Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2020 11:41 Halla Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri ASÍ. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. Hún segir félagið aldrei hafa viljað semja við Flugfreyjufélag Íslands heldur hafi markmiðið alltaf verið að „brjóta stéttarfélag flugfreyja á bak aftur“ til þess að ganga í augun á fjárfestum. „Það sem er hræðilegast við aðgerðir Icelandair er að þær voru þaulskipulagðar,“ skrifar Halla um málið. Hún segir það oft gleymast í umræðunni að þjóðin sé stærsti bakhjarl félagsins í gegnum lífeyrissjóði og ofan á það bætist ríkisstuðningur. Hún segir upplýsingar frá Icelandair benda til þess að launakostnaður flugfreyja sé um sjö prósent af rekstrarkostnaði. Það hafi því verið pólitísk ákvörðun að slíta viðræðunum sem snúist minna um kostnað. „Það er því pólitísk, ekki peningaleg, ákvörðun að ráðast gegn þeim af slíku offorsi. Niðurbrotstilraunum verður svarað af fullri hörku,“ skrifar Halla og bætir við að réttindi launafólks séu grunnur að allri almennri velferð á Íslandi. Munu beina því til lífeyrissjóða að taka ekki þátt í hlutafjárútboðinu Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði ákvörðun Icelandair að slíta viðræðunum vera ótrúlega ósvífni og vanvirðingu gagnvart starfsfólki. Í samtali við fréttastofu í gær sagðist hún ekki vita dæmi þess að slíkt hefði komið upp á íslenskum vinnumarkaði. „Ég veit ekki fordæmi þess að félag ætli að fara svona gegn eigin starfsfólki og í rauninni að þrýsta niður launum einhliða,“ sagði Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Hún sagði ASÍ gera þá kröfu að hvorki lífeyrissjóðir né stjórnvöld taki þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Það væri ábyrgð þeirra að styðja ekki við fyrirtæki sem færu svo „freklega gegn starfsfólki og vinnumarkaðnum“. „Ég get ekki séð annað en að félagið sé þarna að fara mjög illa að ráði sínu ef að þeir ætla að njóta trausts og trúnaðar fólks til þess að fara í hlutafjárútboð.“ Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. Hún segir félagið aldrei hafa viljað semja við Flugfreyjufélag Íslands heldur hafi markmiðið alltaf verið að „brjóta stéttarfélag flugfreyja á bak aftur“ til þess að ganga í augun á fjárfestum. „Það sem er hræðilegast við aðgerðir Icelandair er að þær voru þaulskipulagðar,“ skrifar Halla um málið. Hún segir það oft gleymast í umræðunni að þjóðin sé stærsti bakhjarl félagsins í gegnum lífeyrissjóði og ofan á það bætist ríkisstuðningur. Hún segir upplýsingar frá Icelandair benda til þess að launakostnaður flugfreyja sé um sjö prósent af rekstrarkostnaði. Það hafi því verið pólitísk ákvörðun að slíta viðræðunum sem snúist minna um kostnað. „Það er því pólitísk, ekki peningaleg, ákvörðun að ráðast gegn þeim af slíku offorsi. Niðurbrotstilraunum verður svarað af fullri hörku,“ skrifar Halla og bætir við að réttindi launafólks séu grunnur að allri almennri velferð á Íslandi. Munu beina því til lífeyrissjóða að taka ekki þátt í hlutafjárútboðinu Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði ákvörðun Icelandair að slíta viðræðunum vera ótrúlega ósvífni og vanvirðingu gagnvart starfsfólki. Í samtali við fréttastofu í gær sagðist hún ekki vita dæmi þess að slíkt hefði komið upp á íslenskum vinnumarkaði. „Ég veit ekki fordæmi þess að félag ætli að fara svona gegn eigin starfsfólki og í rauninni að þrýsta niður launum einhliða,“ sagði Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Hún sagði ASÍ gera þá kröfu að hvorki lífeyrissjóðir né stjórnvöld taki þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Það væri ábyrgð þeirra að styðja ekki við fyrirtæki sem færu svo „freklega gegn starfsfólki og vinnumarkaðnum“. „Ég get ekki séð annað en að félagið sé þarna að fara mjög illa að ráði sínu ef að þeir ætla að njóta trausts og trúnaðar fólks til þess að fara í hlutafjárútboð.“
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39
Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45