Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2020 23:14 Aðgerðir spænskra stjórnvalda munu án efa hafa mikil áhrif á ferðamannaiðnaðinn í landinu. Vísir/AP Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. Veitingastöðum, börum og verslunum á Spáni verður gert að loka samkvæmt neyðarráðstöfunum stjórnvalda. En einstaklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna hefur fjölgað um fimmtán hundruð á einum sólarhring og 120 manns hafa látist vegna hennar. Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar ávarpaði þjóðina í spænska sjónvarpinu í dag. „Ég tilkynnti hans hátign konungnum í dag að neyðarástandi sem nær til alls Spánar (þar með Kanaríeyja) verði lýst yfir eftir sérstakan ríkisstjórnarfund á morgun. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hægt sé að grípa til ráðstafana sem þessarra á hættutímum eins og nú ríkja því miður í landi okkar og um allan heim,” sagði Sanchez. Fólk sem talað var við á götum úti var flest á því að aðgerðir sem þessar væru nauðsynlegar, eins og hinn 67 ára gamli fyrrverandi veitingastaðaeigandi á eftirlaunum Juan Jose Fernandez „Ég er þeirrar skoðunar að forsætisráðherrarann hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrir 15 dögum. Það hefði bjargað miklu í þessu landi,” sagði Fernandez. Forsætisráðherrann sagði að nú verði allar stofnanir samfélagsins virkjaðar til fulls til að hefta útbreiðslu veirunnar en því miður væru horfur á að í næstu viku hafi um tíu þúsund manns smitast af kórónuveirunni. Götur helstu stórborga Spánar, Madrid og Barcelona eru hálf tómar þar sem fólk heldur sig að mestu heima. Carmen Melon var ein fárra á ferli í miðborg Madrídar í dag og var ánægð með hvað fáir voru á ferli. „Ég bý hér í miðborginni og ég er mjög ánægð með að sjá að hún er tóm. Mér líkar að fólk skuli haga sér skynsamlega og haldi sig heima. Ég þurfti að vinna í eina klukkustund í dag en eftir það mun ég einnig halda mig heima,” sagði Melon sem var með andlitsgrímu til að verjast smiti. Það eru ekki bara Bandaríkjamenn og Danir sem hafa sett takmarkanir á ferðalög til landa sinna. Ungverjar hafa nú þegar bannað komur fólks frá Ítalíu, Íran, Kína og Suður Kóreu og í dag var tilkynnt að allir sem koma frá Ísrael þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Háskólum landsins hefur þegar verið lokað en á mánudag verður öllum öðrum skólum einnig lokað. Victor Urban forsætisráðherra og eiginkona hans mættu á heilsugæslustöð í dag þar sem hiti þeirra var mældur og mótefnapróf tekin. „Við verðum að búa okkur undir að þetta ástand muni ekki vara aðeins í vikur heldur mánuði. Líf okkar allra mun breytast, ekki bara í nokkrar vikur heldur mánuðum saman,” sagði Urban meðal annars í ávarpi sem var tekið upp heima hjá honum og sjónvarpað í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. Veitingastöðum, börum og verslunum á Spáni verður gert að loka samkvæmt neyðarráðstöfunum stjórnvalda. En einstaklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna hefur fjölgað um fimmtán hundruð á einum sólarhring og 120 manns hafa látist vegna hennar. Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar ávarpaði þjóðina í spænska sjónvarpinu í dag. „Ég tilkynnti hans hátign konungnum í dag að neyðarástandi sem nær til alls Spánar (þar með Kanaríeyja) verði lýst yfir eftir sérstakan ríkisstjórnarfund á morgun. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hægt sé að grípa til ráðstafana sem þessarra á hættutímum eins og nú ríkja því miður í landi okkar og um allan heim,” sagði Sanchez. Fólk sem talað var við á götum úti var flest á því að aðgerðir sem þessar væru nauðsynlegar, eins og hinn 67 ára gamli fyrrverandi veitingastaðaeigandi á eftirlaunum Juan Jose Fernandez „Ég er þeirrar skoðunar að forsætisráðherrarann hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrir 15 dögum. Það hefði bjargað miklu í þessu landi,” sagði Fernandez. Forsætisráðherrann sagði að nú verði allar stofnanir samfélagsins virkjaðar til fulls til að hefta útbreiðslu veirunnar en því miður væru horfur á að í næstu viku hafi um tíu þúsund manns smitast af kórónuveirunni. Götur helstu stórborga Spánar, Madrid og Barcelona eru hálf tómar þar sem fólk heldur sig að mestu heima. Carmen Melon var ein fárra á ferli í miðborg Madrídar í dag og var ánægð með hvað fáir voru á ferli. „Ég bý hér í miðborginni og ég er mjög ánægð með að sjá að hún er tóm. Mér líkar að fólk skuli haga sér skynsamlega og haldi sig heima. Ég þurfti að vinna í eina klukkustund í dag en eftir það mun ég einnig halda mig heima,” sagði Melon sem var með andlitsgrímu til að verjast smiti. Það eru ekki bara Bandaríkjamenn og Danir sem hafa sett takmarkanir á ferðalög til landa sinna. Ungverjar hafa nú þegar bannað komur fólks frá Ítalíu, Íran, Kína og Suður Kóreu og í dag var tilkynnt að allir sem koma frá Ísrael þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Háskólum landsins hefur þegar verið lokað en á mánudag verður öllum öðrum skólum einnig lokað. Victor Urban forsætisráðherra og eiginkona hans mættu á heilsugæslustöð í dag þar sem hiti þeirra var mældur og mótefnapróf tekin. „Við verðum að búa okkur undir að þetta ástand muni ekki vara aðeins í vikur heldur mánuði. Líf okkar allra mun breytast, ekki bara í nokkrar vikur heldur mánuðum saman,” sagði Urban meðal annars í ávarpi sem var tekið upp heima hjá honum og sjónvarpað í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira