Íbúar Kópaskers rólegir yfir „Lottumálinu“ Vésteinn Örn Pétursson og Kristján Már Unnarsson skrifa 24. júlí 2020 19:48 Frá Kópaskeri. Vísir/Vilhelm Íbúar Kópaskers eru sallarólegir yfir Lottumálinu svokallaða en harma gífuryrði á samfélagsmiðlum. Þetta hundrað manna samfélag við Öxarfjörð er búið að vera það umtalaðasta á Íslandi þessa vikuna. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, birti á dögunum orðsendingu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist „alls ekki mæla með að koma“ á Kópasker og Raufarhöfn. Þórdís hefur síðan beðist afsökunar á orðum sínum. Viðbrögðin létu þrátt fyrir það ekki á sér standa. Þórdís fékk þó nokkur skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni var hótað ofbeldi og jafnvel lífláti. „Þið fólk úr Reykjavik sjáið ekkert nema ykkar eigin rassgat vertu viss um að ég mun birtast fyrir utan heima hjá þér og og skera þig á fkn háls,“ skrifaði einn til Þórdísar. Sambærilegar ofbeldishótanir fylgdu einnig öðrum skilaboðum, meðal annars hótun um kynferðisofbeldi. Sagði einn að hann myndi „glaður taka það að sér“ að nauðga henni og svo drepa hana. Þórdís hefur sagt að hún ætli að kæra skilaboðin til lögreglu. Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór á stúfana og spurði íbúa bæjarins hvað honum þætti um umræðuna. „Þetta er vissulega mjög leiðinlegt, en við vitum að þetta er ekki satt. Það er svona búið að blása þetta mál óþarflega upp að mínu mati,“ segir Halldís Gríma Halldórsdóttir, íbúi á Kópaskeri. Halldís telur málið komið út í öfgar.Vísir/Arnar Leikkonan kvartaði undan því að hún hefði fengið ósanngjörn ummæli um sig. Heldur þú að fólk héðan [frá Kópaskeri] hafi verið að tala illa um hana? „Ég náttúrulega veit það ekki fyrir víst en mér finnst það ólíklegt. Mér finnst þetta vera komið út í öfgar bæði hvernig fólk talar til hennar og hvernig þetta er orðið allt saman.“ Á Kópaskeri er mikil þjónusta. Pósthús, banki, verslun, veitingastaður og meira að segja bensínstöð. En verður þessi umræða til þess að fæla fólk frá því að koma á Kópasker eða verður þetta bara til þess að auglýsa staðinn? „Já, þetta hlýtur að auka hann [ferðamannastrauminn] frekar en hitt.“ Og margt fyrir ferðamenn að sækja og skoða hér? „Já, alveg hellingur. Fjaran, gönguleiðir og bara allur fjandinn.“ En Kópasker er orðið frægara fyrir vikið? „Já. Það er gott að vera á Kópaskeri,“ sagði Halldís að lokum. Norðurþing Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Íbúar Kópaskers eru sallarólegir yfir Lottumálinu svokallaða en harma gífuryrði á samfélagsmiðlum. Þetta hundrað manna samfélag við Öxarfjörð er búið að vera það umtalaðasta á Íslandi þessa vikuna. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, birti á dögunum orðsendingu á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist „alls ekki mæla með að koma“ á Kópasker og Raufarhöfn. Þórdís hefur síðan beðist afsökunar á orðum sínum. Viðbrögðin létu þrátt fyrir það ekki á sér standa. Þórdís fékk þó nokkur skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni var hótað ofbeldi og jafnvel lífláti. „Þið fólk úr Reykjavik sjáið ekkert nema ykkar eigin rassgat vertu viss um að ég mun birtast fyrir utan heima hjá þér og og skera þig á fkn háls,“ skrifaði einn til Þórdísar. Sambærilegar ofbeldishótanir fylgdu einnig öðrum skilaboðum, meðal annars hótun um kynferðisofbeldi. Sagði einn að hann myndi „glaður taka það að sér“ að nauðga henni og svo drepa hana. Þórdís hefur sagt að hún ætli að kæra skilaboðin til lögreglu. Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór á stúfana og spurði íbúa bæjarins hvað honum þætti um umræðuna. „Þetta er vissulega mjög leiðinlegt, en við vitum að þetta er ekki satt. Það er svona búið að blása þetta mál óþarflega upp að mínu mati,“ segir Halldís Gríma Halldórsdóttir, íbúi á Kópaskeri. Halldís telur málið komið út í öfgar.Vísir/Arnar Leikkonan kvartaði undan því að hún hefði fengið ósanngjörn ummæli um sig. Heldur þú að fólk héðan [frá Kópaskeri] hafi verið að tala illa um hana? „Ég náttúrulega veit það ekki fyrir víst en mér finnst það ólíklegt. Mér finnst þetta vera komið út í öfgar bæði hvernig fólk talar til hennar og hvernig þetta er orðið allt saman.“ Á Kópaskeri er mikil þjónusta. Pósthús, banki, verslun, veitingastaður og meira að segja bensínstöð. En verður þessi umræða til þess að fæla fólk frá því að koma á Kópasker eða verður þetta bara til þess að auglýsa staðinn? „Já, þetta hlýtur að auka hann [ferðamannastrauminn] frekar en hitt.“ Og margt fyrir ferðamenn að sækja og skoða hér? „Já, alveg hellingur. Fjaran, gönguleiðir og bara allur fjandinn.“ En Kópasker er orðið frægara fyrir vikið? „Já. Það er gott að vera á Kópaskeri,“ sagði Halldís að lokum.
Norðurþing Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira