Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2020 09:07 Heimili alríkisdómarans Esther Salas í New Jersey var vettvangur árásarinnar. Vísir/getty Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. Maðurinn var lögfræðingur og hafði vakið athygli í gegnum tíðina fyrir baráttu sína fyrir svokölluðum „karlréttindum“ (e. men‘s rights) og andúð sína á konum og femínisma. Maðurinn, sem hét Roy Den Hollander, er talinn hafa dulbúið sig sem hraðsendil og knúið dyra á heimili dómarans, Ester Salas, í fyrradag. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, kom til dyra og var skotinn til bana. Mark Anderl, 63 ára eiginmaður Salas, særðist í árásinni en var í gær sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Umfangsmikilli leit að árásarmanninum var strax hrundið af stað en grunur lögreglu beinist nú að áðurnefndum Den Hollander. Hann fannst látinn í bíl sínum í gær og er sagður hafa framið sjálfsvíg. Upplýsingar sem hann hafði sankað að sér um Janet DiFiore, dómara í New York, fundust í bílnum, auk pakka sem stílaður var á Salas. Færslur litaðar kvenhatri Den Hollander flutti mál fyrir Salas árið 2015. Málið laut að konu sem vildi skrá sig til herkvaðningar sem aðeins var ætluð karlmönnum. Í kjölfarið birti Den Hollander færslur á netinu þar sem hann sakaði dómarann um að hafa notfært sér rómanskan uppruna sinn til velgengni á kostnað annarra. Þá kveður við svipaðan tón í hundruðum færslna sem Den Hollander birti á vefsíðu sinni en þær þykja einkennast af kven- og kynþáttahatri. „Eina vandamálið sem fylgir því að búa of lengi við ríki „femínasistanna“ er að maður eignast svo marga óvini að maður getur ekki jafnað metin við þá alla. En laganámið og fjölmiðlar kenndu mér að forgangsraða,“ skrifaði Den Hollander í einni færslunni. Den Hollander hafði jafnframt vakið athygli í gegnum tíðina fyrir árangurslausar stefnur á hendur skemmtistöðum fyrir að halda svokölluð „konukvöld“. Þá stefndi hann Columbia-háskóla í New York fyrir að vera með kvennafræði (e. women‘s studies) á kennsluskrá sinni og kvað námskeiðið „vígi óréttlætis“ gagnvart karlmönnum. Þá var hann mjög viljugur til að ræða skoðanir sínar á opinberum vettvangi og var á sínum tíma tíður gestur spjall- og fréttaskýringaþátta á sjónvarpsstöðum á borð við Fox News og Comedy Central. Einnig kom í ljós að Den Hollander hafði lýst því í færslum á netinu að hann hefði dulbúið sig sem hraðsendil til að ræða við unga stúlku, þ.e. sama bragð og hann greip til við árásina á heimili dómarans. Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti. Bandaríkin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. Maðurinn var lögfræðingur og hafði vakið athygli í gegnum tíðina fyrir baráttu sína fyrir svokölluðum „karlréttindum“ (e. men‘s rights) og andúð sína á konum og femínisma. Maðurinn, sem hét Roy Den Hollander, er talinn hafa dulbúið sig sem hraðsendil og knúið dyra á heimili dómarans, Ester Salas, í fyrradag. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, kom til dyra og var skotinn til bana. Mark Anderl, 63 ára eiginmaður Salas, særðist í árásinni en var í gær sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Umfangsmikilli leit að árásarmanninum var strax hrundið af stað en grunur lögreglu beinist nú að áðurnefndum Den Hollander. Hann fannst látinn í bíl sínum í gær og er sagður hafa framið sjálfsvíg. Upplýsingar sem hann hafði sankað að sér um Janet DiFiore, dómara í New York, fundust í bílnum, auk pakka sem stílaður var á Salas. Færslur litaðar kvenhatri Den Hollander flutti mál fyrir Salas árið 2015. Málið laut að konu sem vildi skrá sig til herkvaðningar sem aðeins var ætluð karlmönnum. Í kjölfarið birti Den Hollander færslur á netinu þar sem hann sakaði dómarann um að hafa notfært sér rómanskan uppruna sinn til velgengni á kostnað annarra. Þá kveður við svipaðan tón í hundruðum færslna sem Den Hollander birti á vefsíðu sinni en þær þykja einkennast af kven- og kynþáttahatri. „Eina vandamálið sem fylgir því að búa of lengi við ríki „femínasistanna“ er að maður eignast svo marga óvini að maður getur ekki jafnað metin við þá alla. En laganámið og fjölmiðlar kenndu mér að forgangsraða,“ skrifaði Den Hollander í einni færslunni. Den Hollander hafði jafnframt vakið athygli í gegnum tíðina fyrir árangurslausar stefnur á hendur skemmtistöðum fyrir að halda svokölluð „konukvöld“. Þá stefndi hann Columbia-háskóla í New York fyrir að vera með kvennafræði (e. women‘s studies) á kennsluskrá sinni og kvað námskeiðið „vígi óréttlætis“ gagnvart karlmönnum. Þá var hann mjög viljugur til að ræða skoðanir sínar á opinberum vettvangi og var á sínum tíma tíður gestur spjall- og fréttaskýringaþátta á sjónvarpsstöðum á borð við Fox News og Comedy Central. Einnig kom í ljós að Den Hollander hafði lýst því í færslum á netinu að hann hefði dulbúið sig sem hraðsendil til að ræða við unga stúlku, þ.e. sama bragð og hann greip til við árásina á heimili dómarans. Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti.
Bandaríkin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira