Segir vatnið eina gullið sem kemur úr Skaftáreldahrauni Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júlí 2020 22:10 Anna Magdalena Buda er rekstrarstjóri Klausturbleikju á Kirkjubæjarklaustri. Hér er hún við eldisstöðina á Teygingalæk í jaðri Brunahrauns, sem sést fyrir aftan. Stöð 2/Einar Árnason. Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Klausturbleikjan er eitt þekktasta vörumerki Kirkjubæjarklausturs en fyrirtækið á 25 ára sögu. Það sem kannski færri vita er að þessi frægi matfiskur á í raun ungu hrauni uppeldi sitt að þakka. Eldisstöð Klausturbleikjunnar er á jörðinni Teygingalæk á Brunasandi. Pólsk hjón, þau Anna Magdalena Buda og Wojciech Jaroslaw Buda, eru meðal sex starfsmanna og Anna stýrir rekstrinum. Wojciech Jaroslaw Buda sinnir eldiskerjum. Hann hóf störf hjá Klausturbleikju fyrir tólf árum þegar hann flutti frá Póllandi til Kirkjubæjarklausturs. Fyrir aftan má sjá hraunið sem rann í Skaftáreldum árið 1783.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er Klausturbleikjustöð, fiskistöð,“ segir Anna og dásamar afurðina: „Þetta er mjög góð bleikja, íslenskt sælgæti hundrað prósent,“ segir hún. Eldiskerin eru í jaðri Brunahrauns, eystri álmu hraunsins sem rann í Skaftáreldum 1783. Anna segir vatnið undan hrauninu vera lykilinn í eldi bleikjunnar en hitastig þess er stöðugt. „Þetta er mjög kalt vatn,“ segir hún og nefnir einnig að fóðrið sé gott. Drífa Bjarnadóttir fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Lindarfisks.Stöð 2/Einar Árnason. Í landi Botna í Eldhrauni, vestri álmu Skaftáreldahrauns, hóf eldisstöðin Lindarfiskur að slátra fyrir fimm árum. Framkvæmdastjórinn og fiskeldisfræðingurinn Drífa Bjarnadóttir leynir því ekki að þau byggi á frægð Klausturbleikju. „Þetta er bleikja af sama stofni. Við tökum hrogn frá sama stað og Klausturbleikjan. Þetta er alið í samskonar vatni. Þetta er vatn úr sama jöklinum. Og á svipuðu fóðri og svo framvegis.“ Frá Botnum í Meðallandi. Hér sprettur Eldvatn undan Skaftáreldahrauni.Stöð 2/Einar Árnason. -Og þetta er vatn sem sprettur undan Eldhrauni? „Ó, já. Þetta er í rauninni það eina sem er gull í þessu hrauni, - er vatnið. Vegna þess að hraunið er svo rosalega góð sía fyrir vatnið. Það kemur alveg tandurhreint,“ segir Drífa. Sex manns starfa hjá Lindarfiski en vinnslan er í Vík í Mýrdal. En er ekkert mál að selja bleikjuna? „Það var ekkert mál. Svo kom covid og þá náttúrlega fóru allir túristarnir heim til sín. En það er aðeins að lagast. Þannig að við erum bjartsýn.“ Eldvatn í Meðallandi sprettur undan Eldhrauni í landi Botna. Fiskeldisstöðin er til hægri. Þarna er Eldvatn stíflað til að afla raforku í lítilli heimarafstöð.Stöð 2/Einar Árnason. Já, veitingastaðir sem þjóna erlendum ferðamönnum hafa mest keypt bleikjuna. „Við gerðum okkur ekki almennilega grein fyrir því hversu mikið við værum háð ferðamanninum fyrr en þetta dundi yfir,“ segir Drífa Bjarnadóttir, fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Lindarfisks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Landbúnaður Matur Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Útlendingar búsettir á Íslandi eru búbót hjá ferðaþjónustubændum Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. 13. júlí 2020 22:55 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Klausturbleikjan er eitt þekktasta vörumerki Kirkjubæjarklausturs en fyrirtækið á 25 ára sögu. Það sem kannski færri vita er að þessi frægi matfiskur á í raun ungu hrauni uppeldi sitt að þakka. Eldisstöð Klausturbleikjunnar er á jörðinni Teygingalæk á Brunasandi. Pólsk hjón, þau Anna Magdalena Buda og Wojciech Jaroslaw Buda, eru meðal sex starfsmanna og Anna stýrir rekstrinum. Wojciech Jaroslaw Buda sinnir eldiskerjum. Hann hóf störf hjá Klausturbleikju fyrir tólf árum þegar hann flutti frá Póllandi til Kirkjubæjarklausturs. Fyrir aftan má sjá hraunið sem rann í Skaftáreldum árið 1783.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er Klausturbleikjustöð, fiskistöð,“ segir Anna og dásamar afurðina: „Þetta er mjög góð bleikja, íslenskt sælgæti hundrað prósent,“ segir hún. Eldiskerin eru í jaðri Brunahrauns, eystri álmu hraunsins sem rann í Skaftáreldum 1783. Anna segir vatnið undan hrauninu vera lykilinn í eldi bleikjunnar en hitastig þess er stöðugt. „Þetta er mjög kalt vatn,“ segir hún og nefnir einnig að fóðrið sé gott. Drífa Bjarnadóttir fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Lindarfisks.Stöð 2/Einar Árnason. Í landi Botna í Eldhrauni, vestri álmu Skaftáreldahrauns, hóf eldisstöðin Lindarfiskur að slátra fyrir fimm árum. Framkvæmdastjórinn og fiskeldisfræðingurinn Drífa Bjarnadóttir leynir því ekki að þau byggi á frægð Klausturbleikju. „Þetta er bleikja af sama stofni. Við tökum hrogn frá sama stað og Klausturbleikjan. Þetta er alið í samskonar vatni. Þetta er vatn úr sama jöklinum. Og á svipuðu fóðri og svo framvegis.“ Frá Botnum í Meðallandi. Hér sprettur Eldvatn undan Skaftáreldahrauni.Stöð 2/Einar Árnason. -Og þetta er vatn sem sprettur undan Eldhrauni? „Ó, já. Þetta er í rauninni það eina sem er gull í þessu hrauni, - er vatnið. Vegna þess að hraunið er svo rosalega góð sía fyrir vatnið. Það kemur alveg tandurhreint,“ segir Drífa. Sex manns starfa hjá Lindarfiski en vinnslan er í Vík í Mýrdal. En er ekkert mál að selja bleikjuna? „Það var ekkert mál. Svo kom covid og þá náttúrlega fóru allir túristarnir heim til sín. En það er aðeins að lagast. Þannig að við erum bjartsýn.“ Eldvatn í Meðallandi sprettur undan Eldhrauni í landi Botna. Fiskeldisstöðin er til hægri. Þarna er Eldvatn stíflað til að afla raforku í lítilli heimarafstöð.Stöð 2/Einar Árnason. Já, veitingastaðir sem þjóna erlendum ferðamönnum hafa mest keypt bleikjuna. „Við gerðum okkur ekki almennilega grein fyrir því hversu mikið við værum háð ferðamanninum fyrr en þetta dundi yfir,“ segir Drífa Bjarnadóttir, fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Lindarfisks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Landbúnaður Matur Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Útlendingar búsettir á Íslandi eru búbót hjá ferðaþjónustubændum Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. 13. júlí 2020 22:55 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49
Útlendingar búsettir á Íslandi eru búbót hjá ferðaþjónustubændum Útlendingar sem búa á Íslandi hafa reynst drjúg búbót í kórónufaraldrinum fyrir ferðaþjónustubændur í Skaftárhreppi, sem segjast bjartsýnir á að komast í gegnum hremmingarnar. 13. júlí 2020 22:55