Viðræðum slitið og öllum flugfreyjum sagt upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2020 13:35 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Arnar Icelandair hefur ákveðið að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ). Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Icelandair gerir ráð fyrir að hefja í kjölfarið viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair sem send var Kauphöll Íslands rétt í þessu. Kjaraviðræður Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Samningur milli félaganna var undirritaður 25. júní en var kolfelldur í atkvæðagreiðslu FFÍ nú í júlí. Forsvarsmenn Icelandair hafa lagt áherslu á að samningar þurfi að nást við stéttarfélög starfsmanna fyrir hlutafjárútboð sem stefnt er að á næstu vikum. Þegar hefur verið samið við flugmenn og flugvirkja en í tilkynningu Icelandair segir að það sé mat félagsins að ekki verði lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Þeim hafi því verið slitið og öllum flugfreyjum sem starfa hjá félaginu sagt upp. „Flugmenn félagsins munu frá og með mánudeginum 20. júlí starfa tímabundið sem öryggisliðar um borð. Þjónustustig um borð í vélum Icelandair mun áfram taka mið af þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið vegna COVID-19 og verður því í lágmarki,“ segir í tilkynningu. Þá gerir Icelandair ráð fyrir að hefja viðræður við „annan samningsaðila á hinum íslenska vinnumarkaði um framtíðarkjör öryggis- og þjónustuliða hjá félaginu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við Flugfreyjufélagið. Fjölmörg tilboð hafi verið lögð fram sem öllum hafi verið hafnað. Gengið hafi verið eins langt og mögulegt var með undirrituðum kjarasamningi sem svo var felldur. Bogi segir að sá samningur „hefði tryggt ein bestu kjör fyrir störf flugfreyja og flugþjóna sem þekkjast á alþjóðamarkaði.“ „Tíminn er á þrotum og við neyðumst til að leita annarra leiða. Þessi ákvörðun er mér afar þungbær en nauðsynleg þar sem ljóst er að samtalið milli félaganna tveggja fer ekki lengra. Það hvílir mikil ábyrgð á okkur sem stjórnum félaginu að tryggja rekstur þess til framtíðar og því miður sjáum við ekki annan kost í stöðunni en að fara þessa leið. Það er sárt að vera í þessari stöðu gagnvart afburðasamstarfsfólki sem hefur staðið vaktina með félaginu til fjölda ára, svo eftir hefur verið tekið,“ segir Bogi. Greint var frá því í gær að Icelandair hefði endurráðið 139 flugmenn af þeim 421 sem sagt var upp í lok apríl. Alls sagði Icelandair upp um 2000 starfsmönnum í lok apríl til að bregðast við þeirri stöðu sem félagið stóð frammi fyrir vegna faraldurs kórónuveiru. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair endurræður 114 flugmenn af 421 Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. 16. júlí 2020 13:42 Segjast hafa breytt orðalagi að beiðni FFÍ fyrir undirritun Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður 15. júlí 2020 14:32 Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01 Mest lesið Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Icelandair hefur ákveðið að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ). Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Icelandair gerir ráð fyrir að hefja í kjölfarið viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair sem send var Kauphöll Íslands rétt í þessu. Kjaraviðræður Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Samningur milli félaganna var undirritaður 25. júní en var kolfelldur í atkvæðagreiðslu FFÍ nú í júlí. Forsvarsmenn Icelandair hafa lagt áherslu á að samningar þurfi að nást við stéttarfélög starfsmanna fyrir hlutafjárútboð sem stefnt er að á næstu vikum. Þegar hefur verið samið við flugmenn og flugvirkja en í tilkynningu Icelandair segir að það sé mat félagsins að ekki verði lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Þeim hafi því verið slitið og öllum flugfreyjum sem starfa hjá félaginu sagt upp. „Flugmenn félagsins munu frá og með mánudeginum 20. júlí starfa tímabundið sem öryggisliðar um borð. Þjónustustig um borð í vélum Icelandair mun áfram taka mið af þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið vegna COVID-19 og verður því í lágmarki,“ segir í tilkynningu. Þá gerir Icelandair ráð fyrir að hefja viðræður við „annan samningsaðila á hinum íslenska vinnumarkaði um framtíðarkjör öryggis- og þjónustuliða hjá félaginu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við Flugfreyjufélagið. Fjölmörg tilboð hafi verið lögð fram sem öllum hafi verið hafnað. Gengið hafi verið eins langt og mögulegt var með undirrituðum kjarasamningi sem svo var felldur. Bogi segir að sá samningur „hefði tryggt ein bestu kjör fyrir störf flugfreyja og flugþjóna sem þekkjast á alþjóðamarkaði.“ „Tíminn er á þrotum og við neyðumst til að leita annarra leiða. Þessi ákvörðun er mér afar þungbær en nauðsynleg þar sem ljóst er að samtalið milli félaganna tveggja fer ekki lengra. Það hvílir mikil ábyrgð á okkur sem stjórnum félaginu að tryggja rekstur þess til framtíðar og því miður sjáum við ekki annan kost í stöðunni en að fara þessa leið. Það er sárt að vera í þessari stöðu gagnvart afburðasamstarfsfólki sem hefur staðið vaktina með félaginu til fjölda ára, svo eftir hefur verið tekið,“ segir Bogi. Greint var frá því í gær að Icelandair hefði endurráðið 139 flugmenn af þeim 421 sem sagt var upp í lok apríl. Alls sagði Icelandair upp um 2000 starfsmönnum í lok apríl til að bregðast við þeirri stöðu sem félagið stóð frammi fyrir vegna faraldurs kórónuveiru. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair endurræður 114 flugmenn af 421 Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. 16. júlí 2020 13:42 Segjast hafa breytt orðalagi að beiðni FFÍ fyrir undirritun Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður 15. júlí 2020 14:32 Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01 Mest lesið Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Icelandair endurræður 114 flugmenn af 421 Af þeim 421 flugmanni sem Icelandair sagði upp í lok apríl munu 139 starfa hjá fyrirtækinu um næstu mánaðamót. 16. júlí 2020 13:42
Segjast hafa breytt orðalagi að beiðni FFÍ fyrir undirritun Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður 15. júlí 2020 14:32
Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01