréttu þannig af veikindum hennar í gegnum fjölmiðla. Þrjú kvennalið, Breiðablik, KR og Fylkir sem og karlalið Stjörnunnar þurftu að fara í sóttkví og því varð veruleg röskun á leikjadagskrá þessara liða. Andrea Rán smitaði samt aðeins þrjá einstaklinga. Tvo í einni og sömu útskriftarveislu í Kópavogi á laugardeginum og síðan frænku sína, sem vinnur í atvinnuvegaráðuneytinu. Þrátt fyrir það er Andrea samt Íslandsmeistari í sóttkvíarráðstöfunum því rakningarteymið sendi 3-400 manns í sóttkví vegna smitsins eins og fram kom í viðtalinu í Morgunblaðinu sem má sjá allt með því að smella hér. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir spilaði sinn fyrsta leik eftir COVID-19 smitið á þriðjudaginn þegar hún spilaði fimm síðustu mínúturnar í 4-0 sigri Breiðabliks á ÍBV.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira