Umfjöllun og viðtöl: KR - Þróttur 1-1 | KR bjargaði stigi í uppbótartíma Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. júlí 2020 22:45 Úr leik KR og Vals fyrr á leiktíðinni. Vísir/HAG KR stálu í kvöld stigi á heimavelli gegn Þrótti með marki í uppbótartíma í Pepsi Max deild kvenna. Leikurinn fór 1-1 en Þróttur komust yfir og það var lítið sem benti til þess að KR myndu jafna fyrr en að þær gerðu það. KR voru síðan nálægt því að ná sér í þrjú stig en Angela Beard slapp í gegnum vörn Þróttara alveg í lokin en skaut framhjá. KR nýttu föstu leikatriði sín vel í fyrri hálfleik. Eftir rúman hálftíma fékk Thelma Lóa Hermannsdóttir frábært færi eftir aukaspyrnu sem endaði á að hún fékk skot af stuttu færi. Friðrika Arnardóttir varði frábærlega frá henni en hún var mjög góð í kvöld. Katrín Ásbjörnsdóttir fékk fyrsta færi leiksins eftir 9 mínútur af leiknum þegar hún fékk frían skalla í markteignum eftir hornspyrnu. Skallinn fór aðeins yfir markið en setti tóninn fyrir leikinn. Alma Mathiesen fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar rúmar tíu mínútur voru búnar af leiknum. Hún slapp inn fyrir Þróttara vörnina og komst ein á móti Friðrikku. Skotið var úr dálítið þröngu færi en markvarslan var samt alveg upp á 10. Þróttur var meira með boltann og reyndu að spila meira meðfram jörðinni í fyrri hálfleik. Þær áttu erfitt með að finna markavélarnar sínar þær Lindu Líf Boama og Stephanie Maríu Riberio. Þær enduðu nokkrum sinnum á að taka langskot sem voru aldrei að fara inn. Stephanie fékk eitt gott færi alveg í lok fyrri hálfleiks en skaut framhjá. Þróttur stýrðu umferðinni alveg í síðari hálfleik. Það voru ekki liðnar fimm mínútur af hálfleiknum þegar KR þurftu að bjarga á línu. Þá var Linda Líf komin ein á móti marki hélt hún eftir að leika á Ingibjörgu í markinu hjá KR. Angela Beard nýji leikmaður KR tók aftur á móti frábæran sprett og náði síðan einhvern veginn að tækla boltann úr markinu. Korteri seinna var Linda Líf næstum því aftur búin að leika á Ingibjörgu en endaði í grasinu. Þróttarar vildu víti en ekkert var dæmt. Linda Líf þurfti eftir þetta að fara meidd útaf en Nik Chamberlain þjálfari Þróttar var hræddur um að hún hafi farið úr axlarlið var hræddur um að hún hafi farið úr axlarlið. Inn fyrir Lindu Líf kom hún Ólöf Sigríður sem átti heldur betur glæsilega innkomu. Ólöf Sigríður var einmitt það sem Þróttur þurfti en hún var bara nokkrar mínútur að koma sér í dauðafæri. Á 70. mínútu fékk hún algjört dauðafæri en skaut framhjá. Hún var hinsvegar ekki lengi að gera að upp fyrir það. Fimm mínútum seinna slapp hún ein í gegn og vann spretthlaup við alla vörn KR áður en hún kláraði færið vel yfir Ingibjörgu í markinu. Ólöf átti síðan annað dauðafæri rétt áður en uppbótartíminn fór af stað þegar hún skaut af stuttu færi en skotið fór yfir markið. Það reyndist dýrt fyrir Þrótt að ná ekki að nýta fleiri af þessum færum sínum. Það var lítið sem benti til þess að KR myndu jafna en þær áttu ekki skot á markið í seinni hálfleik fyrr en í uppbótartíma. Eftir góða spyrnu frá Ingu Laufey Ágústsdóttur sem sveif yfir allan pakkann var Hlíf Hauksdóttir réttur maður á réttum stað þar sem hún potaði boltanum inn á fjærstönginni. KR voru síðan rosalega nálægt því að stela öllum stigunum mínútu seinna þegar Angela Beard slapp í gegn en skotið hennar fór framhjá markinu. Af hverju varð jafntefli? Gestirnir voru klaufar að ganga aldrei frá leiknum í seinni hálfleik en maður verður að hrósa KR fyrir að gefast ekki upp og ná að jafna undir lok leiksins. Hverjar stóðu upp úr? Álfhildur Rósa Kjartansdóttir er maður leiksins. Hún stýrði miðjunni eins og hershöfðingi og braut upp endalaust af sóknum hjá KR. Friðrikka Arnardóttir gerði líka tilkall í þetta en hún varði oft mjög vel. Síðan var Morgan Goff mjög góð í vörninni hjá Þrótt líka en hún átti nokkrar frábærar tæklingar. Þegar KR voru góðar í fyrri hálfleik var það helst Thelma Lóa sem var að valda usla. Nýji leikmaðurinn þeirra hún Angela Beard kom vel inn í hlutina og var góð varnarlega ásamt því að eiga nokkrar hættulegar fyrirgjafir. Tvöfalda skiptingin sem Nik gerði á 66. mínútu var frábær. Markaskorarinn hún Ólöf Sigríður kom þar inná en með henni kom hún Lea Björt sem var liggur við betri í leiknum. Sýndi nokkrum sinnum frábær tilþrif og bjó til hættu en þetta var mjög góð innkoma hjá henni. Hvað gekk illa? KR náðu bara ekkert að halda boltanum nema fyrstu tíu mínúturnar. Færin þeirra voru föst leikatriði og eitthvað sem kom eftir langa bolta. Lið með þennan mannskap á að geta spilað meiri fótbolta en þetta. Hvað gerist næst? KR fá FH í heimsókn á þriðjudaginn en það er leikur sem þær verða að vinna ef þær ætla ekki í bullandi fallbaráttu. Þróttur fara í heimsókn í Kópavoginn á fimmtudaginn og spila við Blikalið sem er ekki ennþá búið að fá mark á sig. Jóhannes Karl: Mjög sáttur „Ég var mjög sáttur. Það skipti náttúrulega sköpum að taka stig þarna, að vera ekki að láta Þróttarana taka þrjú stig á okkar heimavelli. Heilt yfir var bara frábært að fá mark á þessum tíma og það hefði verið draumur að sjá boltann inni í lokin líka,” sagði Jóhannes Karl þjálfari KR um jöfnunarmarkið sem Hlíf Hauksdóttir skoraði í uppbótartíma fyrir KR. Það var einmitt hún Angela Beard sem var nálægt því að skora sigurmark fyrir KR í uppbótartímanum. Angela var í kvöld að spila sinn fyrsta leik fyrir KR en hún kemur frá Ástralíu. „Hún var bara mjög sterk. Hún spilaði bakvörðinn í fyrri hálfleik og aðeins inn í seinni hálfleikinn. Hún hefur hraða og kraft, þetta er fjölhæfur leikmaður. Hún virkaði mjög vel á mig í dag.” KR áttu nokkur frábær færi í upphafi fyrri hálfleiks en misstu leikinn síðan hægt og rólega frá sér. Frammistaðan í seinni hálfleik var ekki alveg nógu góð. „Alveg sammála því. Mér fannst við hafa góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik við búum til tvö færi sem við eigum bara að skora úr. Við gefum enga sénsa á okkur. En svo í seinni hálfleik hvort sem það hafi verið að Þróttur hafi bara komið inn með aukinn kraft eða að við dettum aðeins niður þá voru Þróttararnir sterkari í seinni hálfleik og voru að skapa sér fleiri færi en við.” KR eru búnar að koma sterkar út úr sóttkví með tvo sigra í röð svo þessi frammistaða hljóta að vera svekkjandi á heimavelli á móti nýliðum. „Já en ég ætla samt ekki að taka neitt af Þróttaraliðinu. Mér fannst þær mjög sterkar. Þær loka þeim leiðum sem við viljum spila í og þær gera það vel. Þær voru mjög vinnusamar og við finnum ekki leiðir til að losa fyrstu pressu í gegnum miðjuspilið sem við viljum nota. Það verður ekki tekið af Þrótti að mér fannst þær spila virkilega vel.” Nik: Rosalega svekkjandi „Þetta var rosalega svekkjandi. Stelpurnar voru búnar að vera svo duglegar og við vorum betra liðið í kvöld. Þær voru að negla boltanum fram og vonast eftir því besta. Það er mjög pirrandi að fá mark á sig svona seint og það bætir það ekki hvernig við fengum markið á okkur, ” sagði Nik Chamberlain þjálfari Þróttar um hvernig það var að fá þetta mark á sig í lok leiksins. Þróttur átti alveg seinni hálfleikinn og markið var ekki beint sanngjarnt. Angela Beard var nálægt því að stela öllum þremur stigunum fyrir KR á 95. mínútu þegar hún komst ein á móti Friðrikku í markinu hjá Þrótti. Heppilega fyrir Þróttara þá skaut hún framhjá en hún var mjög nálægt því að skora. „Ef ég er hreinskilinn vorum við heppin að fá ekki annað mark á okkur alveg í blálokin. Við ættum að vera nógu gott lið til að klára svona leiki.” KR byrjaði leikinn betur og höfðu örugglega átt að vera yfir í hálfleik. Þróttur sýndi mikinn karakter og komust hægt og rólega betur inn í leikinn þangað til að þær stýrðu umferðinni bara algjörlega. „Þær áttu nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Frikka varði tvisvar rosalega vel. Við komumst hægt og rólega betur inn í leikinn. Síðan vorum við bara að leita að færum og ég er mjög sáttur með okkar frammistöðu.” „Við vorum að ná að spila boltanum inn í þröng svæði og skapa okkur færi. Það var virkilega gaman að horfa á þetta en við verðum að nýta færin okkar. Í þessari deild má ekki klúðra svona færum eins og við fengum í seinni hálfleik og treysta bara á vörninni.” Nik gerði örlagaríka breytingu á 66. mínútu þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom inná fyrir Lindu Líf Boama sem fór meidd útaf. Ólöf var allt í öllu eftir að hún kom inná en hún var tvisvar mjög nálægt því að skora auk þess sem hún skoraði það sem hefði getað verið sigurmarkið. „Við þurftum auðvitað að gera skiptingu þegar Linda meiddist illa. Ég er mjög ánægður með innkomuna hjá Ólöfu. Hún er búin að vera mjög dugleg á æfingum en mér sýnist hún vera að fara að spila mikið á næstunni þar sem Linda verður frá í einhvern tíma.” „Mér sýnist hún hafa farið úr axlarlið. Ég er ekki viss hvort henni hafi verið ýtt eða hvað. En þetta var bara slæmt veit ég. Ég vona bara að hún nái sér sem fyrst,” sagði Nik um hvaða meiðsli voru að hrjá Lindu Líf. Linda var komin í dauðafæri þegar hún féll niður í teignum en ekkert var dæmt. Það vakti athygli þegar liðin löbbuðu út á völlinn að Mary Alice Vignola var ekki inná. Hún var upprunalega skráð í byrjunarliðið hjá Þrótti en hún meiddist síðan í upphitun. Til að gera mál en verri fyrir næsta leik misstu Þróttur fleiri leikmenn. „Mary Alice meiddist á nára í upphitun. Sigmundína meiddist á kálfa og þurfti að fara útaf. Sóley og Lára eru í banni á föstudaginn.” „Við mætum auðvitað og gerum okkar besta. Þetta verður tækifæri fyrir nokkra unga leikmenn að fá að spreyta sig á móti einu af bestu liðum landsins útaf þessum meiðslum og leikbönnum,” sagði Nik um hvernig hann ætlar að takast á við þennan Blikaleik án þessara lykilmanna sem hann þarf að vera án. Álfhildur: Veit að þetta eru bestu leikmenn á landinu en það á ekki að skipta máli „Þetta er auðvitað hrikalega svekkjandi. Við hefðum viljað klára leikinn bara og vinna hann,” sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir fyrirliði Þróttar um endann á leik kvöldsins. Stigið hjá KR var ekki endilega sanngjarnt en Þróttur lokuðu alveg á þær í seinni hálfleik og markið kom dálítið óvænt. „Við erum búnar að vera að berjast rosalega vel og spila boltanum. Við stöndum alveg í þessum liðum. Ég ekki verið annað en sátt við það.” Þróttur byrjuðu leikinn verr en sýndu mikinn karakter í hvernig þær héldu kúlinu og fóru ekki í burtu frá sínu uppleggi sem var að halda boltanum meira og mæta KR hátt á vellinum. „Við tókum yfir leikinn og mér fannst við eiga að klára hann og vinna hann. En það getur allt gerst í fótbolta.” Álfhildur er búin að vekja athygli fyrir frammistöðu sína seinustu vikur. Í síðustu viku tók hún Dagný Brynjarsdóttir og elti hana eins og skuggi allan leikinn en Þróttur hélt hreinu á móti milljónaliðinu frá Selfossi. Í kvöld var verkefnið hjá Álfhildi, Katrín Ásbjörns og Katrín Ómarsdóttir. Aðferðin var ekki jafn róttæk en niðurstaðan var svipuð þessir leikmenn gleymdust alveg í leiknum. „Ég bara geri mitt besta og mæti vel undirbúin í alla leiki. Ég veit að þetta eru bestu leikmenn á landinu en það á ekki að skipta neinu máli maður mætir eins í alla leiki.” Þú ætlar semsagt ekki að bera of mikla virðingu fyrir þessum stelpum? „Nei alls ekki.” Pepsi Max-deild kvenna KR Þróttur Reykjavík
KR stálu í kvöld stigi á heimavelli gegn Þrótti með marki í uppbótartíma í Pepsi Max deild kvenna. Leikurinn fór 1-1 en Þróttur komust yfir og það var lítið sem benti til þess að KR myndu jafna fyrr en að þær gerðu það. KR voru síðan nálægt því að ná sér í þrjú stig en Angela Beard slapp í gegnum vörn Þróttara alveg í lokin en skaut framhjá. KR nýttu föstu leikatriði sín vel í fyrri hálfleik. Eftir rúman hálftíma fékk Thelma Lóa Hermannsdóttir frábært færi eftir aukaspyrnu sem endaði á að hún fékk skot af stuttu færi. Friðrika Arnardóttir varði frábærlega frá henni en hún var mjög góð í kvöld. Katrín Ásbjörnsdóttir fékk fyrsta færi leiksins eftir 9 mínútur af leiknum þegar hún fékk frían skalla í markteignum eftir hornspyrnu. Skallinn fór aðeins yfir markið en setti tóninn fyrir leikinn. Alma Mathiesen fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar rúmar tíu mínútur voru búnar af leiknum. Hún slapp inn fyrir Þróttara vörnina og komst ein á móti Friðrikku. Skotið var úr dálítið þröngu færi en markvarslan var samt alveg upp á 10. Þróttur var meira með boltann og reyndu að spila meira meðfram jörðinni í fyrri hálfleik. Þær áttu erfitt með að finna markavélarnar sínar þær Lindu Líf Boama og Stephanie Maríu Riberio. Þær enduðu nokkrum sinnum á að taka langskot sem voru aldrei að fara inn. Stephanie fékk eitt gott færi alveg í lok fyrri hálfleiks en skaut framhjá. Þróttur stýrðu umferðinni alveg í síðari hálfleik. Það voru ekki liðnar fimm mínútur af hálfleiknum þegar KR þurftu að bjarga á línu. Þá var Linda Líf komin ein á móti marki hélt hún eftir að leika á Ingibjörgu í markinu hjá KR. Angela Beard nýji leikmaður KR tók aftur á móti frábæran sprett og náði síðan einhvern veginn að tækla boltann úr markinu. Korteri seinna var Linda Líf næstum því aftur búin að leika á Ingibjörgu en endaði í grasinu. Þróttarar vildu víti en ekkert var dæmt. Linda Líf þurfti eftir þetta að fara meidd útaf en Nik Chamberlain þjálfari Þróttar var hræddur um að hún hafi farið úr axlarlið var hræddur um að hún hafi farið úr axlarlið. Inn fyrir Lindu Líf kom hún Ólöf Sigríður sem átti heldur betur glæsilega innkomu. Ólöf Sigríður var einmitt það sem Þróttur þurfti en hún var bara nokkrar mínútur að koma sér í dauðafæri. Á 70. mínútu fékk hún algjört dauðafæri en skaut framhjá. Hún var hinsvegar ekki lengi að gera að upp fyrir það. Fimm mínútum seinna slapp hún ein í gegn og vann spretthlaup við alla vörn KR áður en hún kláraði færið vel yfir Ingibjörgu í markinu. Ólöf átti síðan annað dauðafæri rétt áður en uppbótartíminn fór af stað þegar hún skaut af stuttu færi en skotið fór yfir markið. Það reyndist dýrt fyrir Þrótt að ná ekki að nýta fleiri af þessum færum sínum. Það var lítið sem benti til þess að KR myndu jafna en þær áttu ekki skot á markið í seinni hálfleik fyrr en í uppbótartíma. Eftir góða spyrnu frá Ingu Laufey Ágústsdóttur sem sveif yfir allan pakkann var Hlíf Hauksdóttir réttur maður á réttum stað þar sem hún potaði boltanum inn á fjærstönginni. KR voru síðan rosalega nálægt því að stela öllum stigunum mínútu seinna þegar Angela Beard slapp í gegn en skotið hennar fór framhjá markinu. Af hverju varð jafntefli? Gestirnir voru klaufar að ganga aldrei frá leiknum í seinni hálfleik en maður verður að hrósa KR fyrir að gefast ekki upp og ná að jafna undir lok leiksins. Hverjar stóðu upp úr? Álfhildur Rósa Kjartansdóttir er maður leiksins. Hún stýrði miðjunni eins og hershöfðingi og braut upp endalaust af sóknum hjá KR. Friðrikka Arnardóttir gerði líka tilkall í þetta en hún varði oft mjög vel. Síðan var Morgan Goff mjög góð í vörninni hjá Þrótt líka en hún átti nokkrar frábærar tæklingar. Þegar KR voru góðar í fyrri hálfleik var það helst Thelma Lóa sem var að valda usla. Nýji leikmaðurinn þeirra hún Angela Beard kom vel inn í hlutina og var góð varnarlega ásamt því að eiga nokkrar hættulegar fyrirgjafir. Tvöfalda skiptingin sem Nik gerði á 66. mínútu var frábær. Markaskorarinn hún Ólöf Sigríður kom þar inná en með henni kom hún Lea Björt sem var liggur við betri í leiknum. Sýndi nokkrum sinnum frábær tilþrif og bjó til hættu en þetta var mjög góð innkoma hjá henni. Hvað gekk illa? KR náðu bara ekkert að halda boltanum nema fyrstu tíu mínúturnar. Færin þeirra voru föst leikatriði og eitthvað sem kom eftir langa bolta. Lið með þennan mannskap á að geta spilað meiri fótbolta en þetta. Hvað gerist næst? KR fá FH í heimsókn á þriðjudaginn en það er leikur sem þær verða að vinna ef þær ætla ekki í bullandi fallbaráttu. Þróttur fara í heimsókn í Kópavoginn á fimmtudaginn og spila við Blikalið sem er ekki ennþá búið að fá mark á sig. Jóhannes Karl: Mjög sáttur „Ég var mjög sáttur. Það skipti náttúrulega sköpum að taka stig þarna, að vera ekki að láta Þróttarana taka þrjú stig á okkar heimavelli. Heilt yfir var bara frábært að fá mark á þessum tíma og það hefði verið draumur að sjá boltann inni í lokin líka,” sagði Jóhannes Karl þjálfari KR um jöfnunarmarkið sem Hlíf Hauksdóttir skoraði í uppbótartíma fyrir KR. Það var einmitt hún Angela Beard sem var nálægt því að skora sigurmark fyrir KR í uppbótartímanum. Angela var í kvöld að spila sinn fyrsta leik fyrir KR en hún kemur frá Ástralíu. „Hún var bara mjög sterk. Hún spilaði bakvörðinn í fyrri hálfleik og aðeins inn í seinni hálfleikinn. Hún hefur hraða og kraft, þetta er fjölhæfur leikmaður. Hún virkaði mjög vel á mig í dag.” KR áttu nokkur frábær færi í upphafi fyrri hálfleiks en misstu leikinn síðan hægt og rólega frá sér. Frammistaðan í seinni hálfleik var ekki alveg nógu góð. „Alveg sammála því. Mér fannst við hafa góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik við búum til tvö færi sem við eigum bara að skora úr. Við gefum enga sénsa á okkur. En svo í seinni hálfleik hvort sem það hafi verið að Þróttur hafi bara komið inn með aukinn kraft eða að við dettum aðeins niður þá voru Þróttararnir sterkari í seinni hálfleik og voru að skapa sér fleiri færi en við.” KR eru búnar að koma sterkar út úr sóttkví með tvo sigra í röð svo þessi frammistaða hljóta að vera svekkjandi á heimavelli á móti nýliðum. „Já en ég ætla samt ekki að taka neitt af Þróttaraliðinu. Mér fannst þær mjög sterkar. Þær loka þeim leiðum sem við viljum spila í og þær gera það vel. Þær voru mjög vinnusamar og við finnum ekki leiðir til að losa fyrstu pressu í gegnum miðjuspilið sem við viljum nota. Það verður ekki tekið af Þrótti að mér fannst þær spila virkilega vel.” Nik: Rosalega svekkjandi „Þetta var rosalega svekkjandi. Stelpurnar voru búnar að vera svo duglegar og við vorum betra liðið í kvöld. Þær voru að negla boltanum fram og vonast eftir því besta. Það er mjög pirrandi að fá mark á sig svona seint og það bætir það ekki hvernig við fengum markið á okkur, ” sagði Nik Chamberlain þjálfari Þróttar um hvernig það var að fá þetta mark á sig í lok leiksins. Þróttur átti alveg seinni hálfleikinn og markið var ekki beint sanngjarnt. Angela Beard var nálægt því að stela öllum þremur stigunum fyrir KR á 95. mínútu þegar hún komst ein á móti Friðrikku í markinu hjá Þrótti. Heppilega fyrir Þróttara þá skaut hún framhjá en hún var mjög nálægt því að skora. „Ef ég er hreinskilinn vorum við heppin að fá ekki annað mark á okkur alveg í blálokin. Við ættum að vera nógu gott lið til að klára svona leiki.” KR byrjaði leikinn betur og höfðu örugglega átt að vera yfir í hálfleik. Þróttur sýndi mikinn karakter og komust hægt og rólega betur inn í leikinn þangað til að þær stýrðu umferðinni bara algjörlega. „Þær áttu nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Frikka varði tvisvar rosalega vel. Við komumst hægt og rólega betur inn í leikinn. Síðan vorum við bara að leita að færum og ég er mjög sáttur með okkar frammistöðu.” „Við vorum að ná að spila boltanum inn í þröng svæði og skapa okkur færi. Það var virkilega gaman að horfa á þetta en við verðum að nýta færin okkar. Í þessari deild má ekki klúðra svona færum eins og við fengum í seinni hálfleik og treysta bara á vörninni.” Nik gerði örlagaríka breytingu á 66. mínútu þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom inná fyrir Lindu Líf Boama sem fór meidd útaf. Ólöf var allt í öllu eftir að hún kom inná en hún var tvisvar mjög nálægt því að skora auk þess sem hún skoraði það sem hefði getað verið sigurmarkið. „Við þurftum auðvitað að gera skiptingu þegar Linda meiddist illa. Ég er mjög ánægður með innkomuna hjá Ólöfu. Hún er búin að vera mjög dugleg á æfingum en mér sýnist hún vera að fara að spila mikið á næstunni þar sem Linda verður frá í einhvern tíma.” „Mér sýnist hún hafa farið úr axlarlið. Ég er ekki viss hvort henni hafi verið ýtt eða hvað. En þetta var bara slæmt veit ég. Ég vona bara að hún nái sér sem fyrst,” sagði Nik um hvaða meiðsli voru að hrjá Lindu Líf. Linda var komin í dauðafæri þegar hún féll niður í teignum en ekkert var dæmt. Það vakti athygli þegar liðin löbbuðu út á völlinn að Mary Alice Vignola var ekki inná. Hún var upprunalega skráð í byrjunarliðið hjá Þrótti en hún meiddist síðan í upphitun. Til að gera mál en verri fyrir næsta leik misstu Þróttur fleiri leikmenn. „Mary Alice meiddist á nára í upphitun. Sigmundína meiddist á kálfa og þurfti að fara útaf. Sóley og Lára eru í banni á föstudaginn.” „Við mætum auðvitað og gerum okkar besta. Þetta verður tækifæri fyrir nokkra unga leikmenn að fá að spreyta sig á móti einu af bestu liðum landsins útaf þessum meiðslum og leikbönnum,” sagði Nik um hvernig hann ætlar að takast á við þennan Blikaleik án þessara lykilmanna sem hann þarf að vera án. Álfhildur: Veit að þetta eru bestu leikmenn á landinu en það á ekki að skipta máli „Þetta er auðvitað hrikalega svekkjandi. Við hefðum viljað klára leikinn bara og vinna hann,” sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir fyrirliði Þróttar um endann á leik kvöldsins. Stigið hjá KR var ekki endilega sanngjarnt en Þróttur lokuðu alveg á þær í seinni hálfleik og markið kom dálítið óvænt. „Við erum búnar að vera að berjast rosalega vel og spila boltanum. Við stöndum alveg í þessum liðum. Ég ekki verið annað en sátt við það.” Þróttur byrjuðu leikinn verr en sýndu mikinn karakter í hvernig þær héldu kúlinu og fóru ekki í burtu frá sínu uppleggi sem var að halda boltanum meira og mæta KR hátt á vellinum. „Við tókum yfir leikinn og mér fannst við eiga að klára hann og vinna hann. En það getur allt gerst í fótbolta.” Álfhildur er búin að vekja athygli fyrir frammistöðu sína seinustu vikur. Í síðustu viku tók hún Dagný Brynjarsdóttir og elti hana eins og skuggi allan leikinn en Þróttur hélt hreinu á móti milljónaliðinu frá Selfossi. Í kvöld var verkefnið hjá Álfhildi, Katrín Ásbjörns og Katrín Ómarsdóttir. Aðferðin var ekki jafn róttæk en niðurstaðan var svipuð þessir leikmenn gleymdust alveg í leiknum. „Ég bara geri mitt besta og mæti vel undirbúin í alla leiki. Ég veit að þetta eru bestu leikmenn á landinu en það á ekki að skipta neinu máli maður mætir eins í alla leiki.” Þú ætlar semsagt ekki að bera of mikla virðingu fyrir þessum stelpum? „Nei alls ekki.”
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti