Ragnar svarar Guðmundi og segir gagnrýni á stjórnendur Icelandair réttmæta Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2020 13:00 Ragnar Þór Ingólfsson hefur svarað skrifum Guðmundar Þórðar Guðmundssonar. Vísir/Vilhelm/Getty Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, spyr Guðmund Þórð Guðmundsson landsliðsþjálfara hvort ný viðmið á vinnumarkaði eigi að vera á forsendum fyrirtækja án aðkomu stéttarfélaga og hvort stórfyrirtækin eigi að „leiða okkur óáreitt í gegnum enn eina niðursveifluna“. Litlar líkur séu á því að lífeyrissjóðir komi að fjárfestingum í Icelandair vegna framgöngu stjórnenda félagsins að sögn Ragnars og það sé því eðlileg krafa að kalla eftir breytingum í stjórnendahópnum. Þetta kemur fram í svari Ragnars við færslu Guðmundar frá því í gær þar sem hann fór yfir ákvörðun Icelandair að slíta einhliða samningaviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Sagði Guðmundur það ekki koma á óvart að Ragnar Þór færi þar fremstur í flokki í ljósi þess að hann hefði tamið sér að vera „stóryrtur mjög.“ Guðmundur tók upp hanskann fyrir Icelandair í færslunni og sagði að svo virtist sem samninganefnd FFÍ hefði ekki áttað sig á því að rekstraraðstæður flugfélaga væru fordæmalausar. Félagið gæti ekki lifað af án verulegra hagræðinga. Ragnar birtir í dag langa færslu á Facebook þar sem hann svarar Guðmundi og segir málið stærra en Icelandair. Guðmundur eigi að þekkja vel til ítaka lífeyrissjóða í íslensku viðskiptalífi eftir störf sín fyrir Kaupþing og hvernig þeim hafi verið beitt fyrir „ákveðnar viðskiptablokkir“ án afskipta verkalýðshreyfingarinnar. „Það veldur mér sárum vonbrigðum að þú skulir stíga fram fyrst núna og gagnrýna það að sjóðunum sé mögulega beitt og fyrir hverja, að verkalýðshreyfingin sé loksins tilbúinn til að ganga lengra en áður í að verja grundvallar réttindi og lífskjör almennings í landinu,“ skrifar Ragnar. „Hver viltu að hin nýju viðmið verði?“ Ragnar spyr Guðmund jafnframt hvað eigi að liggja til grundvallar. Spursmál sé hvort hann vilji að lífskjörin séu sambærileg þeim á Filippseyjum þar sem grundvallarréttindi fólks séu fótum troðin eða þá hvort þau eigi að líkjast starfsmannaleigum í Austur-Evrópu. „Ertu að leggja það til að hin nýju viðmið verði á forsendum fyrirtækjanna án aðkomu stéttarfélaga? Allt í heilögu nafni endurreisnar og samkeppnishæfni.“ Hann segir málið vera miklu stærra en Icelandair og hann sé sammála Guðmundi að það eigi að taka tillit til þeirra aðstæðna sem eru vegna kórónuveirufaraldursins. Það verði þó ekki gert með þessum hætti sem Ragnar lýsti fyrr í pistlinum. „Við höfum bitra reynslu á síðasta hruni sem var fordæmalaust fyrir margra hluta sakir. Sú endurreisn var gerð á forsendum gerenda hrunsins með skelfilegum afleiðingum fyrir þúsundir heimila.“ „Litlar sem engar líkur“ að lífeyrissjóðir komi að fjárfestingu Ragnar beinir þá spurningu til Guðmundar og biður hann um að svara út frá reynslu sinni sem landsliðsþjálfari. Hann spyr hvort það væri ekki réttlætanleg krafa frá stuðningsmönnum að skipta um stjórnendur ef stórlið hefði tekið rangar ákvarðanir árum saman þrátt fyrir aðgang að endalausu fjármagni. „Ég velti þesu fyrir mér í samhengi þess hvernig haldið hefur verið á málum gagnvart Boeing, breytingum á leiðakerfum, kaup félagsins á ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, viðbrögð við samkeppni á einum mesta uppgangstíma flugsögunnar, klúðrið og spillingin í kringum Lindarvatn sem byggir hótelið á Landsímareitnum og svo ömurlega framkomu stjórnenda og yfirlýsingar í garð starfsfólks.“ Ragnar segir „litlar sem engar líkur“ að lífeyrissjóðirnir komi að fjárfestingu vegna framgöngu stjórnenda. Það sé vilji allra að félagið komist í gegnum þá erfiðleika sem blasa við en staðan sé orðin mun flóknari. „Auðvitað viljum að að félagið lifi þessar hremmingar af en staðan er mun flóknari vegna þess að þetta er orðið að máli alþjóðavæðingar. Alþjóðavæðingar stórfyrirtækja sem drepa niður réttindabaráttu launafólks og brýtur niður samfélög,“ skrifar Ragnar. „Við stöndum á tímamótum Guðmundur, tímamótum þar sem verkalýðshreyfingin verður að standa í lappirnar. Við getum ekki og munum ekki standa á hliðarlínunni eða sem áhorfendur eins gert var í síðasta hruni.“ Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. 18. júlí 2020 11:41 Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. 18. júlí 2020 10:49 Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Þá hefur Flugfreyjufélagið boðað til allsherjarverkfalls og verður kosið um það þann 24. júlí næstkomandi. 17. júlí 2020 22:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, spyr Guðmund Þórð Guðmundsson landsliðsþjálfara hvort ný viðmið á vinnumarkaði eigi að vera á forsendum fyrirtækja án aðkomu stéttarfélaga og hvort stórfyrirtækin eigi að „leiða okkur óáreitt í gegnum enn eina niðursveifluna“. Litlar líkur séu á því að lífeyrissjóðir komi að fjárfestingum í Icelandair vegna framgöngu stjórnenda félagsins að sögn Ragnars og það sé því eðlileg krafa að kalla eftir breytingum í stjórnendahópnum. Þetta kemur fram í svari Ragnars við færslu Guðmundar frá því í gær þar sem hann fór yfir ákvörðun Icelandair að slíta einhliða samningaviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Sagði Guðmundur það ekki koma á óvart að Ragnar Þór færi þar fremstur í flokki í ljósi þess að hann hefði tamið sér að vera „stóryrtur mjög.“ Guðmundur tók upp hanskann fyrir Icelandair í færslunni og sagði að svo virtist sem samninganefnd FFÍ hefði ekki áttað sig á því að rekstraraðstæður flugfélaga væru fordæmalausar. Félagið gæti ekki lifað af án verulegra hagræðinga. Ragnar birtir í dag langa færslu á Facebook þar sem hann svarar Guðmundi og segir málið stærra en Icelandair. Guðmundur eigi að þekkja vel til ítaka lífeyrissjóða í íslensku viðskiptalífi eftir störf sín fyrir Kaupþing og hvernig þeim hafi verið beitt fyrir „ákveðnar viðskiptablokkir“ án afskipta verkalýðshreyfingarinnar. „Það veldur mér sárum vonbrigðum að þú skulir stíga fram fyrst núna og gagnrýna það að sjóðunum sé mögulega beitt og fyrir hverja, að verkalýðshreyfingin sé loksins tilbúinn til að ganga lengra en áður í að verja grundvallar réttindi og lífskjör almennings í landinu,“ skrifar Ragnar. „Hver viltu að hin nýju viðmið verði?“ Ragnar spyr Guðmund jafnframt hvað eigi að liggja til grundvallar. Spursmál sé hvort hann vilji að lífskjörin séu sambærileg þeim á Filippseyjum þar sem grundvallarréttindi fólks séu fótum troðin eða þá hvort þau eigi að líkjast starfsmannaleigum í Austur-Evrópu. „Ertu að leggja það til að hin nýju viðmið verði á forsendum fyrirtækjanna án aðkomu stéttarfélaga? Allt í heilögu nafni endurreisnar og samkeppnishæfni.“ Hann segir málið vera miklu stærra en Icelandair og hann sé sammála Guðmundi að það eigi að taka tillit til þeirra aðstæðna sem eru vegna kórónuveirufaraldursins. Það verði þó ekki gert með þessum hætti sem Ragnar lýsti fyrr í pistlinum. „Við höfum bitra reynslu á síðasta hruni sem var fordæmalaust fyrir margra hluta sakir. Sú endurreisn var gerð á forsendum gerenda hrunsins með skelfilegum afleiðingum fyrir þúsundir heimila.“ „Litlar sem engar líkur“ að lífeyrissjóðir komi að fjárfestingu Ragnar beinir þá spurningu til Guðmundar og biður hann um að svara út frá reynslu sinni sem landsliðsþjálfari. Hann spyr hvort það væri ekki réttlætanleg krafa frá stuðningsmönnum að skipta um stjórnendur ef stórlið hefði tekið rangar ákvarðanir árum saman þrátt fyrir aðgang að endalausu fjármagni. „Ég velti þesu fyrir mér í samhengi þess hvernig haldið hefur verið á málum gagnvart Boeing, breytingum á leiðakerfum, kaup félagsins á ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, viðbrögð við samkeppni á einum mesta uppgangstíma flugsögunnar, klúðrið og spillingin í kringum Lindarvatn sem byggir hótelið á Landsímareitnum og svo ömurlega framkomu stjórnenda og yfirlýsingar í garð starfsfólks.“ Ragnar segir „litlar sem engar líkur“ að lífeyrissjóðirnir komi að fjárfestingu vegna framgöngu stjórnenda. Það sé vilji allra að félagið komist í gegnum þá erfiðleika sem blasa við en staðan sé orðin mun flóknari. „Auðvitað viljum að að félagið lifi þessar hremmingar af en staðan er mun flóknari vegna þess að þetta er orðið að máli alþjóðavæðingar. Alþjóðavæðingar stórfyrirtækja sem drepa niður réttindabaráttu launafólks og brýtur niður samfélög,“ skrifar Ragnar. „Við stöndum á tímamótum Guðmundur, tímamótum þar sem verkalýðshreyfingin verður að standa í lappirnar. Við getum ekki og munum ekki standa á hliðarlínunni eða sem áhorfendur eins gert var í síðasta hruni.“
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. 18. júlí 2020 11:41 Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. 18. júlí 2020 10:49 Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Þá hefur Flugfreyjufélagið boðað til allsherjarverkfalls og verður kosið um það þann 24. júlí næstkomandi. 17. júlí 2020 22:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. 18. júlí 2020 11:41
Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. 18. júlí 2020 10:49
Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Þá hefur Flugfreyjufélagið boðað til allsherjarverkfalls og verður kosið um það þann 24. júlí næstkomandi. 17. júlí 2020 22:00