Staðfest smit á Indlandi fleiri en milljón Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 06:30 Íþróttahöll í Nýju-Delí var breytt í Covid-aðhlynningarstöð. Óttast er að faraldurinn sé enn í miklum vexti í Indlandi og að heilbrigðiskerfi landsins geti ekki staðið undir því álagi sem mun fylgja. Vísir/Getty Indland er nú þriðja ríki heimsins þar sem staðfest tilfelli kórónuveirunnar eru fleiri en milljón. Aðeins tvö önnur ríki eru með fleiri greind smit, Bandaríkin og Brasilía, en í Brasilíu eru tilfellin orðin fleiri en tvær milljónir. Flest tilfellin eru enn í Bandaríkjunum þar sem rúmlega 3,5 milljónir manna hafa greinst með veiruna. Fjöldi smita í Brasilíu og Indlandi hefur því tvöfaldast á minna en mánuði, þó svo að dánartíðni hefur haldist sú sama í Brasilíu að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Á Indlandi hafa 25 þúsund látist en óttast er að staðan fari versnandi eftir að veiran fór að berast í smærri þorp á landsbyggðinni. Um 1,3 milljarður manna býr á Indlandi og er búist við að tilfellum fari fjölgandi þegar afkastageta eykst í sýnatökum. Veiran gæti þó orðið erfið viðureignar þar í ljósi þess álags sem er nú þegar á heilbrigðiskerfi landsins og telja faraldsfræðingar að enn séu nokkrir mánuðir í að faraldurinn nái hápunkti í landinu. Líklegt sé að mun fleiri séu smitaðir en fjöldi staðfestra smita gefur til kynna. Indverski faraldsfræðingurinn Giridhar Babu segir Indverja mega búa sig undir fleiri tilfelli á næstu mánuðum, enda sé það eðlileg þróun þegar kemur að heimsfaröldrum. Markmiðið verði að vera að koma í veg fyrir frekari dauðsföll og því þurfi að útfæra vel hvernig sjúkrahúsplássum verður ráðstafað til sjúklinga sem þurfa á þeim að halda í ljósi veikleika heilbrigðiskerfisins. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Indland er nú þriðja ríki heimsins þar sem staðfest tilfelli kórónuveirunnar eru fleiri en milljón. Aðeins tvö önnur ríki eru með fleiri greind smit, Bandaríkin og Brasilía, en í Brasilíu eru tilfellin orðin fleiri en tvær milljónir. Flest tilfellin eru enn í Bandaríkjunum þar sem rúmlega 3,5 milljónir manna hafa greinst með veiruna. Fjöldi smita í Brasilíu og Indlandi hefur því tvöfaldast á minna en mánuði, þó svo að dánartíðni hefur haldist sú sama í Brasilíu að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Á Indlandi hafa 25 þúsund látist en óttast er að staðan fari versnandi eftir að veiran fór að berast í smærri þorp á landsbyggðinni. Um 1,3 milljarður manna býr á Indlandi og er búist við að tilfellum fari fjölgandi þegar afkastageta eykst í sýnatökum. Veiran gæti þó orðið erfið viðureignar þar í ljósi þess álags sem er nú þegar á heilbrigðiskerfi landsins og telja faraldsfræðingar að enn séu nokkrir mánuðir í að faraldurinn nái hápunkti í landinu. Líklegt sé að mun fleiri séu smitaðir en fjöldi staðfestra smita gefur til kynna. Indverski faraldsfræðingurinn Giridhar Babu segir Indverja mega búa sig undir fleiri tilfelli á næstu mánuðum, enda sé það eðlileg þróun þegar kemur að heimsfaröldrum. Markmiðið verði að vera að koma í veg fyrir frekari dauðsföll og því þurfi að útfæra vel hvernig sjúkrahúsplássum verður ráðstafað til sjúklinga sem þurfa á þeim að halda í ljósi veikleika heilbrigðiskerfisins.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira