Framleiðandi Hjartasteins getur ekki orða bundist eftir gagnrýni föður Andri Eysteinsson skrifar 22. júlí 2020 19:52 Anton Máni Svansson, framleiðandi myndarinnar, þakkar hér fyrir sig á alþjóðlegu Molodist kvikmyndahátíðinni í Kænugarði í Úkraínu þar sem Hjartasteinn tók þrenn verðlaun. Mynd/Volodymyr Shuvayev Kvikmyndaframleiðandinn Anton Máni Svansson segist ekki geta orða bundist lengur vegna máls sem hefur fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum, þar á meðal hér á Vísi. Málið snýr að harðri gagnrýni föðurs á Anton Mána og leikstjórann Guðmund Arnar vegna framkomu við son mannsins sem vonaðist eftir því að leika aðalhlutverk í nýrri kvikmynd Antons og Guðmundar. Faðirinn sagði í Facebook-færslu og seinna í viðtali við Mannlíf að fjórtán ára sonur hans hefði unnið fyrir þá Anton og Guðmund í marga mánuði til þess eins að vera tilkynnt að hann hlyti ekki aðalhlutverkið. Varaði maðurinn, Guðmundur Kárason, við gylliboðum framleiðandanna. Í viðtali við Mannlíf fór hann dýpra í málið og velti því fyrir sér hvort þeir hefðu skilið eftir sviðna jörð víðar. Sagði Guðmundur að mennirnir kæmust alltaf upp með hegðun sína þar sem enginn segði neitt við henni. „Ég hef aldrei kynnst svona hroka eða yfirgangi. Þessir menn eru íslenskri kvikmyndagerð til háborinnar skammar og ég vil vara aðra foreldra við gylliboðum þeirra og loforðum,” sagði Guðmundur í viðtali við Mannlíf. Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni, segist finna sig knúinn til að svara umfjölluninni og segir í Facebook-færslu að lýsingarnar af ferlinu endurspegli alls ekki raunveruleikann og séu í raun alvarlegar ærumeiðingar. Anton segir að drengurinn muni fá greitt fyrir sína vinnu og hafi það komið skýrt fram í samtali við föður hans áður en að færsla hans var birt á samfélagsmiðlum. Skýrt hafi verið tekið fram að enginn af leikurunum ungu sem valdir voru í lokaúrtak gætu gengið að hlutverkinu vísu. Guðmundur Kárason, faðir drengsins, sagði í viðtalinu að aðstandendur hefðu flutt verkefnið til Íslands frá Danmörku og líklega skilið eftir unga leikara þar í sárum. Anton segir það ekki rétt. „Engin sviðin jörð var skilin eftir í Danmörku. Verkefnið var á handritsstigi þegar ákveðið var að flytja það til Íslands,“ segir Anton. Ekki hafi heldur verið brotið á vinnutíma né hvíldartíma barna og samningar og launakjör séu í samræmi við önnur verkefni. Þá segir faðir drengsins að hann hafi verið settur á sérstakt mataræði og skikkaður í líkamsrækt. Anton segir að drengirnir hafi verið beðnir um að borða holla fæðu og halda sig frá skyndibita, sælgæti og gosi. Hlutverkið hafi verið að leika strák sem er í afreksflokki í karate og hafi drengurinn því verið settur í grunnþjálfun í samræmi við það. Guðmundur gagnrýndi einnig að sonur hans hafi verið sendur til fjölskylduráðgjafa til sjálfstyrkingar. Í ljós hafi komið að um væri að ræða móður leikstjórans. „Móðir leikstjórans er menntaður fjölskyldumeðferðarfræðingur með margra ára reynslu og sérhæfingu í sjálfstyrkingaraðferðum. Það var skýrt frá byrjun að aðeins væri um að ræða kennslu á einföldum sjálfstyrkingaraðferðum fyrir unga leikarann og foreldrum hans var boðið að vera viðstödd. Ekki kom við sögu nein dáleiðsla eða sálfræði-meðferðarvinna. Um er að ræða fagaðila sem fylgir öllum fagreglum og virðir trúnað milli síns og þeirra sem sækja hennar handleiðslu. Hún hitti einnig leikarana í Hjartasteini, en þau og foreldrar þeirra voru mjög ánægð með hennar framlag, og var hún því talinn besti aðilinn til að leiðbeina nýjum leikurum.“ Sagði í færslu Antons Mána sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Anton Máni Svansson segist ekki geta orða bundist lengur vegna máls sem hefur fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum, þar á meðal hér á Vísi. Málið snýr að harðri gagnrýni föðurs á Anton Mána og leikstjórann Guðmund Arnar vegna framkomu við son mannsins sem vonaðist eftir því að leika aðalhlutverk í nýrri kvikmynd Antons og Guðmundar. Faðirinn sagði í Facebook-færslu og seinna í viðtali við Mannlíf að fjórtán ára sonur hans hefði unnið fyrir þá Anton og Guðmund í marga mánuði til þess eins að vera tilkynnt að hann hlyti ekki aðalhlutverkið. Varaði maðurinn, Guðmundur Kárason, við gylliboðum framleiðandanna. Í viðtali við Mannlíf fór hann dýpra í málið og velti því fyrir sér hvort þeir hefðu skilið eftir sviðna jörð víðar. Sagði Guðmundur að mennirnir kæmust alltaf upp með hegðun sína þar sem enginn segði neitt við henni. „Ég hef aldrei kynnst svona hroka eða yfirgangi. Þessir menn eru íslenskri kvikmyndagerð til háborinnar skammar og ég vil vara aðra foreldra við gylliboðum þeirra og loforðum,” sagði Guðmundur í viðtali við Mannlíf. Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni, segist finna sig knúinn til að svara umfjölluninni og segir í Facebook-færslu að lýsingarnar af ferlinu endurspegli alls ekki raunveruleikann og séu í raun alvarlegar ærumeiðingar. Anton segir að drengurinn muni fá greitt fyrir sína vinnu og hafi það komið skýrt fram í samtali við föður hans áður en að færsla hans var birt á samfélagsmiðlum. Skýrt hafi verið tekið fram að enginn af leikurunum ungu sem valdir voru í lokaúrtak gætu gengið að hlutverkinu vísu. Guðmundur Kárason, faðir drengsins, sagði í viðtalinu að aðstandendur hefðu flutt verkefnið til Íslands frá Danmörku og líklega skilið eftir unga leikara þar í sárum. Anton segir það ekki rétt. „Engin sviðin jörð var skilin eftir í Danmörku. Verkefnið var á handritsstigi þegar ákveðið var að flytja það til Íslands,“ segir Anton. Ekki hafi heldur verið brotið á vinnutíma né hvíldartíma barna og samningar og launakjör séu í samræmi við önnur verkefni. Þá segir faðir drengsins að hann hafi verið settur á sérstakt mataræði og skikkaður í líkamsrækt. Anton segir að drengirnir hafi verið beðnir um að borða holla fæðu og halda sig frá skyndibita, sælgæti og gosi. Hlutverkið hafi verið að leika strák sem er í afreksflokki í karate og hafi drengurinn því verið settur í grunnþjálfun í samræmi við það. Guðmundur gagnrýndi einnig að sonur hans hafi verið sendur til fjölskylduráðgjafa til sjálfstyrkingar. Í ljós hafi komið að um væri að ræða móður leikstjórans. „Móðir leikstjórans er menntaður fjölskyldumeðferðarfræðingur með margra ára reynslu og sérhæfingu í sjálfstyrkingaraðferðum. Það var skýrt frá byrjun að aðeins væri um að ræða kennslu á einföldum sjálfstyrkingaraðferðum fyrir unga leikarann og foreldrum hans var boðið að vera viðstödd. Ekki kom við sögu nein dáleiðsla eða sálfræði-meðferðarvinna. Um er að ræða fagaðila sem fylgir öllum fagreglum og virðir trúnað milli síns og þeirra sem sækja hennar handleiðslu. Hún hitti einnig leikarana í Hjartasteini, en þau og foreldrar þeirra voru mjög ánægð með hennar framlag, og var hún því talinn besti aðilinn til að leiðbeina nýjum leikurum.“ Sagði í færslu Antons Mána sem lesa má í heild sinni hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira