Fótbolti

Segir útileikina sérstaklega erfiða fyrir nýbakaða tveggja barna móður

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðbjörg í leik með íslenska landsliðinu.
Guðbjörg í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty

Í Pepsi Max Mörkunum á fimmtudagskvöld mætti landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir en hún eignaðist nýverið tvíbura. Þar fór hún yfir víðan völl og ræddi til að mynda að upprunalega hefði hún ætlað að tækla óléttuna eins og langtíma meiðsli, annað kom svo á daginn.

Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, spurði Guggu – eins og hún er svo nær alltaf kölluð – út í samningsstöðu hennar. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

„Ég hef það frekar gott í Djurgården því þeir þekkja mig, vita hvað ég hef gert og kunna mína sögu. Þannig þau vilja halda mér,“ sagði Gugga en hún er samt sem áður óviss með framtíðina.

„Ég geri mér samt ekki alveg grein fyrir því [hvernig samningsstaðan er]. Við höfum nú þegar fengið samningstilboð frá öðru landi. Sem við sögðum báðar nei takk við, ég og Mia [Jalkerud, kærasta Guggu og leikmaður Djurgården].“

„Nú þarf maður allt í einu að fara hugsa um einhverja aðra. Það þarf einhvera að vera með börnin þegar maður spilar. Það sem er erfiðast eru þessir útileikir, það er eitthvað sem væri ekki á Íslandi Þú gistir einhverstaðar og þetta tekur alla helgina. Þetta er enn verra í ár. Ég sé ekki alveg hvernig ég ætla að gera þetta en maður veit aldrei,“ sagði markvörðurinn magnaði einnig.

„Ég tek þetta viku fyrir viku og sé hvernig gengur,“ sagði Gugga að lokum.

Klippa: Guðbjörg um framtíðina

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×