„Halló Laddi, þetta er bara út í hött!“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júlí 2020 11:30 Óli Stef og Sölvi Tryggva áttu í líflegum umræðum um menntakerfið. Skjáskot Ólafur Stefánsson, frumkvöðull og fyrrverandi handboltakappi, telur mikilvægt að viðhalda barninu í sér, elta drauma sína og þora að vera „skrýtni karlinn“. Ólafur, jafnan kallaður Óli Stef, vinnur mikið með börnum og er á því að það sé rúmlega tímabært að fara að hrista upp í menntakerfinu. Þetta kom fram í máli Óla í viðtali við Sölva Tryggvason í nýjasta hlaðvarpsþætti þess síðarnefnda. „Það sem við erum með núna, allt inni, allir að gera það sama, ertu ekki að fokking djóka í mér?? Halló Laddi, þetta er bara út í hött!!” segir Óli m.a. í líflegri umræðu um menntakerfið. Hann bætir við að hann vilji ekki vera of neikvæður, þar sem kerfið eins og það er núna sé það skásta sem við höfum og það muni þurfa hugrekki til að gera breytingar. „Byltingin étur náttúrulega börnin sín og fyrstu tilraunirnar sem við gerum, það verður kannski alls konar, en þá erum við að minnsta kosti að prófa og þroskast og læra.“ Óli er harður á því að við séum meira og minna öll undir álögum frá aðalnámskrá og það sé kominn tími til að breyta því. „Ef við myndum hvíla aðalnámskrá í ákveðinn tíma, það myndi krefja okkur um að þurfa að finna tæknilausnir til að stýra kerfinu miðað við nútímann. Við gætum búið til einhvers konar „Uber“ fyrir skóla. Ef einhver þarf leigubíl, þá er leigubílstjóri klár. Gætum við hannað einhvers konar kerfi, þar sem kennararnir væru í startholunum sem leigubílstjórar, hver með sína sérþekkingu? Allir elska að kenna það sem þeir elska. Á öðrum endanum er manneskja sem brennur fyrir eitthvað innst inni og á hinum endanum er manneskja sem elskar að læra eitthvað. Ef við getum tæknilega fundið einhverja leið til að láta þessar manneskjur mætast þegar þær vilja mætast, búum það til, málið dautt!” Í viðtalinu fara Sölvi og Óli Stef yfir bræðralagið sem myndaðist hjá Silfurliðinu frá Ólympíuleikunum í Peking, það að þora að fara út fyrir boxið, elta draumana, hvernig við getum hlúið sem best að börnunum okkar og margt fleira. Hluta úr viðtali Sölva við Óla má sjá hér að neðan. Viðtalið má nálgast í heild á Spotify og YouTube. Podcast með Sölva Tryggva Skóla - og menntamál Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Ólafur Stefánsson, frumkvöðull og fyrrverandi handboltakappi, telur mikilvægt að viðhalda barninu í sér, elta drauma sína og þora að vera „skrýtni karlinn“. Ólafur, jafnan kallaður Óli Stef, vinnur mikið með börnum og er á því að það sé rúmlega tímabært að fara að hrista upp í menntakerfinu. Þetta kom fram í máli Óla í viðtali við Sölva Tryggvason í nýjasta hlaðvarpsþætti þess síðarnefnda. „Það sem við erum með núna, allt inni, allir að gera það sama, ertu ekki að fokking djóka í mér?? Halló Laddi, þetta er bara út í hött!!” segir Óli m.a. í líflegri umræðu um menntakerfið. Hann bætir við að hann vilji ekki vera of neikvæður, þar sem kerfið eins og það er núna sé það skásta sem við höfum og það muni þurfa hugrekki til að gera breytingar. „Byltingin étur náttúrulega börnin sín og fyrstu tilraunirnar sem við gerum, það verður kannski alls konar, en þá erum við að minnsta kosti að prófa og þroskast og læra.“ Óli er harður á því að við séum meira og minna öll undir álögum frá aðalnámskrá og það sé kominn tími til að breyta því. „Ef við myndum hvíla aðalnámskrá í ákveðinn tíma, það myndi krefja okkur um að þurfa að finna tæknilausnir til að stýra kerfinu miðað við nútímann. Við gætum búið til einhvers konar „Uber“ fyrir skóla. Ef einhver þarf leigubíl, þá er leigubílstjóri klár. Gætum við hannað einhvers konar kerfi, þar sem kennararnir væru í startholunum sem leigubílstjórar, hver með sína sérþekkingu? Allir elska að kenna það sem þeir elska. Á öðrum endanum er manneskja sem brennur fyrir eitthvað innst inni og á hinum endanum er manneskja sem elskar að læra eitthvað. Ef við getum tæknilega fundið einhverja leið til að láta þessar manneskjur mætast þegar þær vilja mætast, búum það til, málið dautt!” Í viðtalinu fara Sölvi og Óli Stef yfir bræðralagið sem myndaðist hjá Silfurliðinu frá Ólympíuleikunum í Peking, það að þora að fara út fyrir boxið, elta draumana, hvernig við getum hlúið sem best að börnunum okkar og margt fleira. Hluta úr viðtali Sölva við Óla má sjá hér að neðan. Viðtalið má nálgast í heild á Spotify og YouTube.
Podcast með Sölva Tryggva Skóla - og menntamál Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira