Þrjár vikur í barnið og „fjallageitin“ Anníe Mist gefur ekkert eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir kallaði sig fjallageit eftir að hún klifraði upp í þessa kletta komin 37 vikur á leið. Skjámynd/Instagram Anníe Mist Þórisdóttir er komin 37 vikur á leið og sumir aðdáendur hennar höfðu smá áhyggjur af henni þegar þau sáu mynd af henni klífa klett í Reynisfjöru. Íslenska CrossFit goðsögnin setti sér það markmið að æfa alla meðgönguna og það virðist vera að takast hjá okkar konu. Nú eru bara þrjár vikur í settan tíma og Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu að æfa. Æfingarnar hafa reyndar þróast og breyst í takt við það að bumban hafi stækkað. Anníe Mist sagði frá því á dögunum að hún væri meira á þrekhjólinu en áður. Í nýjustu færslunni á Instagram síðu hennar má hins vegar sjá Anníe Mist búna að klifra í Reynisfjöru. „Þrjár vikur eftir og fjallageitin er enn í fullu fjöri,“ skrifaði Anníe Mist við myndina af sér standandi í klettunum við Reynisfjöru. Þetta er áhrifamikil mynd eins og sjá má hér fyrir ofan. Það fór líka um suma aðdáendur hennar sem þótti Anníe Mist taka þarna fullmikla áhættu. Það eru dæmi um að fólk hafi dottið í þessum klettum og það gæti farið illa ef kasólétt kona myndi missa fótanna við þessar aðstæður. Anníe Mist Þórisdóttir hefur örugglega passað upp á sig og framtíðardótturina sem á að koma í heiminn í byrjun ágústmánaðar. „Í upphafi þessa þriðja hluta meðgöngunnar þá er barnið að vaxa mjög hratt og ég fann að ég var ekki að borða nóg af kalóríum. Það var þó ekki afsökun til að fá sér oftar snarl,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist Þórisdóttir segir þó frá því að hún sé að æfa aðeins minna sem er skiljanlegt enda bumban orðin mjög stór og enn fremur mjög stutt í fæðingu. Það má sjá færlu Anníe Mistar hér fyrir neðan. View this post on Instagram 3 weeks to go and the mountain goat is still active! ?? ?? ? ? During the first part of this third trimester the baby is growing rapidly and I could feel that my calorie intake was not quite high enough (not just an excuse to snack more ??) @rpstrength helped me make the necessary adjustments allowing me to keep on track - now eating similar but training a little less ????? ? #fitpregnancy #almostthere #37weekspregnant ? A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 16, 2020 at 8:43am PDT CrossFit Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er komin 37 vikur á leið og sumir aðdáendur hennar höfðu smá áhyggjur af henni þegar þau sáu mynd af henni klífa klett í Reynisfjöru. Íslenska CrossFit goðsögnin setti sér það markmið að æfa alla meðgönguna og það virðist vera að takast hjá okkar konu. Nú eru bara þrjár vikur í settan tíma og Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu að æfa. Æfingarnar hafa reyndar þróast og breyst í takt við það að bumban hafi stækkað. Anníe Mist sagði frá því á dögunum að hún væri meira á þrekhjólinu en áður. Í nýjustu færslunni á Instagram síðu hennar má hins vegar sjá Anníe Mist búna að klifra í Reynisfjöru. „Þrjár vikur eftir og fjallageitin er enn í fullu fjöri,“ skrifaði Anníe Mist við myndina af sér standandi í klettunum við Reynisfjöru. Þetta er áhrifamikil mynd eins og sjá má hér fyrir ofan. Það fór líka um suma aðdáendur hennar sem þótti Anníe Mist taka þarna fullmikla áhættu. Það eru dæmi um að fólk hafi dottið í þessum klettum og það gæti farið illa ef kasólétt kona myndi missa fótanna við þessar aðstæður. Anníe Mist Þórisdóttir hefur örugglega passað upp á sig og framtíðardótturina sem á að koma í heiminn í byrjun ágústmánaðar. „Í upphafi þessa þriðja hluta meðgöngunnar þá er barnið að vaxa mjög hratt og ég fann að ég var ekki að borða nóg af kalóríum. Það var þó ekki afsökun til að fá sér oftar snarl,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist Þórisdóttir segir þó frá því að hún sé að æfa aðeins minna sem er skiljanlegt enda bumban orðin mjög stór og enn fremur mjög stutt í fæðingu. Það má sjá færlu Anníe Mistar hér fyrir neðan. View this post on Instagram 3 weeks to go and the mountain goat is still active! ?? ?? ? ? During the first part of this third trimester the baby is growing rapidly and I could feel that my calorie intake was not quite high enough (not just an excuse to snack more ??) @rpstrength helped me make the necessary adjustments allowing me to keep on track - now eating similar but training a little less ????? ? #fitpregnancy #almostthere #37weekspregnant ? A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 16, 2020 at 8:43am PDT
CrossFit Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira