Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 08:39 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis og staðgengill sóttvarnalæknis. vísir/arnar Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. Nýju tilfellin sem greinst hafa á síðustu dögum séu nýkomin til landsins. Þjóðinni virðist hafa tekist að útrýma veirunni á tímabili í vor og segir staðgengill sóttvarnalæknis að Íslendingar ættu að geta það aftur. Sem stendur eru rúmlega 20 í einangrun vegna kórónuveirusmits. Það er mesti fjöldi síðan í maí og virðast flest hafa smitast vegna ferðalaga í útlöndum eða vegna samneytis við ferðalanga. Nokkur mismunandi „veirumynstur“ eru í gangi að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur barnasmitsjúkdómalæknis og staðgengils sóttvarnalæknis. Flest hafi þau fundist á landamærunum en þó sé ein hópsýkingin í gangi og ein „smitkeðja“ sem vitað sé um. „Þær eru nýlega komnar til landsins, við vitum nákvæmlega hvernig ein kom til landsins en uppruni hinnar er ófundinn,“ segir Kamila. Aðspurð segir hún að veiran virðist þannig ekki hafa blossað upp aftur hér innanlands. „Við erum svo lánsöm að hafa þessi hröðu raðgreiningargögn sem Íslensk erfðagreining hefur unnið. Fram kemur í þeim að þessi smit sem eru í gangi núna eru ekki tengd þeim smitum sem við vorum að eiga við í vor,“ segir Kamilla. Mynstur veirunnar, sem birtist í raðgreiningargögnunum, sé þannig ekki nógu líkt þeirri veiru sem greindist hér á sínum tíma að hægt sé að tala um að hún hafi „legið hér í leyni.“ Útrýmt einu sinni og getum það aftur Það virðist því vera sem að þjóðinni hafi tekist að útrýma veirunni á einhverju tímabili, að sögn Kamillu. Þjóðin geti því „klárlega“ spornað við því að veiran fari hér aftur á flug, eins og árangurinn í vor beri með sér. Þar leggur Kamilla áherslu á þær persónubundnu smitvarnir sem Íslendingum ættu að vera orðnar tamar; tveggja metra regluna, sleppa óþarfa snertingu og hópamyndun, handþvott og spritt o.s.frv. Kamilla segir að það þekkist að fram komi nýjar veirur sem hverfi síðan aftur, t.d. vegna þess að þær hafa ekki náð að aðlagast manninum nógu vel og smithæfni þeirra sé lítil. Það eigi ekki við í tilfelli kórónuveirunnar, hún muni ekki hverfa af sjálfsdáðum nema hún stökkbreytist og smithæfni hennar minnki. „Það er kannski ekki leiðin sem við getum gert ráð fyrir,“ segir Kamilla. Þar að auki virðist maðurinn eiga erfitt með að mynda varanlegt ónæmissvar við kórónuveirum. Það sé því kannski ekki „alveg raunhæft“ að útrýma veirunni fyrir aldur og ævi eins og tekist hefur í tilfelli annarra sjúkdóma að sögn Kamillu. „Mögulega mun hún fjara út með öflugum sóttvarnaaðgerðum og þá aðallega bólusetningu, að þetta komist niður á það stig að vera ein af þessum kórónukvefveirum.“ Viðtal hennar við Bítið má heyra hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Vill stórsókn í sýnatökum vegna innanlandssmita Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum innanlands. 27. júlí 2020 20:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Sjá meira
Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. Nýju tilfellin sem greinst hafa á síðustu dögum séu nýkomin til landsins. Þjóðinni virðist hafa tekist að útrýma veirunni á tímabili í vor og segir staðgengill sóttvarnalæknis að Íslendingar ættu að geta það aftur. Sem stendur eru rúmlega 20 í einangrun vegna kórónuveirusmits. Það er mesti fjöldi síðan í maí og virðast flest hafa smitast vegna ferðalaga í útlöndum eða vegna samneytis við ferðalanga. Nokkur mismunandi „veirumynstur“ eru í gangi að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur barnasmitsjúkdómalæknis og staðgengils sóttvarnalæknis. Flest hafi þau fundist á landamærunum en þó sé ein hópsýkingin í gangi og ein „smitkeðja“ sem vitað sé um. „Þær eru nýlega komnar til landsins, við vitum nákvæmlega hvernig ein kom til landsins en uppruni hinnar er ófundinn,“ segir Kamila. Aðspurð segir hún að veiran virðist þannig ekki hafa blossað upp aftur hér innanlands. „Við erum svo lánsöm að hafa þessi hröðu raðgreiningargögn sem Íslensk erfðagreining hefur unnið. Fram kemur í þeim að þessi smit sem eru í gangi núna eru ekki tengd þeim smitum sem við vorum að eiga við í vor,“ segir Kamilla. Mynstur veirunnar, sem birtist í raðgreiningargögnunum, sé þannig ekki nógu líkt þeirri veiru sem greindist hér á sínum tíma að hægt sé að tala um að hún hafi „legið hér í leyni.“ Útrýmt einu sinni og getum það aftur Það virðist því vera sem að þjóðinni hafi tekist að útrýma veirunni á einhverju tímabili, að sögn Kamillu. Þjóðin geti því „klárlega“ spornað við því að veiran fari hér aftur á flug, eins og árangurinn í vor beri með sér. Þar leggur Kamilla áherslu á þær persónubundnu smitvarnir sem Íslendingum ættu að vera orðnar tamar; tveggja metra regluna, sleppa óþarfa snertingu og hópamyndun, handþvott og spritt o.s.frv. Kamilla segir að það þekkist að fram komi nýjar veirur sem hverfi síðan aftur, t.d. vegna þess að þær hafa ekki náð að aðlagast manninum nógu vel og smithæfni þeirra sé lítil. Það eigi ekki við í tilfelli kórónuveirunnar, hún muni ekki hverfa af sjálfsdáðum nema hún stökkbreytist og smithæfni hennar minnki. „Það er kannski ekki leiðin sem við getum gert ráð fyrir,“ segir Kamilla. Þar að auki virðist maðurinn eiga erfitt með að mynda varanlegt ónæmissvar við kórónuveirum. Það sé því kannski ekki „alveg raunhæft“ að útrýma veirunni fyrir aldur og ævi eins og tekist hefur í tilfelli annarra sjúkdóma að sögn Kamillu. „Mögulega mun hún fjara út með öflugum sóttvarnaaðgerðum og þá aðallega bólusetningu, að þetta komist niður á það stig að vera ein af þessum kórónukvefveirum.“ Viðtal hennar við Bítið má heyra hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Vill stórsókn í sýnatökum vegna innanlandssmita Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum innanlands. 27. júlí 2020 20:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Sjá meira
Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21
Vill stórsókn í sýnatökum vegna innanlandssmita Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum innanlands. 27. júlí 2020 20:00