Fullyrðingar verkalýðsleiðtoga um undirboð „algjör þvæla“ Sylvía Hall skrifar 19. júlí 2020 12:02 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var harðorður í garð verkalýðsforystunnar í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hann segir rangt að félagið sé að lækka laun í nýjum samningum, það muni standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks en farið sé fram á meira vinnuframlag. „Það er ekki verið að lækka laun. Það er verið að standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks gegn meiri vinnu. Félagið er áfram að bjóða bestu kjör sem þekkjast í kringum okkur,“ sagði Bogi. Hann segir slíkar hagræðingaraðgerðir vera nauðsynlegar fyrir fyrirtækið. Það sé engin leið fyrir íslenskt flugfélag að vera í verðsamkeppni við félög sem hafa mun lægri rekstrarkostnað og á alþjóðlegum mælikvarða verði Icelandair alltaf lítið í heildarsamhenginu. Stór hluti rekstrarkostnaðar sé kostnaður sem félagið hefur ekki stjórn á og því þurfti að semja skynsamlega um þann kostnað sem félagið getur haft eitthvað um að segja. Það hafi þó aldrei komið til greina að færa störf annað. „Okkar markmið númer eitt, tvö og þrjú hefur verið að vinna á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði Bogi og bætti við að það hefði ekki einu sinni komið til tals. Fjármálaeftirlitið hljóti að skoða ummæli verkalýðshreyfingarinnar Eftir að tilkynnt var um einhliða viðræðuslit Icelandair á föstudag stigu margir verkalýðsleiðtogar fram og gagnrýndu framkomu fyrirtækisins. Var félagið gagnrýnt fyrir að ætla að ganga freklega fram í viðræðunum og skerða kjör flugfreyja um of. Bogi hafnar þeim málflutningi. „Við höfum heyrt verkalýðsleiðtoga tala um allskonar hluti sem varla eru svaraverðir. Ágætis hugmyndir en hafa ekki komið á borðið hjá ykkur, til dæmis erlendar áhafnaleigur,“ sagði Bogi í viðtalinu, greinilega ósáttur við framgöngu margra í fjölmiðlum undanfarna daga. „Þessar fullyrðingar verkalýðsleiðtoga undanfarna daga eru varla svaraverðar, að við séum í félagslegum undirboðum og erlendar starfsmannaleigur, þetta er náttúrulega bara algjör þvæla.“ Hann sagði það vera með „algjörum ólíkindum“ að hlusta á ummæli margra. Það stæði ekki steinn yfir steini í málflutningi verkalýðsforystunnar og hann gerði ráð fyrir því að Fjármálaeftirlitið myndi skoða meinta „skuggastjórnun“ varðandi óháða stjórnarmenn í lífeyrissjóðum. Vísaði hann þar til ummæla Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, þar sem hann sagðist ætla að beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir myndu beita sér fyrir því að sjóðurinn myndi sniðganga frekari fjárfestingar í félaginu. „Það eru bara ákveðin sárindi innan míns félags. Við erum með tæplega þúsund félagsmenn í VR sem dæmi. Ef við erum að reyna að bjarga félaginu þá er formaður VR að reyna að fella félagið. Þannig líta félagsmenn á þetta sem eru að starfa hjá okkar félagi.“ Kjaramál Icelandair Sprengisandur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var harðorður í garð verkalýðsforystunnar í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hann segir rangt að félagið sé að lækka laun í nýjum samningum, það muni standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks en farið sé fram á meira vinnuframlag. „Það er ekki verið að lækka laun. Það er verið að standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks gegn meiri vinnu. Félagið er áfram að bjóða bestu kjör sem þekkjast í kringum okkur,“ sagði Bogi. Hann segir slíkar hagræðingaraðgerðir vera nauðsynlegar fyrir fyrirtækið. Það sé engin leið fyrir íslenskt flugfélag að vera í verðsamkeppni við félög sem hafa mun lægri rekstrarkostnað og á alþjóðlegum mælikvarða verði Icelandair alltaf lítið í heildarsamhenginu. Stór hluti rekstrarkostnaðar sé kostnaður sem félagið hefur ekki stjórn á og því þurfti að semja skynsamlega um þann kostnað sem félagið getur haft eitthvað um að segja. Það hafi þó aldrei komið til greina að færa störf annað. „Okkar markmið númer eitt, tvö og þrjú hefur verið að vinna á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði Bogi og bætti við að það hefði ekki einu sinni komið til tals. Fjármálaeftirlitið hljóti að skoða ummæli verkalýðshreyfingarinnar Eftir að tilkynnt var um einhliða viðræðuslit Icelandair á föstudag stigu margir verkalýðsleiðtogar fram og gagnrýndu framkomu fyrirtækisins. Var félagið gagnrýnt fyrir að ætla að ganga freklega fram í viðræðunum og skerða kjör flugfreyja um of. Bogi hafnar þeim málflutningi. „Við höfum heyrt verkalýðsleiðtoga tala um allskonar hluti sem varla eru svaraverðir. Ágætis hugmyndir en hafa ekki komið á borðið hjá ykkur, til dæmis erlendar áhafnaleigur,“ sagði Bogi í viðtalinu, greinilega ósáttur við framgöngu margra í fjölmiðlum undanfarna daga. „Þessar fullyrðingar verkalýðsleiðtoga undanfarna daga eru varla svaraverðar, að við séum í félagslegum undirboðum og erlendar starfsmannaleigur, þetta er náttúrulega bara algjör þvæla.“ Hann sagði það vera með „algjörum ólíkindum“ að hlusta á ummæli margra. Það stæði ekki steinn yfir steini í málflutningi verkalýðsforystunnar og hann gerði ráð fyrir því að Fjármálaeftirlitið myndi skoða meinta „skuggastjórnun“ varðandi óháða stjórnarmenn í lífeyrissjóðum. Vísaði hann þar til ummæla Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, þar sem hann sagðist ætla að beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir myndu beita sér fyrir því að sjóðurinn myndi sniðganga frekari fjárfestingar í félaginu. „Það eru bara ákveðin sárindi innan míns félags. Við erum með tæplega þúsund félagsmenn í VR sem dæmi. Ef við erum að reyna að bjarga félaginu þá er formaður VR að reyna að fella félagið. Þannig líta félagsmenn á þetta sem eru að starfa hjá okkar félagi.“
Kjaramál Icelandair Sprengisandur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
„Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18
Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42
Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45