Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 10:00 Tobias Thomsen fagnaði Íslandsmeistaratitli með KR á síðustu leiktíð, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Val árið áður. VÍSIR/DANÍEL Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. Thomsen hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari bæði með Val og KR. Þessi 27 ára sóknarmaður segist hins vegar farinn að sakna Danmerkur og vill flytja þangað með kærustu sinni, Stefaníu Jakobsdóttur. Samningur Danans við KR gildir til loka þessarar leiktíðar svo að ljóst er að danskt félag þyrfti að semja við KR um kaupverð til að fá hann í ágúst, áður en ný leiktíð hefst í Danmörku. Annars yrði Thomsen að bíða þar til í vetur með að komast til Danmerkur. Rúnar sýnt fullan skilning „Já, ég veit að dönsku deildirnar byrja aftur í lok ágúst. Það þýðir auðvitað að ég þyrfti að rifta samningnum mínum við KR-inga en ég hef sagt þeim að ég sakni Danmerkur, og þeir hafa fullan skilning á því,“ sagði Thomsen við bold.dk. Hann bætti við að hann ætti í mjög góðu sambandi við Rúnar Kristinsson þjálfara, sem hefði sýnt stöðunni fullan skilning, og Thomsen sagðist ekki telja að kaupverðið yrði mikið vandamál. „Ég hef líka átt samtöl við tvö 1. deildarfélög eftir að sú deild var að klárast og liðin vissu hvar þau myndu enda. Það hefur verið svolítill áhugi nú þegar varðandi komandi tímabil svo það getur vel verið að ég fari til Danmerkur áður en að íslenska deildin hættir,“ sagði Thomsen en bætti við að ljóst væri að ekki væru mörg félög í Danmörku sem gætu keypt upp samning hans við KR. Tobias Thomsen í leik gegn Víkingi í sumar.VÍSIR/HAG „Þetta er ekki alveg ljóst núna en það hefur verið áhugi. Ég þarf líka að finna besta möguleikann fyrir mig og mína kærustu, sem er frá Íslandi og kemur með mér. Þetta veltur á nokkrum hlutum,“ sagði Thomsen og kvaðst horfa fyrst og fremst til Kaupmannahafnar. Mun leggja sig allan fram fyrir KR Thomsen sagði KR-inga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að hann gæfi sig ekki allan í æfingar og leiki, þó að hann saknaði Danmerkur. „KR veit hvað það fær frá mér og það er að ég geri hlutina 100 prósent. Ég get alveg litið framhjá því að ég sakni Danmerkur þegar ég er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Thomsen, sem segir ljóst að hann muni lækka í launum við að fara frá Íslandsmeisturunum í næstefstu deild Danmerkur. Segir veiruna hafa hrellt dönsku félögin meira „Ég mun sennilega þurfa að lækka aðeins í launum, út af kórónuveirukrísunni sem virðist hafa hrellt dönsku félögin aðeins meira en þau íslensku. En ég er líka í námi og ein lausn gæti verið að félag útvegaði mér vinnu. Flest félögin í 1. deild eru jú með samkomulag við styrktaraðila. Ég er að læra íþróttastjórnun í gegnum leikmannasamtökin og er að klára bachelor-gráðuna,“ sagði Thomsen. Thomsen hefur aðeins verið í byrjunarliði KR í tveimur leikjum í Pepsi Max-deildinni á þessari leiktíð, en komið við sögu í fimm leikjum og skorað eitt mark. Hann byrjaði 21 leik fyrir liðið í fyrra og skoraði sjö mörk. KR er jafnt Val að stigum á toppi Pepsi Max-deildarinnar og á leik til góða, en liðið mætir KA á Akureyri í dag. Danski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. Thomsen hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari bæði með Val og KR. Þessi 27 ára sóknarmaður segist hins vegar farinn að sakna Danmerkur og vill flytja þangað með kærustu sinni, Stefaníu Jakobsdóttur. Samningur Danans við KR gildir til loka þessarar leiktíðar svo að ljóst er að danskt félag þyrfti að semja við KR um kaupverð til að fá hann í ágúst, áður en ný leiktíð hefst í Danmörku. Annars yrði Thomsen að bíða þar til í vetur með að komast til Danmerkur. Rúnar sýnt fullan skilning „Já, ég veit að dönsku deildirnar byrja aftur í lok ágúst. Það þýðir auðvitað að ég þyrfti að rifta samningnum mínum við KR-inga en ég hef sagt þeim að ég sakni Danmerkur, og þeir hafa fullan skilning á því,“ sagði Thomsen við bold.dk. Hann bætti við að hann ætti í mjög góðu sambandi við Rúnar Kristinsson þjálfara, sem hefði sýnt stöðunni fullan skilning, og Thomsen sagðist ekki telja að kaupverðið yrði mikið vandamál. „Ég hef líka átt samtöl við tvö 1. deildarfélög eftir að sú deild var að klárast og liðin vissu hvar þau myndu enda. Það hefur verið svolítill áhugi nú þegar varðandi komandi tímabil svo það getur vel verið að ég fari til Danmerkur áður en að íslenska deildin hættir,“ sagði Thomsen en bætti við að ljóst væri að ekki væru mörg félög í Danmörku sem gætu keypt upp samning hans við KR. Tobias Thomsen í leik gegn Víkingi í sumar.VÍSIR/HAG „Þetta er ekki alveg ljóst núna en það hefur verið áhugi. Ég þarf líka að finna besta möguleikann fyrir mig og mína kærustu, sem er frá Íslandi og kemur með mér. Þetta veltur á nokkrum hlutum,“ sagði Thomsen og kvaðst horfa fyrst og fremst til Kaupmannahafnar. Mun leggja sig allan fram fyrir KR Thomsen sagði KR-inga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að hann gæfi sig ekki allan í æfingar og leiki, þó að hann saknaði Danmerkur. „KR veit hvað það fær frá mér og það er að ég geri hlutina 100 prósent. Ég get alveg litið framhjá því að ég sakni Danmerkur þegar ég er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Thomsen, sem segir ljóst að hann muni lækka í launum við að fara frá Íslandsmeisturunum í næstefstu deild Danmerkur. Segir veiruna hafa hrellt dönsku félögin meira „Ég mun sennilega þurfa að lækka aðeins í launum, út af kórónuveirukrísunni sem virðist hafa hrellt dönsku félögin aðeins meira en þau íslensku. En ég er líka í námi og ein lausn gæti verið að félag útvegaði mér vinnu. Flest félögin í 1. deild eru jú með samkomulag við styrktaraðila. Ég er að læra íþróttastjórnun í gegnum leikmannasamtökin og er að klára bachelor-gráðuna,“ sagði Thomsen. Thomsen hefur aðeins verið í byrjunarliði KR í tveimur leikjum í Pepsi Max-deildinni á þessari leiktíð, en komið við sögu í fimm leikjum og skorað eitt mark. Hann byrjaði 21 leik fyrir liðið í fyrra og skoraði sjö mörk. KR er jafnt Val að stigum á toppi Pepsi Max-deildarinnar og á leik til góða, en liðið mætir KA á Akureyri í dag.
Danski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira