Bandaríski tónlistarmaðurinn, tískumógúllinn og forsetaframbjóðandinn Kanye West hefur beðið Kim Kardashian West eiginkonu sína afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega um einkamál fjölskyldunnar.
„Ég vil biðja eiginkonu mína Kim afsökunar fyrir að hafa fjallað um einkamál opinberlega,“ skrifaði hann í færslu á Twitter í gærkvöldi.
I would like to apologize to my wife Kim for going public with something that was a private matter.
— ye (@kanyewest) July 25, 2020
I did not cover her like she has covered https://t.co/A2FwdMu0YU Kim I want to say I know I hurt you. Please forgive me. Thank you for always being there for me.
Miklar vangaveltur hafa verið um stöðu sambands þeirra en Kanye hefur undanfarið farið mikinn á samfélagsmiðlum og á fjöldafundi sem hann hélt síðastliðinn mánudag ræddi hann meðal annars fæðingu dóttur sinnar North West og sagðist hann næstum því hafa drepið hana.
Þá steig Kim fram á miðvikudaginn og birti skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns en hann er greindur með geðhverfasýki (e. bipolar disorder). Kardashian West hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um veikindi eiginmannsins og segir það meðal annars vera vegna barna þeirra hjóna og réttar Kanye til friðhelgi einkalífs þegar kæmi að heilsu hans.