Mennirnir sem ætla að koma í veg fyrir að Fjallið vinni tíunda árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 09:30 Hafþór Júlíus Björnsson hefur unnið titilinn sterkasti maður Íslands undanfarin níu ár eða allt frá árinu 2011. Hann ætlar að bæta þeim tíunda við eftir rúmar þrjár vikur. Hér er hann fyrir framan verðlaunin sín úr keppninni. Skjámynd/Instagram Kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson er að undirbúa sig fyrir keppnina um sterkasti mann Íslands 2020 sem fer fram 8. og 9. ágúst næstkomandi. Hafþór Júlíus Björnsson hefur unnið keppnina um sterkasta mann Íslands níu ár í röð og getur því unnið tíunda sigur sinn í röð í ár. Hann fer síðan á fullt í undirbúning sinn fyrir hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall og keppir því væntanlega ekki í aflraunum á næsta ári. Hafþór Júlíus kynnti þá kappa á Instagram-síðu sinni sem ætla að reyna að koma í veg fyrir sögulegan sigur hans. Færsla Hafþórs er á ensku en hann á gríðarlegan fjölda erlendra aðdáenda sem sést að hann er með 3,3 milljónir fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram The line up for Iceland s Strongest Man 2020 is pretty strong! Here you can see the majority of the big guys that are competing August 8th and 9th. If you are in Iceland on these days you don t wanna miss this show! For more details visit https://tix.is/is/event/10362/sterkasti-ma-ur-islands/ # The competition will be live streamed on @roguefitness YouTube channel!! A post shared by Hafþo´r Ju´li´us Bjo¨rnsson (@thorbjornsson) on Jul 16, 2020 at 10:51am PDT „Það verða öflugir menn sem keppa um titilinn sterkasti maður Íslands 2020. Á þessari mynd getið þið séð meirihlutann af stóru mönnunum sem ætla að keppa 8. og 9. ágúst. Ef þú ert á Íslandi á þessum dögum þá viltu ekki missa af þessari sýningu,“ skrifaði Hafþór Júlíus Björnsson á Instagram síðuna sína. Það er spurning hvort að Fjallið hafi þarna náð að kveikja áhuga hjá einhverjum erlendum áhugamönnum um aflraunir og einhverjir þeirra ákveði að skella sér til Íslands. Hafþór Júlíus Björnsson, Stefán Sölvi Pétursson og Ari Gunnarsson hafa allir keppt á Sterkasti manni heims en svo eru upprennandi stjörnur á borð við Eyþór Melsteð, Óskar Hafstein, Kristján Sindra Níelsson, Stefán Karel Torfason, Andre Backman og Kristján Páll Árnason sem ætla að reyna að blanda sér í baráttuna. Keppnin um sterkasta mann Íslands í ár fer fram á þremur stöðum en þetta er í 35. skipti sem keppnin er haldin. Laugardaginn 8. ágúst hefst keppni klukkan 13.30 á Selfossi í bændagöngu, sandpokaburði og kasta yfir rá. Keppendur færa svo yfir í Hveragerði en klukkan 16.30 verður keppt í réttstöðulyftu sem mun endast eins oft og keppendur geta lyft. Þar með lýkur fyrri deginum. Sunnudaginn 9. ágúst hefst dagskrá klukkan 17. 00 í Reiðhöllinni Víðidal en húsið opnar klukkan 16.00 og er selt þar inn. Keppt verður í Hönd yfir hönd, pressum og Húsafells helluburði. Hafþór Júlíus Björnsson varð í fyrsta sinn sterkasti maður Íslands árið 2011 og endaði þá tveggja ára sigurgöngu Stefáns Sölva Péturssonar. Kraftlyftingar Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson er að undirbúa sig fyrir keppnina um sterkasti mann Íslands 2020 sem fer fram 8. og 9. ágúst næstkomandi. Hafþór Júlíus Björnsson hefur unnið keppnina um sterkasta mann Íslands níu ár í röð og getur því unnið tíunda sigur sinn í röð í ár. Hann fer síðan á fullt í undirbúning sinn fyrir hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall og keppir því væntanlega ekki í aflraunum á næsta ári. Hafþór Júlíus kynnti þá kappa á Instagram-síðu sinni sem ætla að reyna að koma í veg fyrir sögulegan sigur hans. Færsla Hafþórs er á ensku en hann á gríðarlegan fjölda erlendra aðdáenda sem sést að hann er með 3,3 milljónir fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram The line up for Iceland s Strongest Man 2020 is pretty strong! Here you can see the majority of the big guys that are competing August 8th and 9th. If you are in Iceland on these days you don t wanna miss this show! For more details visit https://tix.is/is/event/10362/sterkasti-ma-ur-islands/ # The competition will be live streamed on @roguefitness YouTube channel!! A post shared by Hafþo´r Ju´li´us Bjo¨rnsson (@thorbjornsson) on Jul 16, 2020 at 10:51am PDT „Það verða öflugir menn sem keppa um titilinn sterkasti maður Íslands 2020. Á þessari mynd getið þið séð meirihlutann af stóru mönnunum sem ætla að keppa 8. og 9. ágúst. Ef þú ert á Íslandi á þessum dögum þá viltu ekki missa af þessari sýningu,“ skrifaði Hafþór Júlíus Björnsson á Instagram síðuna sína. Það er spurning hvort að Fjallið hafi þarna náð að kveikja áhuga hjá einhverjum erlendum áhugamönnum um aflraunir og einhverjir þeirra ákveði að skella sér til Íslands. Hafþór Júlíus Björnsson, Stefán Sölvi Pétursson og Ari Gunnarsson hafa allir keppt á Sterkasti manni heims en svo eru upprennandi stjörnur á borð við Eyþór Melsteð, Óskar Hafstein, Kristján Sindra Níelsson, Stefán Karel Torfason, Andre Backman og Kristján Páll Árnason sem ætla að reyna að blanda sér í baráttuna. Keppnin um sterkasta mann Íslands í ár fer fram á þremur stöðum en þetta er í 35. skipti sem keppnin er haldin. Laugardaginn 8. ágúst hefst keppni klukkan 13.30 á Selfossi í bændagöngu, sandpokaburði og kasta yfir rá. Keppendur færa svo yfir í Hveragerði en klukkan 16.30 verður keppt í réttstöðulyftu sem mun endast eins oft og keppendur geta lyft. Þar með lýkur fyrri deginum. Sunnudaginn 9. ágúst hefst dagskrá klukkan 17. 00 í Reiðhöllinni Víðidal en húsið opnar klukkan 16.00 og er selt þar inn. Keppt verður í Hönd yfir hönd, pressum og Húsafells helluburði. Hafþór Júlíus Björnsson varð í fyrsta sinn sterkasti maður Íslands árið 2011 og endaði þá tveggja ára sigurgöngu Stefáns Sölva Péturssonar.
Kraftlyftingar Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira