Megn brennisteinsfnykur við Múlakvísl Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2020 14:34 Ekki er talin mikil hætta á hlaupi í Múlakvísl en þó hefur mikið magn jarðhitavatns streymt í ánna síðustu daga. Vísir/Jóhann Rafleiðni í ánni Múlakvísl hefur verið mjög há miðað við eðlilegt ástand undanfarna daga. Það getur bent til að áin hlaupi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við hlaupi í Múlakvísl að svo stöddu. Þó sé mikið gas á svæðinu sem fylgi uppstreymi jarðhitavatns og fólk er hvatt til að vera ekki mikið á ferðinni við upptök árinnar við rætur Mýrdalsjökuls. „Við erum ekki að búast við hlaupi, það getur svo sem kannski breyst en búumst ekki við því. Rafleiðnin er komin upp yfir 250 míkrósímens, sem er mjög hátt miðað við eðlilegt ástand. Þetta þýðir að það er jarðhitavatn að leka undan Mýrdalsjökli ofan í ána. Það er gas að mælast á svæðinu,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur. Hún segist hafa rætt við konu sem hafi verið á ferð um svæðið og hafi greint frá því að megna brennisteinslykt legði yfir svæðið við upptök árinnar undan Mýrdalsjökli en konan var sjálf að koma úr Þakgili. „Fólk þarf að hafa það í huga þegar það er þarna á svæðinu að það er gas að mælast þarna og fólk ætti að halda sig frá því að fara í hella og lægðir í landinu. Hún segir að jarðhitavatnsúrrennslinu fylgi gas sem er sterkara við upptök árinnar, það er nær jöklinum. „Ef maður er farinn að finna mikla lykt þá er alltaf vísast að koma sér burt eða leita hærra upp í landslagið og vera ekki að dvelja lengi við upptöku árinnar þar sem er svona mikil lykt,“ segir Sigurdís. „Við erum búin að vera að fylgjast með þessu og rafleiðnin hefur verið að fara hægt hækkandi síðustu daga og hún er svolítið gruggug áin.“ „Fólk er að finna mikla brennisteinslykt þarna og það var ein sem ég talaði við sem sagði að hún væri mjög mikil. Það væri varla líft sagði hún í bílnum en þá viljum við að fólk sé ekki að staldra við við ána og alls ekki fara nær upptökunum þar sem gasið er ennþá meira,“ segir Sigurdís. „Það er allvanalegt að á sumrin leki talsvert magn af jarðhitavatni hægar en er í hlaupi út í ána. Þetta hefur gerst öll síðustu sumur núna í nokkur ár í Múlakvísl. Við búumst eiginlega við þessu á hverju sumri en við þurfum alltaf að vera tilbúin við að þetta aukist eða verði meira,“ segir Sigurdís. Ekki sé þó búist við hlaupi en þau séu ávallt tilbúin fyrir það. Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn. 8. júlí 2020 18:57 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Rafleiðni í ánni Múlakvísl hefur verið mjög há miðað við eðlilegt ástand undanfarna daga. Það getur bent til að áin hlaupi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við hlaupi í Múlakvísl að svo stöddu. Þó sé mikið gas á svæðinu sem fylgi uppstreymi jarðhitavatns og fólk er hvatt til að vera ekki mikið á ferðinni við upptök árinnar við rætur Mýrdalsjökuls. „Við erum ekki að búast við hlaupi, það getur svo sem kannski breyst en búumst ekki við því. Rafleiðnin er komin upp yfir 250 míkrósímens, sem er mjög hátt miðað við eðlilegt ástand. Þetta þýðir að það er jarðhitavatn að leka undan Mýrdalsjökli ofan í ána. Það er gas að mælast á svæðinu,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur. Hún segist hafa rætt við konu sem hafi verið á ferð um svæðið og hafi greint frá því að megna brennisteinslykt legði yfir svæðið við upptök árinnar undan Mýrdalsjökli en konan var sjálf að koma úr Þakgili. „Fólk þarf að hafa það í huga þegar það er þarna á svæðinu að það er gas að mælast þarna og fólk ætti að halda sig frá því að fara í hella og lægðir í landinu. Hún segir að jarðhitavatnsúrrennslinu fylgi gas sem er sterkara við upptök árinnar, það er nær jöklinum. „Ef maður er farinn að finna mikla lykt þá er alltaf vísast að koma sér burt eða leita hærra upp í landslagið og vera ekki að dvelja lengi við upptöku árinnar þar sem er svona mikil lykt,“ segir Sigurdís. „Við erum búin að vera að fylgjast með þessu og rafleiðnin hefur verið að fara hægt hækkandi síðustu daga og hún er svolítið gruggug áin.“ „Fólk er að finna mikla brennisteinslykt þarna og það var ein sem ég talaði við sem sagði að hún væri mjög mikil. Það væri varla líft sagði hún í bílnum en þá viljum við að fólk sé ekki að staldra við við ána og alls ekki fara nær upptökunum þar sem gasið er ennþá meira,“ segir Sigurdís. „Það er allvanalegt að á sumrin leki talsvert magn af jarðhitavatni hægar en er í hlaupi út í ána. Þetta hefur gerst öll síðustu sumur núna í nokkur ár í Múlakvísl. Við búumst eiginlega við þessu á hverju sumri en við þurfum alltaf að vera tilbúin við að þetta aukist eða verði meira,“ segir Sigurdís. Ekki sé þó búist við hlaupi en þau séu ávallt tilbúin fyrir það.
Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn. 8. júlí 2020 18:57 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn. 8. júlí 2020 18:57