Opið bréf flugfreyju til FÍA: „Átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi“ Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2020 17:43 Icelandair sagði upp flugfreyjum sínum í gær. Vísir/Vilhelm „Ég frétti af brottrekstri mínum í fjölmiðlum í gær eftir næstum því þrjátíu ára farsælt starf hjá fyrirtækinu. Ég lagði út í kant og starði tómum augum út í loftið. Í raun átti ég samt von á hverju sem var í ljósi þess hver staðan var orðin en ég átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi,“ skrifar Ingunn Kristín Ólafsdóttir sem starfað hefur sem flugfreyja hjá Icelandair í opnu bréfi sínu til formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, Jóns Þórs Þorvaldssonar. Icelandair Group ákvað í gær að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja öllum starfandi flugfreyjum upp. Í stað flugfreyja munu flugmenn sinna hlutverki öryggisliða í farþegarými véla Icelandair. Ingunn spyr hvort aldrei hafi komið til greina af hálfu FÍA að segja nei þegar flugmenn voru beðnir um að sinna hlutverkinu og segja „Við getum ekki gengið í störf félagsmanna annars stéttarfélags og tekið þátt í að hafa af þeim atvinnu þeirra og lifibrauð. Þessa baráttu þurfið þið einfaldlega að eiga við þeirra stéttarfélag, þetta er ekki okkar slagur,“ spyr Ingunn. Ingunn segir þá að það hafi verið mikil vonbrigði þegar flugmenn stóðu ekki við bakið á flugfreyjum þegar þær voru sviptar hlutastörfum sínum fyrr á árinu. Segir hún þá baráttu nú virðast „óraunveruleg lúxus barátta.“ Þá veltir Ingunn fyrir sér hvort flugmenn hefðu ekki geta komist hjá þessari stöðu með því að segja einfaldlega nei. „Ég verð að segja að í ljósi sögunnar ætti ekki að koma mér á óvart að njóta einskis stuðnings frá vinum mínum flugmönnum í okkar nýliðnu kjarabaráttu,“ skrifar Ingunn. „Rúmlega sjötíu prósent félagsmanna FFÍ felldu nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þeir töldu, svo ég noti orð míns formanns, of langt gengið í hagræðingarkröfum. Þá spyr ég þig aftur Jón Þór, getur verið að þú hafir gengið of langt núna með félagsmenn þína stillta upp við vegg? Í rauninni hef ég fullan skilning á ömurlegri stöðu þinna atvinnulausu félagsmanna sem eru settir í vonlausa aðstöðu en fannst þér aldrei að hægt hefði verið að komast hjá þessu með því að segja einfaldlega NEI?“ spyr Ingunn einnig áður en hún óskar Jóni Þóri góðra ferða sama í hvaða stöðu flugmanns hann verði. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
„Ég frétti af brottrekstri mínum í fjölmiðlum í gær eftir næstum því þrjátíu ára farsælt starf hjá fyrirtækinu. Ég lagði út í kant og starði tómum augum út í loftið. Í raun átti ég samt von á hverju sem var í ljósi þess hver staðan var orðin en ég átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi,“ skrifar Ingunn Kristín Ólafsdóttir sem starfað hefur sem flugfreyja hjá Icelandair í opnu bréfi sínu til formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, Jóns Þórs Þorvaldssonar. Icelandair Group ákvað í gær að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja öllum starfandi flugfreyjum upp. Í stað flugfreyja munu flugmenn sinna hlutverki öryggisliða í farþegarými véla Icelandair. Ingunn spyr hvort aldrei hafi komið til greina af hálfu FÍA að segja nei þegar flugmenn voru beðnir um að sinna hlutverkinu og segja „Við getum ekki gengið í störf félagsmanna annars stéttarfélags og tekið þátt í að hafa af þeim atvinnu þeirra og lifibrauð. Þessa baráttu þurfið þið einfaldlega að eiga við þeirra stéttarfélag, þetta er ekki okkar slagur,“ spyr Ingunn. Ingunn segir þá að það hafi verið mikil vonbrigði þegar flugmenn stóðu ekki við bakið á flugfreyjum þegar þær voru sviptar hlutastörfum sínum fyrr á árinu. Segir hún þá baráttu nú virðast „óraunveruleg lúxus barátta.“ Þá veltir Ingunn fyrir sér hvort flugmenn hefðu ekki geta komist hjá þessari stöðu með því að segja einfaldlega nei. „Ég verð að segja að í ljósi sögunnar ætti ekki að koma mér á óvart að njóta einskis stuðnings frá vinum mínum flugmönnum í okkar nýliðnu kjarabaráttu,“ skrifar Ingunn. „Rúmlega sjötíu prósent félagsmanna FFÍ felldu nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þeir töldu, svo ég noti orð míns formanns, of langt gengið í hagræðingarkröfum. Þá spyr ég þig aftur Jón Þór, getur verið að þú hafir gengið of langt núna með félagsmenn þína stillta upp við vegg? Í rauninni hef ég fullan skilning á ömurlegri stöðu þinna atvinnulausu félagsmanna sem eru settir í vonlausa aðstöðu en fannst þér aldrei að hægt hefði verið að komast hjá þessu með því að segja einfaldlega NEI?“ spyr Ingunn einnig áður en hún óskar Jóni Þóri góðra ferða sama í hvaða stöðu flugmanns hann verði.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira