Tekur ekki undir gagnrýni yfirlæknis sem sagði skimun LSH vera „sóun á almannafé“ Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 15:42 Forstjórinn segir ummæli yfirlæknis bera vott af þröngu sjónarhorni á hlutverk háskólasjúkrahússins. Vísir/Vilhelm „Nei bara alls ekki. Það er mjög röng nálgun eða þröngt sjónarhorn á hlutverk háskólasjúkrahússins. Ég geri hins vegar alls ekki athugasemdir við það að fólk hafi mismunandi skoðanir. Ég þarf ekki að vera sammála þeim. Forstjóri Landspítalans segir að ummæli yfirlæknis Covid-deildar spítalans lýsti mjög rangri nálgun eða þröngu sjónarhorni á hlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss. Frá þessu greindi Páll Matthíasson í svari á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ragnar Freyr Ingólfsson, yfirlæknir á Covid-göngudeild, sagði fyrr í mánuðinum að það væri augljós sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum króna í skimanir fyrir kórónuveirunni. Óþarfi sé að skima erlenda ferðamenn og best væri að beita stuttri sóttkví. Þá sagði Ragnar í Facebook-færslu að það væri ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu, að sinna frísku fólki. „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spurði Ragnar í pistli sínum. Páll kvaðst ekki geta tekið undir orð Ragnars og sagði nálgun hans ranga, hann gerði þó ekki athugasemd við það að hann hefði aðra skoðun en Páll sjálfur. „Hlutverk Landspítala er mjög vítt. Hann er háskólasjúkrahús og á að vera bakhjarl í flókinni og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu. Hann er líka menntastofnun og vísindastofnun,“ sagði Páll á fundinum í dag spurður hvort hann vildi frekar að skimanir væru ekki á borði Landspítala og hægt yrði að einbeita sér að öðrum verkefnum. „Öll nálgun á nýrri farsótt kallar á aðkomu háskólasjúkrahússins þannig að mér finnst það alls ekki óeðlilegt [að spítalinn sinni skimun],“ sagði Páll sem bætti við að samkvæmt samningi milli Landspítala og sóttvarnalæknis væri það hlutverk spítalans að taka við verkefninu þegar skilgreint er að þess sé þörf. „Ég sé enga ástæðu til þess að gagnrýna það og ég tel það eðlilegt,“ sagði Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
„Nei bara alls ekki. Það er mjög röng nálgun eða þröngt sjónarhorn á hlutverk háskólasjúkrahússins. Ég geri hins vegar alls ekki athugasemdir við það að fólk hafi mismunandi skoðanir. Ég þarf ekki að vera sammála þeim. Forstjóri Landspítalans segir að ummæli yfirlæknis Covid-deildar spítalans lýsti mjög rangri nálgun eða þröngu sjónarhorni á hlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss. Frá þessu greindi Páll Matthíasson í svari á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ragnar Freyr Ingólfsson, yfirlæknir á Covid-göngudeild, sagði fyrr í mánuðinum að það væri augljós sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum króna í skimanir fyrir kórónuveirunni. Óþarfi sé að skima erlenda ferðamenn og best væri að beita stuttri sóttkví. Þá sagði Ragnar í Facebook-færslu að það væri ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu, að sinna frísku fólki. „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spurði Ragnar í pistli sínum. Páll kvaðst ekki geta tekið undir orð Ragnars og sagði nálgun hans ranga, hann gerði þó ekki athugasemd við það að hann hefði aðra skoðun en Páll sjálfur. „Hlutverk Landspítala er mjög vítt. Hann er háskólasjúkrahús og á að vera bakhjarl í flókinni og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu. Hann er líka menntastofnun og vísindastofnun,“ sagði Páll á fundinum í dag spurður hvort hann vildi frekar að skimanir væru ekki á borði Landspítala og hægt yrði að einbeita sér að öðrum verkefnum. „Öll nálgun á nýrri farsótt kallar á aðkomu háskólasjúkrahússins þannig að mér finnst það alls ekki óeðlilegt [að spítalinn sinni skimun],“ sagði Páll sem bætti við að samkvæmt samningi milli Landspítala og sóttvarnalæknis væri það hlutverk spítalans að taka við verkefninu þegar skilgreint er að þess sé þörf. „Ég sé enga ástæðu til þess að gagnrýna það og ég tel það eðlilegt,“ sagði Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira