Sakfelldur þrátt fyrir skýringar um „harkalegt kynlíf“, ýkjur og nýrnasteina Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2020 10:42 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í vikunni dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist ítrekað á eiginkonu sína, þar af tvisvar fyrir framan barnungar dætur hennar. Konan breytti framburði sínum fyrir dómi og dró mjög í land, sagðist gjörn á að ýkja og væri með nýrnasteina sem skýrt gætu áverkana, en dómurinn mat það svo að taka ætti lýsingar hennar til grundvallar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að eiginkonu sinni í þrjú skipti, fyrst árið 2017, svo 2018 og að síðustu 2019. Í tveimur tilvikum voru þrjár barnungar dætur konunnar viðstaddar. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa slegið konuna, sparkað í hana, hrint henni, tekið hana hálstaki og kýlt hana í kvið, andlegg og bak. Þá hafi hann með þessu verið ógnandi við dæturnar, sýnt þeim „yfirgang og ruddalegt athæfi“, líkt og segir í ákæru. Sagðist eiga það til að ýkja Konan lýsti atvikum fyrir lögreglu í öllum tilvikum í samræmi við það sem fram kemur í ákæru. Þá voru vitni, til dæmis systir konunnar sem var að ræða við hana í síma þegar maðurinn réðst á hana, ljósmyndir og áverkavottorð í samræmi við framburð hennar. Konan skoraðist hins vegar undan því fyrir dómi að gefa vitnaskýrslu. Hún óskaði þó eftir að gefa yfirlýsingu og lýsti því þá að framburður hennar hjá lögreglu hefði verið ýktur og ákærði í mesta lagi ýtt við henni. Þá tók hún það sérstaklega fram er varðaði eina árásina að maðurinn hefði í raun einungis ýtt henni til að verjast henni en ekki lamið hana, slegið hana í maga og tekið hana hálstaki. Þá gat hún þess að hún hefði verið með nýrnasteina og sagði aðspurð að hún ætti það til að ýkja. Maðurinn bar því einmitt við að sjúkdómsástand konunnar og hins vegar harkalegt kynlíf þeirra gætu skýrt áverka konunnar. Ótrúverðugt í ljósi tengsla við manninn Dómurinn hafnaði alfarið þessum skýringum hans. Það var að endingu mat dómsins að framburður mannsins væri ótrúverðugur og niðurstaða málsins því ekki á honum byggð. Fráhvarf konunnar frá fyrri framburði var jafnframt metið ótrúverðugt í ljósi atvika og tengsla hennar við manninn. Þannig verði byggt á trúverðugum framburði hennar hjá lögreglu, að því leyti sem hann fær fullnægjandi stoð í öðrum gögnum. Maðurinn var að endingu sakfelldur fyrir líkamsárásirnar þrjár gegn konu sinni. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að hann hafi ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Einnig var þó litið til þess að brot hans hafi beinst endurtekið gegn heilsu og velferð eiginkonu hans og hafði afleiðingar fyrir líðan og velferð hennar og barna hennar. Refsingin var, líkt og áður segir, ákveðin hæfileg fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Manninum var einnig gert að greiða fjársekt í ríkissjóð að upphæð 765.000 krónur en sæti ellegar fangelsi í 34 daga, sem og að greiða allan sakarkostnað, rúmar 1,3 milljónir. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir umferðarlaga- og fíkniefnabrot sem hann játaði skýlaust að hafa framið. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í vikunni dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist ítrekað á eiginkonu sína, þar af tvisvar fyrir framan barnungar dætur hennar. Konan breytti framburði sínum fyrir dómi og dró mjög í land, sagðist gjörn á að ýkja og væri með nýrnasteina sem skýrt gætu áverkana, en dómurinn mat það svo að taka ætti lýsingar hennar til grundvallar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að eiginkonu sinni í þrjú skipti, fyrst árið 2017, svo 2018 og að síðustu 2019. Í tveimur tilvikum voru þrjár barnungar dætur konunnar viðstaddar. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa slegið konuna, sparkað í hana, hrint henni, tekið hana hálstaki og kýlt hana í kvið, andlegg og bak. Þá hafi hann með þessu verið ógnandi við dæturnar, sýnt þeim „yfirgang og ruddalegt athæfi“, líkt og segir í ákæru. Sagðist eiga það til að ýkja Konan lýsti atvikum fyrir lögreglu í öllum tilvikum í samræmi við það sem fram kemur í ákæru. Þá voru vitni, til dæmis systir konunnar sem var að ræða við hana í síma þegar maðurinn réðst á hana, ljósmyndir og áverkavottorð í samræmi við framburð hennar. Konan skoraðist hins vegar undan því fyrir dómi að gefa vitnaskýrslu. Hún óskaði þó eftir að gefa yfirlýsingu og lýsti því þá að framburður hennar hjá lögreglu hefði verið ýktur og ákærði í mesta lagi ýtt við henni. Þá tók hún það sérstaklega fram er varðaði eina árásina að maðurinn hefði í raun einungis ýtt henni til að verjast henni en ekki lamið hana, slegið hana í maga og tekið hana hálstaki. Þá gat hún þess að hún hefði verið með nýrnasteina og sagði aðspurð að hún ætti það til að ýkja. Maðurinn bar því einmitt við að sjúkdómsástand konunnar og hins vegar harkalegt kynlíf þeirra gætu skýrt áverka konunnar. Ótrúverðugt í ljósi tengsla við manninn Dómurinn hafnaði alfarið þessum skýringum hans. Það var að endingu mat dómsins að framburður mannsins væri ótrúverðugur og niðurstaða málsins því ekki á honum byggð. Fráhvarf konunnar frá fyrri framburði var jafnframt metið ótrúverðugt í ljósi atvika og tengsla hennar við manninn. Þannig verði byggt á trúverðugum framburði hennar hjá lögreglu, að því leyti sem hann fær fullnægjandi stoð í öðrum gögnum. Maðurinn var að endingu sakfelldur fyrir líkamsárásirnar þrjár gegn konu sinni. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að hann hafi ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Einnig var þó litið til þess að brot hans hafi beinst endurtekið gegn heilsu og velferð eiginkonu hans og hafði afleiðingar fyrir líðan og velferð hennar og barna hennar. Refsingin var, líkt og áður segir, ákveðin hæfileg fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Manninum var einnig gert að greiða fjársekt í ríkissjóð að upphæð 765.000 krónur en sæti ellegar fangelsi í 34 daga, sem og að greiða allan sakarkostnað, rúmar 1,3 milljónir. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir umferðarlaga- og fíkniefnabrot sem hann játaði skýlaust að hafa framið.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira