Hraðakstur Íslendinga stóraukist frá sama tímabili í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 11:18 Þung umferð hefur verið um umdæmið í vikunni og hafa hátt í hundrað verið kærðir fyrir hraðakstur síðastliðna viku. Vísir/Hugrún Hátt í hundrað ökumenn voru í liðinni viku kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Að sögn lögreglunnar voru 75 prósent þeirra íslenskir ríkisborgarar og segir lögreglan að „ekkert þýði að bera fyrir sig að erlendu ferðamennirnir séu til vandræða.“ Frá sama tíma í fyrra hafi svipaður fjöldi ökumanna verið kærður fyrir of hraðan akstur og þá hafi aðeins fjórðungur verið með íslenskt ríkisfang. „Ljóst er að við getum gert betur,“ skrifar lögreglan á Suðurlandi í tilkynningu. Tveir þeirra 97 ökumanna sem kærðir voru fyrir of hraðan akstur voru mældir á 140 km/klst hraða eða meira á vegi með 90 km/klst hámarkshraða. Þá voru tveir ökumannanna ungir og fengu með brotunum punkta í ökuferlisskrá sem kom þeim í eða yfir fjóra punkta. Ökumennirnir ungu voru því settir í akstursbann og fá ekki að setjast aftur undir stýri fyrr en þeir hafa lokið námskeiði fyrir þá sem sæta akstursbanni. Þá voru þrír ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Töluverður erill var á tjaldsvæðum á suðurlandi og þurfti lögregla að hafa einhver afskipti af ungmennum á tjaldsvæði við Laugarvatn um liðna helgi. Þá þurfti lögregla að stilla til friðar vegna óspekta á tjaldsvæðinu á Höfn. Einhverjir gestir höfðu „sinnt fótboltaæfingum inni á milli tjalda í óþökk annarra tjaldbúa.“ Rúða var brotin í kennslustofu við Norðurhóla á Selfossi í liðinni viku og rúða hafði einnig verið brotin í Fjölheimum á Selfossi. Bæði málin eru óupplýst og eru þeir sem hafa upplýsingar um málin beðnir að hafa samband við lögreglu. Þá voru rúður brotnar í bíl á sumarbústaðasvæði við Laugarvatn á sunnudagsmorguninn. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og yfirheyrður um málsatvik en gat litlar skýringar gefið. Lögreglumál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Hátt í hundrað ökumenn voru í liðinni viku kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Að sögn lögreglunnar voru 75 prósent þeirra íslenskir ríkisborgarar og segir lögreglan að „ekkert þýði að bera fyrir sig að erlendu ferðamennirnir séu til vandræða.“ Frá sama tíma í fyrra hafi svipaður fjöldi ökumanna verið kærður fyrir of hraðan akstur og þá hafi aðeins fjórðungur verið með íslenskt ríkisfang. „Ljóst er að við getum gert betur,“ skrifar lögreglan á Suðurlandi í tilkynningu. Tveir þeirra 97 ökumanna sem kærðir voru fyrir of hraðan akstur voru mældir á 140 km/klst hraða eða meira á vegi með 90 km/klst hámarkshraða. Þá voru tveir ökumannanna ungir og fengu með brotunum punkta í ökuferlisskrá sem kom þeim í eða yfir fjóra punkta. Ökumennirnir ungu voru því settir í akstursbann og fá ekki að setjast aftur undir stýri fyrr en þeir hafa lokið námskeiði fyrir þá sem sæta akstursbanni. Þá voru þrír ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Töluverður erill var á tjaldsvæðum á suðurlandi og þurfti lögregla að hafa einhver afskipti af ungmennum á tjaldsvæði við Laugarvatn um liðna helgi. Þá þurfti lögregla að stilla til friðar vegna óspekta á tjaldsvæðinu á Höfn. Einhverjir gestir höfðu „sinnt fótboltaæfingum inni á milli tjalda í óþökk annarra tjaldbúa.“ Rúða var brotin í kennslustofu við Norðurhóla á Selfossi í liðinni viku og rúða hafði einnig verið brotin í Fjölheimum á Selfossi. Bæði málin eru óupplýst og eru þeir sem hafa upplýsingar um málin beðnir að hafa samband við lögreglu. Þá voru rúður brotnar í bíl á sumarbústaðasvæði við Laugarvatn á sunnudagsmorguninn. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og yfirheyrður um málsatvik en gat litlar skýringar gefið.
Lögreglumál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira