Olivia de Havilland látin 104 ára að aldri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 16:42 Olivia de Havilland á fimmta áratugnum. Getty/ Pictorial Parade Olivia de Havilland er látin 104 ára að aldri. Hún var síðasti leikari kvikmyndarinnar Gone With the Wind til að kveðja þennan heim en hún lék í fjölda kvikmynda á ferlinum, þar á meðal í The Adventures of Robin Hood og fékk hún Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndunum To Each His Own og The Heiress. De Havilland var þó einna þekktust fyrir hlutverk sitt í Gone With the Wind en hún lék hlutverk Melanie Hamilton Wilkes sem kepptist við aðalpersónu myndarinnar, Scarlett O‘Hara, um ást Ashley Wilkes, sem leikinn var af Leslie Howard. Kvikmyndin er meðal þekktustu kvikmynda sögunnar en hún kom út árið 1939. Myndin hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið fyrir að fjalla á upphefjandi hátt um sögu Suðurríkja Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. HBO Max ákvað í kjölfarið að birta formála í upphaf myndarinnar á streymisveitu sinni þar sem fjallað er um samhengi myndarinnar. Dame Olivia de Havilland celebrates her 104th year on Earth today. Still rides a bike like a boss. pic.twitter.com/VIseeY73hG— Dame Angela Lansbury News (@_AngelaLansbury) July 1, 2020 De Havilland var mikill brautryðjandi í Hollywood en þegar hún var á langtímasamningi við kvikmyndaver Warner Bros., neitaði hún ákveðnum hlutverkum og fékk hún í kjölfarið fá hlutverk. Hún ákvað þá að kæra Warner Bros. og sagði hún vinnuumhverfið óásættanlegt. Hún sigraði dómsmálið og er það talið hafa breytt starfsumhverfinu í Hollywood mikið. Leikarar hafi í kjölfarið getað samið um betri kjör. Andlát Hollywood Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
Olivia de Havilland er látin 104 ára að aldri. Hún var síðasti leikari kvikmyndarinnar Gone With the Wind til að kveðja þennan heim en hún lék í fjölda kvikmynda á ferlinum, þar á meðal í The Adventures of Robin Hood og fékk hún Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndunum To Each His Own og The Heiress. De Havilland var þó einna þekktust fyrir hlutverk sitt í Gone With the Wind en hún lék hlutverk Melanie Hamilton Wilkes sem kepptist við aðalpersónu myndarinnar, Scarlett O‘Hara, um ást Ashley Wilkes, sem leikinn var af Leslie Howard. Kvikmyndin er meðal þekktustu kvikmynda sögunnar en hún kom út árið 1939. Myndin hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið fyrir að fjalla á upphefjandi hátt um sögu Suðurríkja Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. HBO Max ákvað í kjölfarið að birta formála í upphaf myndarinnar á streymisveitu sinni þar sem fjallað er um samhengi myndarinnar. Dame Olivia de Havilland celebrates her 104th year on Earth today. Still rides a bike like a boss. pic.twitter.com/VIseeY73hG— Dame Angela Lansbury News (@_AngelaLansbury) July 1, 2020 De Havilland var mikill brautryðjandi í Hollywood en þegar hún var á langtímasamningi við kvikmyndaver Warner Bros., neitaði hún ákveðnum hlutverkum og fékk hún í kjölfarið fá hlutverk. Hún ákvað þá að kæra Warner Bros. og sagði hún vinnuumhverfið óásættanlegt. Hún sigraði dómsmálið og er það talið hafa breytt starfsumhverfinu í Hollywood mikið. Leikarar hafi í kjölfarið getað samið um betri kjör.
Andlát Hollywood Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira