Íslenski boltinn

Víkingur skorar í fyrsta lagi á grasi síðla ágústs og fimm eða fleiri mörk í fjórðung leikjanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Víkingar í gír
Víkingar í gír vísir/bára

Úlfar Biering Valsson, knattspyrnuáhugamaður, tók saman áhugaverða skýrslu úr þeim leikjum sem búnir eru í Pepsi Max-deild karla og greindi m.a. hvort fleiri mörk væru skoruð á heimavelli eða útivelli og hve mörg mörk koma í leik.

Í ljós kom að fleiri mörk hafi komið á gervigrasi en grasi það sem af er móti en 3,8 mörk hafa komið að meðaltali í leik á gervigrasi á meðan það hafa komið 2,9 mörk að meðaltali á grasi.

Víkingar spila heimaleiki sína á gervigrasi og hafa spilað tvo alvöru grasleiki hingað til; gegn KR og KA. Þeim tókst að skora í hvorugum leikjanna og munu þeir í fyrsta lagi skora á grasi þann 20. ágúst er þeir mæta Fjölni - því þeir spila ekki á grasi þangað til.

Annar áhugaverður hluti úr skýrslunni er sá að útivöllurinn hefur gefið fleiri stig en heimavöllurinn. Átján útisigrar hafa litið dagsins ljós en einungis þrettán heimasigrar.

Þrjú eða fleiri mörk hafa verið í nærri 75% leikja og fimm eða fleiri mörk í 25% leikja sem sýnir hversu fjörugt mótið hefur verið.

Skýrslu Úlfars má sjá hér að neðan.

Skýrsla Úlfars.mynd/úlfar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×