Jón Guðni skiptir um félag Sindri Sverrisson skrifar 23. júlí 2020 10:30 Jón Guðni Fjóluson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Krasnodar. VÍSIR/GETTY Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson er á leið til Íslands eftir að tímabilinu í Rússlandi lauk í gærkvöld og ljóst er að hann spilar ekki fleiri leiki fyrir Krasnodar. Jón Guðni og Krasnodar hafa komist að samkomulagi um riftun samnings en miðvörðurinn átti eftir eitt ár af samningstíma sínum, eftir að hafa komið til Krasnodar frá Norrköping sumarið 2018. « » . 10 2018 - 28 . 20/21, . , ! pic.twitter.com/Vzz8jAnijJ— FCKrasnodar (@FCKrasnodar) July 23, 2020 Krasnodar tryggði sér í gær 3. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar og þar með sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á komandi leiktíð. „Þeir mega bara vera með átta útlendinga í liðinu en eru með tólf,“ sagði Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Jóns Guðna, við Fotbollskanalen í Svíþjóð þegar hann útskýrði af hverju samningnum hefði verið rift. Sagði umboðsmaðurinn það hafa verið vilja beggja aðila. Hann vildi lítið gefa uppi um hvert næsta skref Jóns Guðna, sem á að baki 16 A-landsleiki, yrði. „Hann fer núna heim til Íslands og síðan sjáum við hvað framtíðin ber í skauti sér; hvort hann heldur áfram í Rússlandi eða Evrópu eða Skandinavíu. Við sjáum til. En það hafa engar viðræður átt sér stað við sænskt félag,“ sagði Magnús Agnar, en Jón Guðni hefur leikið með bæði Norrköping og Sundsvall í Svíþjóð, eftir að hafa byrjað atvinnumannsferilinn með Beerschot í Belgíu. Fótbolti Rússneski boltinn Tengdar fréttir Íslendingalaust CSKA vann | Jón Guðni á bekk er Krasnodar tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu CSKA Moskva vann Tambov 2-0 í síðustu umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar. Hvorki Arnór Sigurðsson né Hörður Björgvin Magnússon voru í liði CSKA í dag. 22. júlí 2020 18:10 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson er á leið til Íslands eftir að tímabilinu í Rússlandi lauk í gærkvöld og ljóst er að hann spilar ekki fleiri leiki fyrir Krasnodar. Jón Guðni og Krasnodar hafa komist að samkomulagi um riftun samnings en miðvörðurinn átti eftir eitt ár af samningstíma sínum, eftir að hafa komið til Krasnodar frá Norrköping sumarið 2018. « » . 10 2018 - 28 . 20/21, . , ! pic.twitter.com/Vzz8jAnijJ— FCKrasnodar (@FCKrasnodar) July 23, 2020 Krasnodar tryggði sér í gær 3. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar og þar með sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á komandi leiktíð. „Þeir mega bara vera með átta útlendinga í liðinu en eru með tólf,“ sagði Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Jóns Guðna, við Fotbollskanalen í Svíþjóð þegar hann útskýrði af hverju samningnum hefði verið rift. Sagði umboðsmaðurinn það hafa verið vilja beggja aðila. Hann vildi lítið gefa uppi um hvert næsta skref Jóns Guðna, sem á að baki 16 A-landsleiki, yrði. „Hann fer núna heim til Íslands og síðan sjáum við hvað framtíðin ber í skauti sér; hvort hann heldur áfram í Rússlandi eða Evrópu eða Skandinavíu. Við sjáum til. En það hafa engar viðræður átt sér stað við sænskt félag,“ sagði Magnús Agnar, en Jón Guðni hefur leikið með bæði Norrköping og Sundsvall í Svíþjóð, eftir að hafa byrjað atvinnumannsferilinn með Beerschot í Belgíu.
Fótbolti Rússneski boltinn Tengdar fréttir Íslendingalaust CSKA vann | Jón Guðni á bekk er Krasnodar tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu CSKA Moskva vann Tambov 2-0 í síðustu umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar. Hvorki Arnór Sigurðsson né Hörður Björgvin Magnússon voru í liði CSKA í dag. 22. júlí 2020 18:10 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Sjá meira
Íslendingalaust CSKA vann | Jón Guðni á bekk er Krasnodar tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu CSKA Moskva vann Tambov 2-0 í síðustu umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar. Hvorki Arnór Sigurðsson né Hörður Björgvin Magnússon voru í liði CSKA í dag. 22. júlí 2020 18:10