Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2020 19:20 Forsætisráðherra reiknar með að fimm frumvörp um breytingar á stjórnarskránni verði lögð fram á haustþingi. Þannig fái Alþingi góðan tíma til að fara yfir þau áður en til atkvæðagreiðslu komi á síðustu dögum þings fyrir kosningar. Frumvörpin snerta ákvæði um auðlindir í eigu þjóðarinnar, umhverfisvernd, íslenska tungu, forseta Íslands og framkvæmdavald og þjóðaratkvæðagreiðslur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fundað með formönnum allra flokka undanfarin ár samkvæmt áætlun stjórnvalda um áfangabreytingar á stjórnarskránni. „Við munum eiga fund núna með haustinu þar sem línur munu skýrast varðandi hverjir vilja standa að þessum tillögum. Ég geri mér ekki væntingar um að það verði fullkomin samstaða um þær. Ég held að það sé alveg á hreinu. En auðvitað vona ég að það verði samt sem breiðust samstaða um að ná fram ákveðnum breytingum á stjórnarskrá. Ég held að margar þeirra breytinga sem er verið að leggja til í þessari vinnu verði mjög til bóta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir að taka verði afstöðu til athugasemda í samráðsgátt stjórnvalda, meðal annars um hvort kosningaaldur miðist við afmælisár eða afmælisdag eins og nú er.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Frumvörpin hafa flest legið í samráðgátt stjórnvalda eða eru á leið í hana. „Ég ætla mér að leggja þau fram á haustþingi þannig að þingið hafi nægjanlegan tíma til að fjalla um frumvörpin og fjalla vandlega um þau. Því ég held að það sé mikilvægt. Það er mikilvægt að ná fram sem mestri og bestri efnislegri umræðu um svona breytingar,“ segir forsætisráðherra. En stjórnarskrárfrumvörp séu alltaf síðasta mál sem þing afgreiðir fyrir kosningar þar sem þau taki ekki gildi fyrr en næsta þing þar á eftir hefur samþykkt þau. Samstaða ætti til að mynda að geta verið um að fjölga meðmælendum fyrir forsetaframbjóðendur. „Sem hefur auðvitað verið óbreytt tala mjög lengi. Þannig að það er augljóslega breyting til mikilla bóta myndi ég telja.“ Þá hafi almenningur og samtök sýnt málinu mikinn áhuga með fjölda tillagna í samráðsgáttinni. „Til að mynda hvort miða eigi við árið sem fólk verður átján ára þegar það tekur þátt í kosningum en ekki afmælisdag. Það er sjálfstæð umræða sem við höfum ekki tekið á vettvangi formanna flokkanna en þyrftum að ræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Forsætisráðherra reiknar með að fimm frumvörp um breytingar á stjórnarskránni verði lögð fram á haustþingi. Þannig fái Alþingi góðan tíma til að fara yfir þau áður en til atkvæðagreiðslu komi á síðustu dögum þings fyrir kosningar. Frumvörpin snerta ákvæði um auðlindir í eigu þjóðarinnar, umhverfisvernd, íslenska tungu, forseta Íslands og framkvæmdavald og þjóðaratkvæðagreiðslur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fundað með formönnum allra flokka undanfarin ár samkvæmt áætlun stjórnvalda um áfangabreytingar á stjórnarskránni. „Við munum eiga fund núna með haustinu þar sem línur munu skýrast varðandi hverjir vilja standa að þessum tillögum. Ég geri mér ekki væntingar um að það verði fullkomin samstaða um þær. Ég held að það sé alveg á hreinu. En auðvitað vona ég að það verði samt sem breiðust samstaða um að ná fram ákveðnum breytingum á stjórnarskrá. Ég held að margar þeirra breytinga sem er verið að leggja til í þessari vinnu verði mjög til bóta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir að taka verði afstöðu til athugasemda í samráðsgátt stjórnvalda, meðal annars um hvort kosningaaldur miðist við afmælisár eða afmælisdag eins og nú er.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Frumvörpin hafa flest legið í samráðgátt stjórnvalda eða eru á leið í hana. „Ég ætla mér að leggja þau fram á haustþingi þannig að þingið hafi nægjanlegan tíma til að fjalla um frumvörpin og fjalla vandlega um þau. Því ég held að það sé mikilvægt. Það er mikilvægt að ná fram sem mestri og bestri efnislegri umræðu um svona breytingar,“ segir forsætisráðherra. En stjórnarskrárfrumvörp séu alltaf síðasta mál sem þing afgreiðir fyrir kosningar þar sem þau taki ekki gildi fyrr en næsta þing þar á eftir hefur samþykkt þau. Samstaða ætti til að mynda að geta verið um að fjölga meðmælendum fyrir forsetaframbjóðendur. „Sem hefur auðvitað verið óbreytt tala mjög lengi. Þannig að það er augljóslega breyting til mikilla bóta myndi ég telja.“ Þá hafi almenningur og samtök sýnt málinu mikinn áhuga með fjölda tillagna í samráðsgáttinni. „Til að mynda hvort miða eigi við árið sem fólk verður átján ára þegar það tekur þátt í kosningum en ekki afmælisdag. Það er sjálfstæð umræða sem við höfum ekki tekið á vettvangi formanna flokkanna en þyrftum að ræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira