Innlent

Sigríður Thorlacius í stökustu vandræðum í faraldrinum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Söngkonan Sigga og vandræði hennar í faraldrinum eru í fyrirrúmi í myndbandinu.
Söngkonan Sigga og vandræði hennar í faraldrinum eru í fyrirrúmi í myndbandinu. skjáskot

Sigríður Thorlacius söngkona fer með aðalhlutverkið í nýju kynningarmyndbandi um áhrif kórónuveirunnar á íslenskan tónlistariðnað. Myndbandið er frumsýnt á Vísi og má sjá í spilaranum hér að neðan. Það er gefið út samhliða skýrslu um sama efni, sem kynnt var í lok síðasta mánaðar.

Rétt eins og skýrslan þá varpar myndbandið ljósi á þau afleiddu störf sem fylgja lifandi tónlistarflutningi á Íslandi. Samkomubann og félagsforðun hafi ekki aðeins áhrif á tónlistarmanninn sjálfan heldur allt hans fylgdarlið; hljóðfæraleikara, tæknifólk hvers konar, auglýsendur, miðasölufyritæki og svo mætti lengi áfram telja.

Vandræði söngkonunnar Siggu í myndbandinu eru þannig sögð lýsandi fyrir þá stöðu sem myndaðist í íslensku tónlistarlífi eftir innleiðingu samkomutakmarkana um miðjan mars. Tónleikahald hafi að mestu legið niðri síðan þá og gera aðstandendur skýrslunnar ráð fyrir að langt sé í að það nái sér aftur á strik.

„Þörf er á hnitmiðuðum stuðningi gagnvart framleiðendum, tónleikastöðum, tónlistarhátíðum, tónlistarfólki, tæknifólki, umboðsmönnum o.fl. - ef ekki á illa að fara,“ segir í lok myndbandsins og kallað eftir sértækum aðgerðum.

Myndbandið má sjá hér að neðan en að því standa standa ÚTÓN, Tónlistarborgin Reykjavík, STEF, FÍH, SFH og FHF. Skýrsluna um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað má nálgast með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×