Tap Össurar nam 1,5 milljarði á fyrri hluta ársins Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2020 07:51 Í fréttatilkynningu segir að Covid-10 heimsfaraldurinn hafi haft „talsverð áhrif“ á rekstrarniðurstöður fyrri hluta ársins. Vísir/Vilhelm Minni sala og kostnaður vegna fyrirhugaðar sölu rekstrareiningunni Gibaud í Frakklandi eru sagðar ástæður þess að tap Össurar á fyrri hluta ársins nam 11 milljónum Bandaríkjadala, eða um 1,5 milljarði. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 18 milljónum Bandaríkjadala að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri félagsins, sem samsvarar tæplega 2,5 milljarði íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að Covid-19 heimsfaraldurinn hafi haft „talsverð áhrif“ á rekstrarniðurstöður fyrri hluta ársins og lækkaði sala um 13 prósent í staðbundinni mynd. Innri vöxtur var neikvæður um 16 prósent en sala hafi dregist saman í samræmi við þær ráðstafanir sem gerðar voru til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar á helstu markaðssvæðum Össurar. Líkt og áður sagði á Össur í viðræðum við fyrirtækið Innothera um möguleg kaup á rekstrareiningunni Gibaud, sem er hluti af rekstri Össurar í Frakklandi. Undirritun kaupsamningsins er háð viðræðum við stéttarfélög starfsmanna rekstrareiningarinnar og Innothera en í tilkynningunni segir að búist sé við því að gengið verði frá samningum í árslok. Þá var gengið frá kaupum á stoðtækjaframleiðandanum College Park í Bandaríkjunum þann 1. júní. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 34 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar um 5 milljörðum íslenskra króna, eða 12% af sölu á fyrri hluta ársins 2020. Framlegð var lægri en á sama tímabili og í fyrra sökum lægri sölu í tengslum við COVID-19 að því er fram kemur í uppgjörinu. Lausafjárstaða félagsins er sterk og nam handbært fé auk ódreginna lánalína 282 milljónum Bandaríkjadala í lok júní. Á gengi dagsins í dag er það rúmlega 38 milljarðar íslenskra króna. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir heimsfaraldur kórónuveiru hafa leitt til tímabundinna neikvæðra áhrifa á eftirspurn eftir stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum. Salan hafi þó farið batnandi á helstu viðskiptamörkuðum eftir krefjandi aprílmánuð. „Þrátt fyrir að sölutölur sýni greinileg batamerki er ennþá óljóst hversu lengi áhrifin munu vara. Ég er sannfærður um að faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir vörum okkar og þjónustu til langs tíma. Til að mæta lækkun í sölu tókst okkur að lækka rekstrarkostnað okkar í fjórðungnum með aðahaldi á breytilegum kostnaði félagsins,“ er haft eftir Jóni í fréttatilkynningu. Viðskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Minni sala og kostnaður vegna fyrirhugaðar sölu rekstrareiningunni Gibaud í Frakklandi eru sagðar ástæður þess að tap Össurar á fyrri hluta ársins nam 11 milljónum Bandaríkjadala, eða um 1,5 milljarði. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 18 milljónum Bandaríkjadala að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri félagsins, sem samsvarar tæplega 2,5 milljarði íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að Covid-19 heimsfaraldurinn hafi haft „talsverð áhrif“ á rekstrarniðurstöður fyrri hluta ársins og lækkaði sala um 13 prósent í staðbundinni mynd. Innri vöxtur var neikvæður um 16 prósent en sala hafi dregist saman í samræmi við þær ráðstafanir sem gerðar voru til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar á helstu markaðssvæðum Össurar. Líkt og áður sagði á Össur í viðræðum við fyrirtækið Innothera um möguleg kaup á rekstrareiningunni Gibaud, sem er hluti af rekstri Össurar í Frakklandi. Undirritun kaupsamningsins er háð viðræðum við stéttarfélög starfsmanna rekstrareiningarinnar og Innothera en í tilkynningunni segir að búist sé við því að gengið verði frá samningum í árslok. Þá var gengið frá kaupum á stoðtækjaframleiðandanum College Park í Bandaríkjunum þann 1. júní. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 34 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar um 5 milljörðum íslenskra króna, eða 12% af sölu á fyrri hluta ársins 2020. Framlegð var lægri en á sama tímabili og í fyrra sökum lægri sölu í tengslum við COVID-19 að því er fram kemur í uppgjörinu. Lausafjárstaða félagsins er sterk og nam handbært fé auk ódreginna lánalína 282 milljónum Bandaríkjadala í lok júní. Á gengi dagsins í dag er það rúmlega 38 milljarðar íslenskra króna. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir heimsfaraldur kórónuveiru hafa leitt til tímabundinna neikvæðra áhrifa á eftirspurn eftir stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum. Salan hafi þó farið batnandi á helstu viðskiptamörkuðum eftir krefjandi aprílmánuð. „Þrátt fyrir að sölutölur sýni greinileg batamerki er ennþá óljóst hversu lengi áhrifin munu vara. Ég er sannfærður um að faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir vörum okkar og þjónustu til langs tíma. Til að mæta lækkun í sölu tókst okkur að lækka rekstrarkostnað okkar í fjórðungnum með aðahaldi á breytilegum kostnaði félagsins,“ er haft eftir Jóni í fréttatilkynningu.
Viðskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira